Patrik Sigurður ásakaður um svindl í Noregi: Gerir markið minna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 08:01 Patrik Sigurður Gunnarsson ver mark Viking í Noregi. Liðið situr sem stendur í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Twitter@vikingfotball Patrik Sigurður Gunnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands og aðalmarkvörður Viking í Noregi, hefur verið ásakaður um svindl með félagsliði sínu. Hann er talinn gera mark sitt vísvitandi minna er Viking leikur á heimavelli. Aftenbladet í Noregi greinir frá þessu og birtir myndir þessu til sönnunar. Þá ræddi blaðið einnig við Patrik Sigurð – sem nú er staddur með íslenska landsliðinu – um málið. „Þetta er ákveðin hefð sem ég geri fyrir leiki, þetta lætur mér líða vel. Ekkert meira en það að ég sparka aðeins í stangirnar,“ segir Patrik Sigurður. Samkvæmt Aftenbladet gerði Patrik Sigurður þó mun meira en það í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins gegn Jerv og HamKam. Eftir að aðstoðardómari leiksins hafði skoðað markið og samþykkt að allt væri með felldu þá ku markvörðurinn hafa fært báðar stangirnar örlítið inn á við. https://t.co/e8wRsJicgk— Aftenbladet.no (@StvAftenblad) May 30, 2022 Patrik segir það aldrei hafa verið ætlun sína að svindla. Þetta sé aðeins hefð eða hálfgerð hjátrú hjá honum. Bendir hann á hina ýmsu tilburði sem markverðir gera rétt áður en leikur hefst, hvort sem það er að slá í þverslá sína eða sparka í marksúlurnar. Markvörðurinn neitar því alfarið að þetta sé gert af ásettu ráði og bendir á að það sé innan verkahring dómara leiksins að staðfesta að ekkert sé að mörkunum. Erik Nevland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viking, segir málið líta illa út en persónulega hafði hann ekki tekið eftir þessu. „Þetta kemur á óvart. Það er erfitt fyrir mig að segja hvað er hefð og hvað er ekki. Það er samt ekki hægt að framkvæma hefðina ef hún breytir stærð marksins, það gengur ekki. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar um málið,“ sagði Nevland er Aftenbladet óskaði eftir skoðun hans. Nevland og Patrik sögðu þó báðir að markvörðurinn þyrfti að breyta hefð sinni þar sem þessi hefur áhrif á regluverk leiksins. Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
Aftenbladet í Noregi greinir frá þessu og birtir myndir þessu til sönnunar. Þá ræddi blaðið einnig við Patrik Sigurð – sem nú er staddur með íslenska landsliðinu – um málið. „Þetta er ákveðin hefð sem ég geri fyrir leiki, þetta lætur mér líða vel. Ekkert meira en það að ég sparka aðeins í stangirnar,“ segir Patrik Sigurður. Samkvæmt Aftenbladet gerði Patrik Sigurður þó mun meira en það í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins gegn Jerv og HamKam. Eftir að aðstoðardómari leiksins hafði skoðað markið og samþykkt að allt væri með felldu þá ku markvörðurinn hafa fært báðar stangirnar örlítið inn á við. https://t.co/e8wRsJicgk— Aftenbladet.no (@StvAftenblad) May 30, 2022 Patrik segir það aldrei hafa verið ætlun sína að svindla. Þetta sé aðeins hefð eða hálfgerð hjátrú hjá honum. Bendir hann á hina ýmsu tilburði sem markverðir gera rétt áður en leikur hefst, hvort sem það er að slá í þverslá sína eða sparka í marksúlurnar. Markvörðurinn neitar því alfarið að þetta sé gert af ásettu ráði og bendir á að það sé innan verkahring dómara leiksins að staðfesta að ekkert sé að mörkunum. Erik Nevland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viking, segir málið líta illa út en persónulega hafði hann ekki tekið eftir þessu. „Þetta kemur á óvart. Það er erfitt fyrir mig að segja hvað er hefð og hvað er ekki. Það er samt ekki hægt að framkvæma hefðina ef hún breytir stærð marksins, það gengur ekki. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar um málið,“ sagði Nevland er Aftenbladet óskaði eftir skoðun hans. Nevland og Patrik sögðu þó báðir að markvörðurinn þyrfti að breyta hefð sinni þar sem þessi hefur áhrif á regluverk leiksins.
Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn