Stade de France fær nýtt gras fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 23:15 Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á glænýju grasi annað kvöld. Nick Potts/PA Images via Getty Images Vallarstarfsmenn á Stade de France hafa í vikunni unnið hörðum höndum að því að leggja nýtt gras á völlinn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer þar fram annað kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Sankti Pétursborg í Rússlandi, en eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar var ákveðið að færa leikinn til Parísar. Grasið var ræktað í grennd við Barcelona á Spáni og flutt þaðan til höfuðborgar Frakklands. Vallarstarfsmenn á Stade de France unnu svo linnulaust í tvo sólarhringa við að leggja grasið á þennan 80.000 manna völl. Flækjustigið við að klára þessa framkvæmd var mikið, enda voru um það bil 500 rúllur af grasi fluttar í 24 vörubílum frá Spáni til Frakklands í byrjun þessarar viku. Hver rúlla vegur á bilinu 750-1000 kg og þekur 18 fermetra. Líklega hefði verið hægt að einfalda verkið með því að hefjast handa fyrr, en það var ekki möguleiki vegna þess að síðastliðinn laugardag var franska hljómsveitin Indochine með tónleika á vellinum. Grasið sem áður var á vellinum var fjarlægt þann 8. maí, daginn eftir að úrslitaleikur frönsku bikarkeppninnar fór þar fram, og síðan þá hefur röð tónleika verið haldin á vellinum. Vallarstarfsmenn á Stade de France kláruðu að leggja grasið síðastliðið miðvikudagskvöld - alla 8.800 fermetrana. Eftir það þurfti að vökva og hlúa að grasinu, sem og að mála útlínur vallarins og öllu þessu þurfti að ljúka svo liðsmenn Real Madrid og Liverpool gætu æft á vellinum í dag fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer annað kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland UEFA Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Sankti Pétursborg í Rússlandi, en eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar var ákveðið að færa leikinn til Parísar. Grasið var ræktað í grennd við Barcelona á Spáni og flutt þaðan til höfuðborgar Frakklands. Vallarstarfsmenn á Stade de France unnu svo linnulaust í tvo sólarhringa við að leggja grasið á þennan 80.000 manna völl. Flækjustigið við að klára þessa framkvæmd var mikið, enda voru um það bil 500 rúllur af grasi fluttar í 24 vörubílum frá Spáni til Frakklands í byrjun þessarar viku. Hver rúlla vegur á bilinu 750-1000 kg og þekur 18 fermetra. Líklega hefði verið hægt að einfalda verkið með því að hefjast handa fyrr, en það var ekki möguleiki vegna þess að síðastliðinn laugardag var franska hljómsveitin Indochine með tónleika á vellinum. Grasið sem áður var á vellinum var fjarlægt þann 8. maí, daginn eftir að úrslitaleikur frönsku bikarkeppninnar fór þar fram, og síðan þá hefur röð tónleika verið haldin á vellinum. Vallarstarfsmenn á Stade de France kláruðu að leggja grasið síðastliðið miðvikudagskvöld - alla 8.800 fermetrana. Eftir það þurfti að vökva og hlúa að grasinu, sem og að mála útlínur vallarins og öllu þessu þurfti að ljúka svo liðsmenn Real Madrid og Liverpool gætu æft á vellinum í dag fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer annað kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland UEFA Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira