Segir Ísland aldrei hafa átt jafn sterkt landslið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2022 09:01 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað með landsliðinu síðan 2007. Hún telur að það hafi sjaldan eða aldrei verið jafn gott og núna. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið hafi líklega aldrei verið jafn vel skipað og um þessar mundir. Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót á Englandi í júlí. Ísland tapaði öllum leikjunum sínum á EM 2009 og 2017 en komst í átta liða úrslit 2013. „Fyrsta stórmótið sem við fórum á, það var smá gleði að komast þangað. Maður lenti smá á vegg að spila við allar þessar stóru þjóðir. Sjálf var ég átján ára að spila við þessa stóru leikmenn. Eftirminnilegast var þegar við komust upp úr riðlinum. Það var ótrúlega stórt,“ sagði Sara í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM um miðjan apríl. Sara segir íslenska hópinn í dag mjög sterkan enda margir leikmenn liðsins á mála hjá öflugum liðum erlendis. „Svo sér maður þróunina á hópnum. Við höfum örugglega aldrei verið með svona marga atvinnumenn, hvað þá í svona ótrúlega sterkum liðum og deildum. Maður er ennþá spenntari fyrir þessu stórmóti, að sjá hvernig okkur muni ganga því við erum með frábæran hóp. Ég er ótrúlega bjartsýn fyrir þennan riðil. Hann er sterkur en ég held að við eigum möguleika á að komast upp úr honum. Þetta verður ótrúlega spennandi,“ sagði Sara. Klippa: Sara um styrk landsliðsins En hefur Ísland einhvern tímann átt jafn sterkt landslið og nú? „Eins og þróunin er núna held ég ekki. Bara það að við séum allar að spila á svona háu getustigi gefur liðinu ótrúlega mikið. Það gefur leikmönnum og liðinu sjálfstraust,“ svaraði Sara. „Líka hvernig landsliðið hefur spilað undanfarið og leikmennirnir sem hafa komið inn; margir X-faktorar sem við höfum þurft á að halda. Hópurinn er geggjaður og við eigum góða möguleika.“ Ísland er með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi í riðli á EM í Englandi sem hefst 6. júlí. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót á Englandi í júlí. Ísland tapaði öllum leikjunum sínum á EM 2009 og 2017 en komst í átta liða úrslit 2013. „Fyrsta stórmótið sem við fórum á, það var smá gleði að komast þangað. Maður lenti smá á vegg að spila við allar þessar stóru þjóðir. Sjálf var ég átján ára að spila við þessa stóru leikmenn. Eftirminnilegast var þegar við komust upp úr riðlinum. Það var ótrúlega stórt,“ sagði Sara í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM um miðjan apríl. Sara segir íslenska hópinn í dag mjög sterkan enda margir leikmenn liðsins á mála hjá öflugum liðum erlendis. „Svo sér maður þróunina á hópnum. Við höfum örugglega aldrei verið með svona marga atvinnumenn, hvað þá í svona ótrúlega sterkum liðum og deildum. Maður er ennþá spenntari fyrir þessu stórmóti, að sjá hvernig okkur muni ganga því við erum með frábæran hóp. Ég er ótrúlega bjartsýn fyrir þennan riðil. Hann er sterkur en ég held að við eigum möguleika á að komast upp úr honum. Þetta verður ótrúlega spennandi,“ sagði Sara. Klippa: Sara um styrk landsliðsins En hefur Ísland einhvern tímann átt jafn sterkt landslið og nú? „Eins og þróunin er núna held ég ekki. Bara það að við séum allar að spila á svona háu getustigi gefur liðinu ótrúlega mikið. Það gefur leikmönnum og liðinu sjálfstraust,“ svaraði Sara. „Líka hvernig landsliðið hefur spilað undanfarið og leikmennirnir sem hafa komið inn; margir X-faktorar sem við höfum þurft á að halda. Hópurinn er geggjaður og við eigum góða möguleika.“ Ísland er með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi í riðli á EM í Englandi sem hefst 6. júlí.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01
Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00