Vísur Vatnsenda-Rósu í Flamenco kjól Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 30. maí 2022 14:31 Vísur Vatnsenda-Rósu eins og þú hefur eflaust aldrei séð þær áður. Ný útgáfa af Vísum Vatnsenda-Rósu er að vekja athygli. Reynir Hauksson, íslenskur Flamenco gítarleikari búsettur í Madríd, tók upp myndband við lagið þekkta ásamt einum af fremstu Flamenco-gítarleikurum heims. „Innblásturinn kom af mínum samstarfi við Flamenco gítarleikarann Jeronimo Maya en hann er einn allra fremsti gítarleikari heims. Við höfum verið að spila saman þennan veturinn en ég hef verið búsettur í Madrid,“ segir Reynir í samtali við Lífið um innblásturinn að myndbandinu. „Það kom frekar náttúrulega fram hjá okkur að blanda saman þessum tveimur menningarheimum, ég verandi íslenskur og hann verandi úr Flamenco - Sígauna fjölskyldu hérna á Spáni. Vísur Vatnsenda-Rósu smullu vel að Flamenco stílnum, einnig er þetta ein af fallegri laglíum veraldar og merkilegt er að fólk hérna á Spáni sem heyrir lagið fær það strax á heilann.“ Þeir sem tóku upp myndbandið eru fjöllistamennirnir Levent Karatas og Victor Varas sem kalla sig Artemulti. „Við fundum fallegan stað hérna miðsvæðis sem heitir Espacio Ronda sem rekinn er af vinafólki Jeronimo. Salurinn hentaði fullkomlega uppá lýsingu og andrúmsloft. Kóregrafían við dansinn í myndbandinu er gerður af dansskóla Alicia Alonso og Flamenco dansarinn Daniel Caballero kemur fram í myndbandinu. Þau fengu þýðingu mína á ljóðinu og túlka þessar tregafullu ástir í dansinum, enda fáir dansar eins tilfinningaríkir og Flamencodans og því hentar það vel.“ Klippa: Vísur Vatnsenda-Rósu - Jeronimo Maya & Reynir del Norte Hópurinn er á leið til Íslands til að halda Flamenco sýningar 1.-4. júní og þar verður lagið spilað en miðasala er hafin á TIX. „Þar komum við Jeronimo Maya fram ásamt Flamenco dansaranum Daniel Caballero, söngvaranum Miguel Jimenez og slagverksleikararnum Einari Scheving.“ Tónlist Spánn Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Innblásturinn kom af mínum samstarfi við Flamenco gítarleikarann Jeronimo Maya en hann er einn allra fremsti gítarleikari heims. Við höfum verið að spila saman þennan veturinn en ég hef verið búsettur í Madrid,“ segir Reynir í samtali við Lífið um innblásturinn að myndbandinu. „Það kom frekar náttúrulega fram hjá okkur að blanda saman þessum tveimur menningarheimum, ég verandi íslenskur og hann verandi úr Flamenco - Sígauna fjölskyldu hérna á Spáni. Vísur Vatnsenda-Rósu smullu vel að Flamenco stílnum, einnig er þetta ein af fallegri laglíum veraldar og merkilegt er að fólk hérna á Spáni sem heyrir lagið fær það strax á heilann.“ Þeir sem tóku upp myndbandið eru fjöllistamennirnir Levent Karatas og Victor Varas sem kalla sig Artemulti. „Við fundum fallegan stað hérna miðsvæðis sem heitir Espacio Ronda sem rekinn er af vinafólki Jeronimo. Salurinn hentaði fullkomlega uppá lýsingu og andrúmsloft. Kóregrafían við dansinn í myndbandinu er gerður af dansskóla Alicia Alonso og Flamenco dansarinn Daniel Caballero kemur fram í myndbandinu. Þau fengu þýðingu mína á ljóðinu og túlka þessar tregafullu ástir í dansinum, enda fáir dansar eins tilfinningaríkir og Flamencodans og því hentar það vel.“ Klippa: Vísur Vatnsenda-Rósu - Jeronimo Maya & Reynir del Norte Hópurinn er á leið til Íslands til að halda Flamenco sýningar 1.-4. júní og þar verður lagið spilað en miðasala er hafin á TIX. „Þar komum við Jeronimo Maya fram ásamt Flamenco dansaranum Daniel Caballero, söngvaranum Miguel Jimenez og slagverksleikararnum Einari Scheving.“
Tónlist Spánn Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira