Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. maí 2022 08:01 Lögreglumaður úðar táragasi á stuðningsmann Liverpool sem svarar með því að sýna honum fingurinn. Matthias Hangst/Getty Images Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. Liverpool og Real Madrid áttust þá við í stærsta leik ársins þar sem Madrídingar fögnuðu sínum fjórtánda Evrópumeistaratitli í sögunni eftir 1-0 sigur. Þrátt fyrir að leikurinn hafi að mestu farið friðsamlega fram og verið hin mesta skemmtun þá er aðra sögu að segja af því sem gekk á fyrir utan leikvanginn áður en leikurinn hófst. Gríðarlega langar raðir mynduðust fyrir utan völlinn, einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjótast inn á leikvanginn og lögregla beitti táragasi á stuðningsmenn Liverpool. Af þessum sökum tafðist leikurinn umtalsvert. Upphaflega átti hann að hefjast klukkan 19:00 en þar sem að stór hluti stuðningsmanna Liverpool hafði ekki enn komist í stúkuna var honum seinkað um 36 mínútur. Upphaflega útskýring evrópska knattspyrnusambandsins UEFA á seinkuninni var sú að stuðningsmenn Liverpool höfðu ekki skilað sér á völlinn á tilsettum tíma. Samkvæmt UEFA var leiknum seinkað vegna þess að stuðningsmenn Liverpool skiluðu sér ekki á völlinn á tilsettum tíma.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Ef marka má hinar ýmsu færslur á samfélagsmiðlinum Twitter þá var það hins vegar alls ekki raunin. Margir stuðningsmenn Liverpool voru mættir tveimur til þremur tímum fyrir leik, en biðu enn í röð þegar klukkan sló sjö og upphaflegi leiktíminn gekk í garð. Á Twitter má sjá marga fótboltaspekúlanta tala um algjört skipulagsleysi af hálfu UEFA og þegar þessir blóðheitu stuðningsmenn Liverpool reyndu að komast inn á völlinn greip lögrelan á svæðinu til þess ráðs að beita piparúða eða táragasi til að róa lýðinn. Liverpool fans have been teargassed by French police outside the stadium. #UCLfinal pic.twitter.com/6Pa5hK7thm— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 28, 2022 UEFA hefur hins vegar svarað þessum ásökunum um algjört skipulagsleysi og segir að snúningshliðin sem fólk fer í gegnum á leið sinni á völlinn hafi stíflast sökum þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool hafi reynt að nota falsaða miða. „Áður en leikurinn hófst stífluðust snúningshliðin þar sem stuðningsmenn Liverpool gengu inn vegna þess að þúsundir stuðningsmanna höfðu keypt falsaða miða sem virkuðu ekki í hliðunum,“ stóð í yfirlýsingu UEFA. „Þetta varð til þess að stuðningsmönnum sem voru að reyna að komast inn fjölgaði gífurlega og sökum þess var leiknum seinkað um 35 mínútur til að hleypa eins mörgum stuðningsmönnum með alvöru miða og hægt var inn á völlinn.“ „Þegar fjöldi stuðningsmanna hélt áfram að aukast eftir að leikurinn hófst notaði lögreglan táragas til að dreifa mannfjöldanum og þvinga hann frá leikvangnum.“ „UEFA finnur til með þeim sem urðu fyrir þessum atburðum og mun skoða þetta mál nánar með frönsku lögreglunni og yfirvöldum, sem og franska knattspyrnusambandinu.“ Hundreds of fans pouring through Gate Y just now. Presumably all have tickets. You can taste the tear gas in the air. #UCLfinal pic.twitter.com/tbLzVVUJ8h— Matt Pearson (@thisismpearson) May 28, 2022 Knattspyrnufélagið Liverpool sendi svo frá sér sína eigin tilkynningu á meðan leik stóð þar sem kallað var eftir formlegri rannsókn á því sem fór úrskeiðis. Á opinberri heimasíðu félagsins birtist stuttorð yfirlýsing þar sem Liverpool lýsir vonbrigðum sínum yfir því hvernig tekið var á málunum og kallar svo eftir formlegri rannsókn. „Við höfum formlega óskað eftir rannsókn á orsökum þessara óviðunandi mála,“ segir í yfirlýsingunni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Liverpool og Real Madrid áttust þá við í stærsta leik ársins þar sem Madrídingar fögnuðu sínum fjórtánda Evrópumeistaratitli í sögunni eftir 1-0 sigur. Þrátt fyrir að leikurinn hafi að mestu farið friðsamlega fram og verið hin mesta skemmtun þá er aðra sögu að segja af því sem gekk á fyrir utan leikvanginn áður en leikurinn hófst. Gríðarlega langar raðir mynduðust fyrir utan völlinn, einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjótast inn á leikvanginn og lögregla beitti táragasi á stuðningsmenn Liverpool. Af þessum sökum tafðist leikurinn umtalsvert. Upphaflega átti hann að hefjast klukkan 19:00 en þar sem að stór hluti stuðningsmanna Liverpool hafði ekki enn komist í stúkuna var honum seinkað um 36 mínútur. Upphaflega útskýring evrópska knattspyrnusambandsins UEFA á seinkuninni var sú að stuðningsmenn Liverpool höfðu ekki skilað sér á völlinn á tilsettum tíma. Samkvæmt UEFA var leiknum seinkað vegna þess að stuðningsmenn Liverpool skiluðu sér ekki á völlinn á tilsettum tíma.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Ef marka má hinar ýmsu færslur á samfélagsmiðlinum Twitter þá var það hins vegar alls ekki raunin. Margir stuðningsmenn Liverpool voru mættir tveimur til þremur tímum fyrir leik, en biðu enn í röð þegar klukkan sló sjö og upphaflegi leiktíminn gekk í garð. Á Twitter má sjá marga fótboltaspekúlanta tala um algjört skipulagsleysi af hálfu UEFA og þegar þessir blóðheitu stuðningsmenn Liverpool reyndu að komast inn á völlinn greip lögrelan á svæðinu til þess ráðs að beita piparúða eða táragasi til að róa lýðinn. Liverpool fans have been teargassed by French police outside the stadium. #UCLfinal pic.twitter.com/6Pa5hK7thm— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 28, 2022 UEFA hefur hins vegar svarað þessum ásökunum um algjört skipulagsleysi og segir að snúningshliðin sem fólk fer í gegnum á leið sinni á völlinn hafi stíflast sökum þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool hafi reynt að nota falsaða miða. „Áður en leikurinn hófst stífluðust snúningshliðin þar sem stuðningsmenn Liverpool gengu inn vegna þess að þúsundir stuðningsmanna höfðu keypt falsaða miða sem virkuðu ekki í hliðunum,“ stóð í yfirlýsingu UEFA. „Þetta varð til þess að stuðningsmönnum sem voru að reyna að komast inn fjölgaði gífurlega og sökum þess var leiknum seinkað um 35 mínútur til að hleypa eins mörgum stuðningsmönnum með alvöru miða og hægt var inn á völlinn.“ „Þegar fjöldi stuðningsmanna hélt áfram að aukast eftir að leikurinn hófst notaði lögreglan táragas til að dreifa mannfjöldanum og þvinga hann frá leikvangnum.“ „UEFA finnur til með þeim sem urðu fyrir þessum atburðum og mun skoða þetta mál nánar með frönsku lögreglunni og yfirvöldum, sem og franska knattspyrnusambandinu.“ Hundreds of fans pouring through Gate Y just now. Presumably all have tickets. You can taste the tear gas in the air. #UCLfinal pic.twitter.com/tbLzVVUJ8h— Matt Pearson (@thisismpearson) May 28, 2022 Knattspyrnufélagið Liverpool sendi svo frá sér sína eigin tilkynningu á meðan leik stóð þar sem kallað var eftir formlegri rannsókn á því sem fór úrskeiðis. Á opinberri heimasíðu félagsins birtist stuttorð yfirlýsing þar sem Liverpool lýsir vonbrigðum sínum yfir því hvernig tekið var á málunum og kallar svo eftir formlegri rannsókn. „Við höfum formlega óskað eftir rannsókn á orsökum þessara óviðunandi mála,“ segir í yfirlýsingunni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti