Svindlaði á stelpunum okkar en fær ekki að mæta þeim aftur vegna ósættis Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 23:01 Amandine Henry í baráttu við Söru Björk Gunnarsdóttur á EM í Hollandi 2017 þar sem Henry fiskaði vítaspyrnu sem tryggði Frökkum 1-0 sigur. Getty/Dean Mouhtaropoulos Þrátt fyrir að hafa spilað og skorað í sigri Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir rúmri viku er Amandine Henry ekki í franska landsliðshópnum sem mætir Íslandi á EM í Englandi í sumar. Franski fjölmiðillinn L‘Equipe segir þetta ekki koma á óvart í ljósi sambandsins á milli Henry og landsliðsþjálfarans Corinne Diacre en stirt hefur verið á milli þeirra síðustu tvö ár og Henry sent þjálfaranum tóninn. Þar með verður ekkert af því að Henry mæti Íslandi aftur á EM líkt og á EM í Hollandi árið 2017, þegar hún dýfði sér eftirminnilega í grasið til þess að fiska vítaspyrnu fyrir Frakka. Úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný Brynjarsdóttir var liðsfélagi Henry um þetta leyti, hjá Portland Thorns, og sagði Henry síðar hafa viðurkennt að hafa svindlað. Auk Henry er Le Sommer sömuleiðis ekki í náðinni hjá franska landsliðsþjálfaranum og því ekki í 23 manna EM-hópnum sem tilkynntur var í dag. Le Sommer er liðsfélagi Henry og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og kom inn á í 3-1 sigrinum gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Samanlagt hafa þær Le Sommer og Henry spilað hátt í 300 landsleiki fyrir Frakka og skorað um hundrað mörk. Hamraoui ekki valin eftir árás og slagsmál Kheira Hamraoui, miðjumaður PSG, er heldur ekki í hópnum en hún hefur verið mikið í sviðsljósinu í vetur eftir að grímuklæddir menn réðust á hana fyrir utan heimili hennar í París í nóvember. L‘Equipe segir að slæmt samband Hamraoui við þær Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani, sem eru í franska hópnum, bitni auk þess á Hamraoui. Ísland og Frakkland mætast í lokaumferð riðlakeppninnar á EM, 18. júlí, á New York-leikvanginum í Rotherham. Franski hópurinn: Markmenn: Pauline Peyraud-Magnin (Juventus, ITA), Mylène Chavas (Bordeaux), Justine Lerond (Metz). Varnarmenn: Eve Périsset (Bordeaux), Marion Torrent (Montpellier), Griedge Mbock (OL), Wendie Renard (OL), Aïssatou Tounkara (Atlético de Madrid, ESP), Sakina Karchaoui (PSG), Selma Bacha (OL), Hawa Cissoko (West Ham, ENG). Miðjumenn: Charlotte Bilbault (Bordeaux), Kenza Dali (Everton, ANG), Sandie Toletti (Levante, ESP), Grace Geyoro (PSG), Ella Palis (Bordeaux). Sóknarmenn: Sandy Baltimore (PSG), Delphine Cascarino (OL), Kadidiatou Diani (PSG), Marie-Antoinette Katoto (PSG), Melvine Malard (OL), Clara Mateo (Paris FC), Ouleymata Sarr (Paris FC). EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Sjá meira
Franski fjölmiðillinn L‘Equipe segir þetta ekki koma á óvart í ljósi sambandsins á milli Henry og landsliðsþjálfarans Corinne Diacre en stirt hefur verið á milli þeirra síðustu tvö ár og Henry sent þjálfaranum tóninn. Þar með verður ekkert af því að Henry mæti Íslandi aftur á EM líkt og á EM í Hollandi árið 2017, þegar hún dýfði sér eftirminnilega í grasið til þess að fiska vítaspyrnu fyrir Frakka. Úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný Brynjarsdóttir var liðsfélagi Henry um þetta leyti, hjá Portland Thorns, og sagði Henry síðar hafa viðurkennt að hafa svindlað. Auk Henry er Le Sommer sömuleiðis ekki í náðinni hjá franska landsliðsþjálfaranum og því ekki í 23 manna EM-hópnum sem tilkynntur var í dag. Le Sommer er liðsfélagi Henry og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og kom inn á í 3-1 sigrinum gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Samanlagt hafa þær Le Sommer og Henry spilað hátt í 300 landsleiki fyrir Frakka og skorað um hundrað mörk. Hamraoui ekki valin eftir árás og slagsmál Kheira Hamraoui, miðjumaður PSG, er heldur ekki í hópnum en hún hefur verið mikið í sviðsljósinu í vetur eftir að grímuklæddir menn réðust á hana fyrir utan heimili hennar í París í nóvember. L‘Equipe segir að slæmt samband Hamraoui við þær Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani, sem eru í franska hópnum, bitni auk þess á Hamraoui. Ísland og Frakkland mætast í lokaumferð riðlakeppninnar á EM, 18. júlí, á New York-leikvanginum í Rotherham. Franski hópurinn: Markmenn: Pauline Peyraud-Magnin (Juventus, ITA), Mylène Chavas (Bordeaux), Justine Lerond (Metz). Varnarmenn: Eve Périsset (Bordeaux), Marion Torrent (Montpellier), Griedge Mbock (OL), Wendie Renard (OL), Aïssatou Tounkara (Atlético de Madrid, ESP), Sakina Karchaoui (PSG), Selma Bacha (OL), Hawa Cissoko (West Ham, ENG). Miðjumenn: Charlotte Bilbault (Bordeaux), Kenza Dali (Everton, ANG), Sandie Toletti (Levante, ESP), Grace Geyoro (PSG), Ella Palis (Bordeaux). Sóknarmenn: Sandy Baltimore (PSG), Delphine Cascarino (OL), Kadidiatou Diani (PSG), Marie-Antoinette Katoto (PSG), Melvine Malard (OL), Clara Mateo (Paris FC), Ouleymata Sarr (Paris FC).
Markmenn: Pauline Peyraud-Magnin (Juventus, ITA), Mylène Chavas (Bordeaux), Justine Lerond (Metz). Varnarmenn: Eve Périsset (Bordeaux), Marion Torrent (Montpellier), Griedge Mbock (OL), Wendie Renard (OL), Aïssatou Tounkara (Atlético de Madrid, ESP), Sakina Karchaoui (PSG), Selma Bacha (OL), Hawa Cissoko (West Ham, ENG). Miðjumenn: Charlotte Bilbault (Bordeaux), Kenza Dali (Everton, ANG), Sandie Toletti (Levante, ESP), Grace Geyoro (PSG), Ella Palis (Bordeaux). Sóknarmenn: Sandy Baltimore (PSG), Delphine Cascarino (OL), Kadidiatou Diani (PSG), Marie-Antoinette Katoto (PSG), Melvine Malard (OL), Clara Mateo (Paris FC), Ouleymata Sarr (Paris FC).
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Sjá meira