City rétt að byrja á leikmannamarkaðnum Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 22:15 Frekari breytingar gætu orðið á leikmannahópi Englandsmeistaranna fyrir næstu leiktíð. Visionhaus/Getty Images Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, segir að félagið muni fá nokkra leikmenn til viðbótar í sumar. Þegar hefur City fest kaup á tveimur framherjum. City vann fjórða Englandsmeistaratitil sinn á fimm árum eftir dramatískan 3-2 sigur á Aston Villa í lokaumferð deildarinnar. Tap hefði þýtt að liðið myndi horfa á eftir titlinum í hendur Liverpool, sem er eina liðið utan City sem hefur unnið titilinn síðustu fimm árin. Manchester-liðið hefur þegar hafið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næstu leiktíð. Norski framherjinn Erling Braut Håland gekk í þeirra raðir frá Borussia Dortmund á rúmar 50 milljónir punda og þá kemur annar ungur framherji, Julián Álvarez, á 14 milljónir punda frá River Plate í heimalandi hans, Argentínu. „Við leitum eftir því að styrkja þau svæði sem þurfa á styrkingu að halda,“ er haft eftir Khaldoon Al-Mubarak á heimasíðu Manchester City. „Á hverri leiktíð vilja einhverjir leikmenn fara og við þurfum að hressa upp á hlutina. Við munum fá nokkra í viðbót. Við viljum ganga frá því eins fljótt og auðið er, en það er ekki alltaf undir okkar stjórn,“ bætti hann við. Fyrirliði liðsins, 37 ára gamli miðjumaðurinn Fernandinho, klárar samning sinn í sumar og fer til heimalands síns Brasilíu. Breskir miðlar hafa sagt Kalvin Phillips, leikmann Leeds, vera ofarlega á lista City yfir menn til að fylla skarð hans. Landi Fernandinho, framherjinn Gabriel Jesus, er mögulega á förum og þá fyllti City ekki í skarð vinstri bakvarðarins Benjamins Mendy á síðustu leiktíð eftir að sá var handtekinn og ákærður fyrir nauðgun. Mubarak vildi þá lítið tjá sig um samningsmál Pep Guardiola, stjóra liðsins, en hann á ár eftir af samningi sínum við liðið. Í viðtalinu hrósaði hann Guardiola í hástert fyrir starf sitt hjá félaginu og segir að samtalið um framlengingu muni bíða rétts tímapunkts. Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
City vann fjórða Englandsmeistaratitil sinn á fimm árum eftir dramatískan 3-2 sigur á Aston Villa í lokaumferð deildarinnar. Tap hefði þýtt að liðið myndi horfa á eftir titlinum í hendur Liverpool, sem er eina liðið utan City sem hefur unnið titilinn síðustu fimm árin. Manchester-liðið hefur þegar hafið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næstu leiktíð. Norski framherjinn Erling Braut Håland gekk í þeirra raðir frá Borussia Dortmund á rúmar 50 milljónir punda og þá kemur annar ungur framherji, Julián Álvarez, á 14 milljónir punda frá River Plate í heimalandi hans, Argentínu. „Við leitum eftir því að styrkja þau svæði sem þurfa á styrkingu að halda,“ er haft eftir Khaldoon Al-Mubarak á heimasíðu Manchester City. „Á hverri leiktíð vilja einhverjir leikmenn fara og við þurfum að hressa upp á hlutina. Við munum fá nokkra í viðbót. Við viljum ganga frá því eins fljótt og auðið er, en það er ekki alltaf undir okkar stjórn,“ bætti hann við. Fyrirliði liðsins, 37 ára gamli miðjumaðurinn Fernandinho, klárar samning sinn í sumar og fer til heimalands síns Brasilíu. Breskir miðlar hafa sagt Kalvin Phillips, leikmann Leeds, vera ofarlega á lista City yfir menn til að fylla skarð hans. Landi Fernandinho, framherjinn Gabriel Jesus, er mögulega á förum og þá fyllti City ekki í skarð vinstri bakvarðarins Benjamins Mendy á síðustu leiktíð eftir að sá var handtekinn og ákærður fyrir nauðgun. Mubarak vildi þá lítið tjá sig um samningsmál Pep Guardiola, stjóra liðsins, en hann á ár eftir af samningi sínum við liðið. Í viðtalinu hrósaði hann Guardiola í hástert fyrir starf sitt hjá félaginu og segir að samtalið um framlengingu muni bíða rétts tímapunkts.
Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira