Meyr eftir kveðjuleikinn: „Brotnaði lúmskt niður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2022 18:18 Einar Þorsteinn Ólafsson kveður Val sem þrefaldur meistari. vísir/Hulda Margrét Einar Þorsteinn Ólafsson lék sinn síðasta leik fyrir Val þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV, 30-31, í Eyjum. Einar er á förum til Fredericia í Danmörku. „Maður gaf allt í þetta og ég er ekkert eðlilega ánægður. Mér gæti ekki liðið betur en að klára tímabilið svona,“ sagði Einar við Vísi í leikslok. Valur vann alla titlana sem í boði voru á tímabilinu og komst þannig í fámennan hóp liða sem hafa unnið þrennuna svokölluðu. „Við gefum aldrei eftir. Til að vinna svona marga titla verður viðmiðið að vera hátt á hverri æfingu og í hverjum leik,“ sagði Einar. Valur vann tíu marka sigur á ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígisins en næstu þrír leikir voru hnífjafnir. „Þegar þeir eru með þessa stemmningu með sér eru þeir svo ótrúlega góðir. Þeir vinna svo vel saman með línumönnunum og eru með frábæra leikmenn. Ég veit ekki alveg hvað skildi að. Við áttum bara smá eftir í lokin,“ sagði Einar. „Við byrjuðum oft vel í leikjum og náðum forskoti en annars munaði svo litlu.“ Einar segir að ekki hafi verið hægt að kveðja Val á betri hátt en þetta. „Eins og ég sagði er ég ótrúlega ánægður. Þetta hefði ekki getað endað betur. Ég er sérstaklega glaður, þetta er síðasti leikurinn minn og ég er mjög þakklátur fyrir allt,“ sagði Einar. „Ég brotnaði lúmskt niður. Ég hef aldrei fundið svona eftir titil. Ég hlakka til að fara í nýja liðið en þetta var bara frábært.“ Valur Olís-deild karla Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Sport Fleiri fréttir Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Sjá meira
„Maður gaf allt í þetta og ég er ekkert eðlilega ánægður. Mér gæti ekki liðið betur en að klára tímabilið svona,“ sagði Einar við Vísi í leikslok. Valur vann alla titlana sem í boði voru á tímabilinu og komst þannig í fámennan hóp liða sem hafa unnið þrennuna svokölluðu. „Við gefum aldrei eftir. Til að vinna svona marga titla verður viðmiðið að vera hátt á hverri æfingu og í hverjum leik,“ sagði Einar. Valur vann tíu marka sigur á ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígisins en næstu þrír leikir voru hnífjafnir. „Þegar þeir eru með þessa stemmningu með sér eru þeir svo ótrúlega góðir. Þeir vinna svo vel saman með línumönnunum og eru með frábæra leikmenn. Ég veit ekki alveg hvað skildi að. Við áttum bara smá eftir í lokin,“ sagði Einar. „Við byrjuðum oft vel í leikjum og náðum forskoti en annars munaði svo litlu.“ Einar segir að ekki hafi verið hægt að kveðja Val á betri hátt en þetta. „Eins og ég sagði er ég ótrúlega ánægður. Þetta hefði ekki getað endað betur. Ég er sérstaklega glaður, þetta er síðasti leikurinn minn og ég er mjög þakklátur fyrir allt,“ sagði Einar. „Ég brotnaði lúmskt niður. Ég hef aldrei fundið svona eftir titil. Ég hlakka til að fara í nýja liðið en þetta var bara frábært.“
Valur Olís-deild karla Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Sport Fleiri fréttir Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Sjá meira