Bjarki Steinn Bjarkason, kantmaður ítalska liðsins Venezia, hefur verið kallaður inn í stað Hólmberts en þetta staðfesti Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, við 433.is.
Breyting á hóp A karla
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2022
Inn: Bjarki Steinn Bjarkason
Út: Hólmbert Aron Friðjónsson#fyririsland pic.twitter.com/xCj1t0wnY8
Bjarki er 22 ára gamall og hefur ekki leikið fyrir A-landsliðið en á að baki 10 leiki fyrir U21-landsliðið og alls 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Þessi fyrrverandi leikmaður Aftureldingar og ÍA lék sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni í vetur þegar hann kom inn á undir lok leiks gegn AC Milan í janúar. Hann lék svo sem lánsmaður með Catanzaro í C-deildinni seinni hluta leiktíðarinnar.
Hólmbert, sem er 29 ára, hefur skorað tvö mörk fyrir Lilleström í norsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Hann lék síðast landsleik 31. mars á síðasta ári og á að baki sex A-landsleiki en ekki liggur fyrir hvers vegna hann dró sig úr landsliðshópnum núna.