Svindlaði á stelpunum okkar en fær ekki að mæta þeim aftur vegna ósættis Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 23:01 Amandine Henry í baráttu við Söru Björk Gunnarsdóttur á EM í Hollandi 2017 þar sem Henry fiskaði vítaspyrnu sem tryggði Frökkum 1-0 sigur. Getty/Dean Mouhtaropoulos Þrátt fyrir að hafa spilað og skorað í sigri Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir rúmri viku er Amandine Henry ekki í franska landsliðshópnum sem mætir Íslandi á EM í Englandi í sumar. Franski fjölmiðillinn L‘Equipe segir þetta ekki koma á óvart í ljósi sambandsins á milli Henry og landsliðsþjálfarans Corinne Diacre en stirt hefur verið á milli þeirra síðustu tvö ár og Henry sent þjálfaranum tóninn. Þar með verður ekkert af því að Henry mæti Íslandi aftur á EM líkt og á EM í Hollandi árið 2017, þegar hún dýfði sér eftirminnilega í grasið til þess að fiska vítaspyrnu fyrir Frakka. Úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný Brynjarsdóttir var liðsfélagi Henry um þetta leyti, hjá Portland Thorns, og sagði Henry síðar hafa viðurkennt að hafa svindlað. Auk Henry er Le Sommer sömuleiðis ekki í náðinni hjá franska landsliðsþjálfaranum og því ekki í 23 manna EM-hópnum sem tilkynntur var í dag. Le Sommer er liðsfélagi Henry og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og kom inn á í 3-1 sigrinum gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Samanlagt hafa þær Le Sommer og Henry spilað hátt í 300 landsleiki fyrir Frakka og skorað um hundrað mörk. Hamraoui ekki valin eftir árás og slagsmál Kheira Hamraoui, miðjumaður PSG, er heldur ekki í hópnum en hún hefur verið mikið í sviðsljósinu í vetur eftir að grímuklæddir menn réðust á hana fyrir utan heimili hennar í París í nóvember. L‘Equipe segir að slæmt samband Hamraoui við þær Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani, sem eru í franska hópnum, bitni auk þess á Hamraoui. Ísland og Frakkland mætast í lokaumferð riðlakeppninnar á EM, 18. júlí, á New York-leikvanginum í Rotherham. Franski hópurinn: Markmenn: Pauline Peyraud-Magnin (Juventus, ITA), Mylène Chavas (Bordeaux), Justine Lerond (Metz). Varnarmenn: Eve Périsset (Bordeaux), Marion Torrent (Montpellier), Griedge Mbock (OL), Wendie Renard (OL), Aïssatou Tounkara (Atlético de Madrid, ESP), Sakina Karchaoui (PSG), Selma Bacha (OL), Hawa Cissoko (West Ham, ENG). Miðjumenn: Charlotte Bilbault (Bordeaux), Kenza Dali (Everton, ANG), Sandie Toletti (Levante, ESP), Grace Geyoro (PSG), Ella Palis (Bordeaux). Sóknarmenn: Sandy Baltimore (PSG), Delphine Cascarino (OL), Kadidiatou Diani (PSG), Marie-Antoinette Katoto (PSG), Melvine Malard (OL), Clara Mateo (Paris FC), Ouleymata Sarr (Paris FC). EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Franski fjölmiðillinn L‘Equipe segir þetta ekki koma á óvart í ljósi sambandsins á milli Henry og landsliðsþjálfarans Corinne Diacre en stirt hefur verið á milli þeirra síðustu tvö ár og Henry sent þjálfaranum tóninn. Þar með verður ekkert af því að Henry mæti Íslandi aftur á EM líkt og á EM í Hollandi árið 2017, þegar hún dýfði sér eftirminnilega í grasið til þess að fiska vítaspyrnu fyrir Frakka. Úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný Brynjarsdóttir var liðsfélagi Henry um þetta leyti, hjá Portland Thorns, og sagði Henry síðar hafa viðurkennt að hafa svindlað. Auk Henry er Le Sommer sömuleiðis ekki í náðinni hjá franska landsliðsþjálfaranum og því ekki í 23 manna EM-hópnum sem tilkynntur var í dag. Le Sommer er liðsfélagi Henry og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og kom inn á í 3-1 sigrinum gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Samanlagt hafa þær Le Sommer og Henry spilað hátt í 300 landsleiki fyrir Frakka og skorað um hundrað mörk. Hamraoui ekki valin eftir árás og slagsmál Kheira Hamraoui, miðjumaður PSG, er heldur ekki í hópnum en hún hefur verið mikið í sviðsljósinu í vetur eftir að grímuklæddir menn réðust á hana fyrir utan heimili hennar í París í nóvember. L‘Equipe segir að slæmt samband Hamraoui við þær Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani, sem eru í franska hópnum, bitni auk þess á Hamraoui. Ísland og Frakkland mætast í lokaumferð riðlakeppninnar á EM, 18. júlí, á New York-leikvanginum í Rotherham. Franski hópurinn: Markmenn: Pauline Peyraud-Magnin (Juventus, ITA), Mylène Chavas (Bordeaux), Justine Lerond (Metz). Varnarmenn: Eve Périsset (Bordeaux), Marion Torrent (Montpellier), Griedge Mbock (OL), Wendie Renard (OL), Aïssatou Tounkara (Atlético de Madrid, ESP), Sakina Karchaoui (PSG), Selma Bacha (OL), Hawa Cissoko (West Ham, ENG). Miðjumenn: Charlotte Bilbault (Bordeaux), Kenza Dali (Everton, ANG), Sandie Toletti (Levante, ESP), Grace Geyoro (PSG), Ella Palis (Bordeaux). Sóknarmenn: Sandy Baltimore (PSG), Delphine Cascarino (OL), Kadidiatou Diani (PSG), Marie-Antoinette Katoto (PSG), Melvine Malard (OL), Clara Mateo (Paris FC), Ouleymata Sarr (Paris FC).
Markmenn: Pauline Peyraud-Magnin (Juventus, ITA), Mylène Chavas (Bordeaux), Justine Lerond (Metz). Varnarmenn: Eve Périsset (Bordeaux), Marion Torrent (Montpellier), Griedge Mbock (OL), Wendie Renard (OL), Aïssatou Tounkara (Atlético de Madrid, ESP), Sakina Karchaoui (PSG), Selma Bacha (OL), Hawa Cissoko (West Ham, ENG). Miðjumenn: Charlotte Bilbault (Bordeaux), Kenza Dali (Everton, ANG), Sandie Toletti (Levante, ESP), Grace Geyoro (PSG), Ella Palis (Bordeaux). Sóknarmenn: Sandy Baltimore (PSG), Delphine Cascarino (OL), Kadidiatou Diani (PSG), Marie-Antoinette Katoto (PSG), Melvine Malard (OL), Clara Mateo (Paris FC), Ouleymata Sarr (Paris FC).
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira