Noel Le Graet, forseti franska knattspynusambandsins, staðfesti fregnirnar og vottaði þjálfaranum samúð sína.
„Okkur bárust þær sorglegu fréttir að faðir Didiers hafi látist í morgun. Didier fór til að vera með ættingjum sínum og ég fullvissa hann um vináttu mína og stuðning á þessum erfiðu tímum,“ sagði Le Graet.
France coach Didier Deschamps has left the national squad after his father died, the French federation (FFF) said on Tuesday. https://t.co/wk89QIaPSQ
— Reuters Sports (@ReutersSports) May 31, 2022
Frakkar mæta Dönum á Stade de France í Þjóðadeildinni næstkomandi föstudag, en ekki er víst hvort Deschamps verði á hliðarlínunni í þeim leik. Guy Stephan, aðstoðarþjálfari liðsins, stjórnaði æfingunni í dag.
Franska liðið leikur fjóra leiki á ellefu dögum í þessum landsleikjaglugga. Ásamt því að mæta Dönum leikur liðið í tvígang gegn Króötum og einn leik gegn Austurríkismönnum.