„Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2022 09:00 Glódís Perla Viggósdóttir er á leið á sitt þriðja Evrópumót. vísir/bjarni Glódís Perla Viggósdóttir segir að ef til vill hafi leikmenn kvennalandsliðsins í fótbolta ekki alveg verið tilbúnir fyrir alla athyglina og pressuna á síðasta Evrópumóti. Miklar væntingar voru gerðar til landsliðsins fyrir EM 2017 og áhuginn á því hafði aldrei verið jafn mikill. En illa gekk á mótinu, Ísland tapaði öllum þremur leikjunum sínum og lenti í neðsta sæti síns riðils. En var pressan og athyglin of mikil fyrir íslenska liðið? „Það er svo erfitt að segja. Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á. En ég held við séum betur undirbúnar núna,“ sagði Glódís í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. Íslenska liðið er á leið á EM í Englandi í júlí. „Við erum með fleiri leikmenn sem eru í stóru umhverfi, í þessu á hverjum degi þannig að það að fara inn í stórmót verður ekkert svo frábrugðið því að spila í Meistaradeildinni eða deildunum sem við erum í. Ég held að munurinn verði svolítið þar. Það verður vonandi aðeins rólegri stemmning á hótelinu og afslappaðra heilt yfir.“ Klippa: Glódís um pressuna á síðasta EM Glódís segir samt að íslenska liðið vilji hafa pressu á sér og geri kannski mestu væntingarnar til sín sjálfar. „Klárlega og við setjum mikla pressu á okkur sjálfar og ætlum okkur að fara upp úr riðlinum. Við náðum því ekki síðast en það er klárlega markmiðið núna,“ sagði Glódís en Ísland er með Ítalíu, Belgíu og Frakklandi í riðli á EM. „Við áttum okkur samt á að þetta er ekki auðvelt verkefni eða auðvelt markmið sem við höfum sett okkur. Við erum í gífurlega sterkum riðli en höfum þróast ótrúlega sem lið og ég held við getum á góðum degi unnið leikina í riðlinum og komið okkur áfram. Og ef maður kemst upp úr riðlinum er þetta eiginlega nýtt mót.“ Klippa: Glódís um markmiðið á EM Glódís er á leið á sitt þriðja Evrópumót. Hún kom við sögu í þremur af fjórum leikjum Íslands á EM 2013 og lék svo hverja einustu mínútu í öllum þremur leikjunum á EM fyrir fimm árum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir „Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01 Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00 „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til landsliðsins fyrir EM 2017 og áhuginn á því hafði aldrei verið jafn mikill. En illa gekk á mótinu, Ísland tapaði öllum þremur leikjunum sínum og lenti í neðsta sæti síns riðils. En var pressan og athyglin of mikil fyrir íslenska liðið? „Það er svo erfitt að segja. Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á. En ég held við séum betur undirbúnar núna,“ sagði Glódís í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. Íslenska liðið er á leið á EM í Englandi í júlí. „Við erum með fleiri leikmenn sem eru í stóru umhverfi, í þessu á hverjum degi þannig að það að fara inn í stórmót verður ekkert svo frábrugðið því að spila í Meistaradeildinni eða deildunum sem við erum í. Ég held að munurinn verði svolítið þar. Það verður vonandi aðeins rólegri stemmning á hótelinu og afslappaðra heilt yfir.“ Klippa: Glódís um pressuna á síðasta EM Glódís segir samt að íslenska liðið vilji hafa pressu á sér og geri kannski mestu væntingarnar til sín sjálfar. „Klárlega og við setjum mikla pressu á okkur sjálfar og ætlum okkur að fara upp úr riðlinum. Við náðum því ekki síðast en það er klárlega markmiðið núna,“ sagði Glódís en Ísland er með Ítalíu, Belgíu og Frakklandi í riðli á EM. „Við áttum okkur samt á að þetta er ekki auðvelt verkefni eða auðvelt markmið sem við höfum sett okkur. Við erum í gífurlega sterkum riðli en höfum þróast ótrúlega sem lið og ég held við getum á góðum degi unnið leikina í riðlinum og komið okkur áfram. Og ef maður kemst upp úr riðlinum er þetta eiginlega nýtt mót.“ Klippa: Glódís um markmiðið á EM Glódís er á leið á sitt þriðja Evrópumót. Hún kom við sögu í þremur af fjórum leikjum Íslands á EM 2013 og lék svo hverja einustu mínútu í öllum þremur leikjunum á EM fyrir fimm árum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir „Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01 Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00 „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
„Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01
Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00
„Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01