Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2022 22:30 Ragnar Ágúst Isaksen er tækjamaður hjá Finni ehf. á Akureyri. Arnar Halldórsson Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. Hún var kölluð sagan endalausa, deilan um Teigsskóg, og það voru eflaust margir sem héldu að þeir myndu aldrei sjá þann dag að vinnuvélar hæfu vegagerðina. Það var í gærmorgun sem gröfumaður Borgarverks hóf að grafa fyrir vegstæðinu. Það var þó annar maður sem var byrjaður fyrr í verkinu. Það er sá sem hefur verið að kurla niður skóginn, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Ragnar var mættur með kurlarann í skóginn áður en birkiskógurinn tók að laufgast.Ragnar Ágúst Isaksen Hann var mættur á undan öllum öðrum á vinnuvél með trjákurlara framaná, heitir Ragnar Isaksen, er 24 ára gamall sonur Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknar. Hann starfar hjá akureyska verktakanum Finni ehf., sem tók að sér verkið fyrir Vegagerðina. „Ég er að kurla niður allt vegstæðið hérna og gera klárt fyrir Borgarverk.“ -Og hvað er langt síðan þú byrjaðir? „Það er svona rúmur mánuður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að þú ert í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg? „Já, það má alveg segja það.“ -Og ekkert samviskubit yfir því? „Nei, alls ekki,“ svarar Ragnar Ágúst. Hér sést vel hvernig búið er að kurla niður skóginn í vegstæðinu. Grafa Borgarverks byrjaði á því í gær að leggja vinnuslóða.Arnar Halldórsson Drónamyndirnir sýna hvernig Ragnar er langt kominn með að hreinsa burt allan trjágróður úr vegstæðinu en hann býst við að klára verkið um miðjan júní. Hinn eiginlegi Teigsskógur er þar sem sumarbústaðurinn sést við ströndina á myndum Stöðvar 2. Þar fyrir ofan eru hæstu trén en megnið af skóginum er þó kjarr undir tveggja metra hæð. -Ertu búinn að fara í gegnum háan skóg? „Já, það koma alveg kaflar þar sem eru stærri tré.“ -En það er ekki bara skógur hérna. Hér er falleg náttúra og fuglalíf. „Það vantar ekki. Heilmikið af því.“ Veglínan mótast í landi Grafar í Þorskafirði. Innar má sjá hvar verið er að brúa fjörðinn.Arnar Halldórsson -Ertu búinn að sjá haförninn hérna? „Já, hann flýgur hérna yfir mér daglega.“ -Hann er ekkert hræddur við þig? „Nei, alls ekki, sko,“ svarar Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Hún var kölluð sagan endalausa, deilan um Teigsskóg, og það voru eflaust margir sem héldu að þeir myndu aldrei sjá þann dag að vinnuvélar hæfu vegagerðina. Það var í gærmorgun sem gröfumaður Borgarverks hóf að grafa fyrir vegstæðinu. Það var þó annar maður sem var byrjaður fyrr í verkinu. Það er sá sem hefur verið að kurla niður skóginn, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Ragnar var mættur með kurlarann í skóginn áður en birkiskógurinn tók að laufgast.Ragnar Ágúst Isaksen Hann var mættur á undan öllum öðrum á vinnuvél með trjákurlara framaná, heitir Ragnar Isaksen, er 24 ára gamall sonur Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknar. Hann starfar hjá akureyska verktakanum Finni ehf., sem tók að sér verkið fyrir Vegagerðina. „Ég er að kurla niður allt vegstæðið hérna og gera klárt fyrir Borgarverk.“ -Og hvað er langt síðan þú byrjaðir? „Það er svona rúmur mánuður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að þú ert í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg? „Já, það má alveg segja það.“ -Og ekkert samviskubit yfir því? „Nei, alls ekki,“ svarar Ragnar Ágúst. Hér sést vel hvernig búið er að kurla niður skóginn í vegstæðinu. Grafa Borgarverks byrjaði á því í gær að leggja vinnuslóða.Arnar Halldórsson Drónamyndirnir sýna hvernig Ragnar er langt kominn með að hreinsa burt allan trjágróður úr vegstæðinu en hann býst við að klára verkið um miðjan júní. Hinn eiginlegi Teigsskógur er þar sem sumarbústaðurinn sést við ströndina á myndum Stöðvar 2. Þar fyrir ofan eru hæstu trén en megnið af skóginum er þó kjarr undir tveggja metra hæð. -Ertu búinn að fara í gegnum háan skóg? „Já, það koma alveg kaflar þar sem eru stærri tré.“ -En það er ekki bara skógur hérna. Hér er falleg náttúra og fuglalíf. „Það vantar ekki. Heilmikið af því.“ Veglínan mótast í landi Grafar í Þorskafirði. Innar má sjá hvar verið er að brúa fjörðinn.Arnar Halldórsson -Ertu búinn að sjá haförninn hérna? „Já, hann flýgur hérna yfir mér daglega.“ -Hann er ekkert hræddur við þig? „Nei, alls ekki, sko,“ svarar Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23
Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44