Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. maí 2022 06:01 Klara Elíasdóttir er þakklát Þjóðhátíðarnefnd fyrir að fá þetta tækifæri. Michael Clifford Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. Klara, sem heitir fullu nafni Klara Ósk Elíasdóttir, hefur starfað sem söngkona síðan í menntaskóla og flutti aftur heim til Íslands í heimsfaraldrinum eftir að búa og starfa í Los Angeles í nokkur ár. Hún vinnur nú að útgáfu nýrrar plötu sem kemur út á næstu mánuðum. „Lagið heitir Eyjanótt. Ég samdi lagið með Ölmu Guðmundsdóttur og James Wong sá um upptökustjórn ásamt mér. Við tókum upp lagið í LA og ég kláraði upptökur hérna heima líka,“ segir Klara í samtali við Lífið á Vísi. Lagið Eyjanótt kemur út 7. júní, tæpum tveimur mánuðum fyrir Þjóðhátíð í Eyjum. „Það skipti mig máli að ná að fanga nostalgíuna sem við upplifum þegar sumarið kemur aftur og fiðringinn í magann sem maður fær þegar maður labbar inn í dalinn í Vestmannaeyjum,“ segir hún um lagið. Eyjanótt er Þjóðhátíðarlagið í ár.Vísir/Helgi Ómars Mikilvægt að elska hverja mínútu „Þetta er söguleg þjóðhátíð á marga vegu en kannski helst því hún hefur ekki verið haldin í tvö ár. Mér fannst rétt að leyfa því að vera hluti af hjarta lagsins að síðustu tvö ár létu ekkert okkur ósnert. Því ef við höfum lært eitthvað á þessum skrítnu tímum er það að við vitum aldrei hvað morgundagurinn býður okkur og hvað það er mikilvægt að njóta augnabliksins og elska hverja mínútu með fólkinu okkar.“ Klara segir að ein lína úr laginu segi það best. „Ef þetta er síðasta nóttin sem við eigum hér, þá er mér sama svo lengi sem ég er með þér.” Vonar að fólk syngi hástöfum Næsta skref hjá Klöru er svo að taka upp tónlistarmyndband við lagið. „Myndbandið verður svo tekið upp í Eyjum í næstu viku þar sem ég réði Stellu Rósenkranz í að pródúsera og Sögu Sig í að leikstýra,“ segir Klara spennt. Myndbandið verður frumsýnt 10. júní. „Ég er þjóðhátíðarnefnd þakklát fyrir heiðurinn að fá að semja og flytja lagið í ár og ég vona innilega að fólk tengi við lagið og muni syngja hástöfum með mér þegar ég flyt það í dalnum í Eyjum fyrstu helgina í ágúst,“ segir Klara. Herjólfsdalur fyllist aftur af fólki á Þjóðhátíð í ár. Vísir/Vilhelm Flutti lagið Heim á Brekkusöngnum í fyrra Klara hefur starfað sem söngkona og lagahöfundur frá því hún var táningur og sló fyrst í gegn með hljómsveitinni NYLON. Fyrir þjóðhátíð á síðasta ári, ákvað Klara að gefa út lag til heiðurs Þjóðhátíð og íslenska sumrinu. Lagið Heim var hennar fyrsta lag á íslensku í meira en áratug en lagið samdi hún einnig með Ölmu sem samdi með henni lagið Eyjanótt. Lagið þeirra Heim sló í gegn síðasta sumar og var Klara fengin til að syngja það á Þjóðhátíð, á Brekkusöngnum sem fluttur var fyrir tómri brekku í Herjólfsdal vegna heimsfaraldursins. „Ég held að dalurinn og ég held að þessi eyja sé gædd einhverjum töfrum,“ sagði Klara um þessa hátíð í viðtali í Einkalífinu hér á Lífinu á Vísi í vor. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) „Lagið var alls ekki samið fyrir Þjóðhátíð, ég og Alma sömdum þetta fyrir auglýsingu,“ sagði Klara þá um lagið Heim. Lagið var því samið fyrir erlent fyrirtæki upprunalega. „Þannig að við sömdum lagið sem Þjóðhátíðarlag, ekki fyrir Þjóðhátíð.“ Klara tileinkaði lagið íslenskum tónlistarkonum, þar sem aðeins þrjár konur höfðu þá komið nálægt því að semja eða flytja opinber lög hátíðarinnar í sögunni. „Þegar maður hlustar á Þjóðhátíðarlög, þá er þetta eins og með jólalög. Þau verða alltaf betri og betri með árunum.“ Klara segir að það hafi verið merkileg tilfinning að flytja lagið á Brekkusöngnum. „Þrátt fyrir það að vera búin að vera að gera þetta í svona mörg ár og í öll þessi ár sem að við í NYLON vorum að syngja þá komum við aldrei fram sem band á Þjóðhátíð. Þannig að ég hafði aldrei upplifað þetta fyrr en í fyrra.“ Í ár fær hún svo að syngja eigið lag fyrir fullri brekku, opinbert Þjóðhátíðarlag ársins 2022. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hvirfilbylurinn Einar Bárðarsson Klara byrjaði að syngja snemma á lífsleiðinni. Hún söng inn á plötu í fyrsta skipti aðeins ellefu ára gömul. „Ég var rosalega ung þegar ég byrjaði að syngja opinberlega. Ég var tólf eða ellefu ára þegar ég söng í söngleik sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum, þetta var barnasýning sem hét Bugsy Malone,“ sagði Klara í þættinum um upphafið af ferlinum. „Svo greip lífið í taumana þegar ég var 18 ára og þá mætti Einar Bárðarson eins og hvirfilbylur inn í líf mitt.“ Klara Elíasdóttir söngkona talaði um ferilinn, ástina, lagasmíðar, Ísland, draumana, Nylon og margt fleira í Einkalífinu á Vísi.Vísir/Helgi Ómars Ævintýri lífs míns Í Einkalífinu rifjaði Klara meðal annars upp Nylon tímabilið. „Ég held að við höfum búið að því að hafa Einar og hver aðra. Því ef við hefðum ekki haft félagsskapinn af hver annarri og staðið svona þétt við bakið á hver annarri þá hefðum við komið aðeins öðruvísi út úr þessu. Þetta var svo mikil athygli og svo mikil pressa og mikið umtal,“ útskýrir Klara. „En þetta var auðvitað bara ævintýri lífs míns og er enn. Svona hófst ferillinn minn og ég hef ekkert gert neitt annað síðan.“ Þær komu fram á stærstu leikvöngum í Bretlandi eins og Wembley, fyrir framan þúsundir áhorfanda. Þær fengu að vera þær sjálfar hér heima og í Bretlandi, en Klara upplifði pressu eftir að hljómsveitin fór til Bandaríkjanna. Fann hamingjuna í heimsfaraldrinum Klara starfaði í mörg ár í Bandaríkjunum sem lagahöfundur og söngkona. Það var svo Covid-19 sem varð til þess að hún kom aftur til Íslands. „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig,“ sagði Klara um ástæðu þess að hún flutti heim. „Ég var búin að vera heima í ofboðslega stuttan tíma þegar ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara aftur til baka,“ sagði Klara um flutningana. Hún er ótrúlega þakklát fyrir þær viðtökur sem hún hefur fengið við nýju tónlistinni sinni. Klara Elias kom fyrst fram í sviðsljósið hér á landi með hljómsveitinni NYLON. Hún hefur á síðustu árum samið og gefið út lög eins og Heim, Champagne, Paralyzed og Reykjavíkurnætur. Hún hefur einnig samið mikið af tónlist fyrir aðra tónlistarmenn. Michael Clifford „Ég kom með einhverjar tvær ferðatöskur og hugsaði að ég yrði hérna í einhverja þrjá mánuði.“ Klara réði fólk til þess að pakka búslóðinni í LA og senda hana til Íslands. Fljótlega eftir flutningana fann Klara ástina þegar hún kynntist kærasta sínum, bardagaíþróttamanninum Jeremy Aclipen. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) „Ég fann nýtt líf, ég fann hamingjuna,“ segir Klara í þættinum um sambandið. „Við kynntumst stuttu eftir að ég flutti heim. Hann var alls ekki ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja, ég var flutt og búin að koma mér fyrir. Ég er með ofboðslega fullt og hamingjusamt hjarta.“ Hjörtun brotna eins Klara vinnur að nýrri plötu á íslensku og segir að lögin sem hún semji komi frá mjög persónulegum stað. „Þessi lög sem eru búin að koma út þau koma algjörlega frá blæðandi hjarta.“ Klara Elíasdóttir.Vísir/Helgi Ómars Eins og Klara hefur sagt frá áður í viðtali hér á Vísi samdi hún mikið af tónlist í mikilli ástarsorg fyrir nokkrum árum. „Það er auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel.“ Henni þykir einstaklega vænt um að heyra að fólk tengir við lögin og textana. „Eins ólík og við erum og eins ólík og sambönd eru, þá brotna hjörtun okkar öll eins.“ Viðtalið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni en hér fyrir neðan má hlusta á ábreiðu hennar af Justin Bieber laginu Anyone. Tónlist Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir „Auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel“ „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig.“ 26. apríl 2022 07:00 „Var eiginlega viss um að ég ætlaði ekkert að syngja aftur“ „Ég var roslega ung þegar ég byrjaði að syngja opinberlega. Ég var tólf eða ellefu ára þegar ég söng í söngleik sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum, þetta var barnasýning sem hét Bugsy Malone,“ segir Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur. 21. apríl 2022 12:57 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Klara, sem heitir fullu nafni Klara Ósk Elíasdóttir, hefur starfað sem söngkona síðan í menntaskóla og flutti aftur heim til Íslands í heimsfaraldrinum eftir að búa og starfa í Los Angeles í nokkur ár. Hún vinnur nú að útgáfu nýrrar plötu sem kemur út á næstu mánuðum. „Lagið heitir Eyjanótt. Ég samdi lagið með Ölmu Guðmundsdóttur og James Wong sá um upptökustjórn ásamt mér. Við tókum upp lagið í LA og ég kláraði upptökur hérna heima líka,“ segir Klara í samtali við Lífið á Vísi. Lagið Eyjanótt kemur út 7. júní, tæpum tveimur mánuðum fyrir Þjóðhátíð í Eyjum. „Það skipti mig máli að ná að fanga nostalgíuna sem við upplifum þegar sumarið kemur aftur og fiðringinn í magann sem maður fær þegar maður labbar inn í dalinn í Vestmannaeyjum,“ segir hún um lagið. Eyjanótt er Þjóðhátíðarlagið í ár.Vísir/Helgi Ómars Mikilvægt að elska hverja mínútu „Þetta er söguleg þjóðhátíð á marga vegu en kannski helst því hún hefur ekki verið haldin í tvö ár. Mér fannst rétt að leyfa því að vera hluti af hjarta lagsins að síðustu tvö ár létu ekkert okkur ósnert. Því ef við höfum lært eitthvað á þessum skrítnu tímum er það að við vitum aldrei hvað morgundagurinn býður okkur og hvað það er mikilvægt að njóta augnabliksins og elska hverja mínútu með fólkinu okkar.“ Klara segir að ein lína úr laginu segi það best. „Ef þetta er síðasta nóttin sem við eigum hér, þá er mér sama svo lengi sem ég er með þér.” Vonar að fólk syngi hástöfum Næsta skref hjá Klöru er svo að taka upp tónlistarmyndband við lagið. „Myndbandið verður svo tekið upp í Eyjum í næstu viku þar sem ég réði Stellu Rósenkranz í að pródúsera og Sögu Sig í að leikstýra,“ segir Klara spennt. Myndbandið verður frumsýnt 10. júní. „Ég er þjóðhátíðarnefnd þakklát fyrir heiðurinn að fá að semja og flytja lagið í ár og ég vona innilega að fólk tengi við lagið og muni syngja hástöfum með mér þegar ég flyt það í dalnum í Eyjum fyrstu helgina í ágúst,“ segir Klara. Herjólfsdalur fyllist aftur af fólki á Þjóðhátíð í ár. Vísir/Vilhelm Flutti lagið Heim á Brekkusöngnum í fyrra Klara hefur starfað sem söngkona og lagahöfundur frá því hún var táningur og sló fyrst í gegn með hljómsveitinni NYLON. Fyrir þjóðhátíð á síðasta ári, ákvað Klara að gefa út lag til heiðurs Þjóðhátíð og íslenska sumrinu. Lagið Heim var hennar fyrsta lag á íslensku í meira en áratug en lagið samdi hún einnig með Ölmu sem samdi með henni lagið Eyjanótt. Lagið þeirra Heim sló í gegn síðasta sumar og var Klara fengin til að syngja það á Þjóðhátíð, á Brekkusöngnum sem fluttur var fyrir tómri brekku í Herjólfsdal vegna heimsfaraldursins. „Ég held að dalurinn og ég held að þessi eyja sé gædd einhverjum töfrum,“ sagði Klara um þessa hátíð í viðtali í Einkalífinu hér á Lífinu á Vísi í vor. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) „Lagið var alls ekki samið fyrir Þjóðhátíð, ég og Alma sömdum þetta fyrir auglýsingu,“ sagði Klara þá um lagið Heim. Lagið var því samið fyrir erlent fyrirtæki upprunalega. „Þannig að við sömdum lagið sem Þjóðhátíðarlag, ekki fyrir Þjóðhátíð.“ Klara tileinkaði lagið íslenskum tónlistarkonum, þar sem aðeins þrjár konur höfðu þá komið nálægt því að semja eða flytja opinber lög hátíðarinnar í sögunni. „Þegar maður hlustar á Þjóðhátíðarlög, þá er þetta eins og með jólalög. Þau verða alltaf betri og betri með árunum.“ Klara segir að það hafi verið merkileg tilfinning að flytja lagið á Brekkusöngnum. „Þrátt fyrir það að vera búin að vera að gera þetta í svona mörg ár og í öll þessi ár sem að við í NYLON vorum að syngja þá komum við aldrei fram sem band á Þjóðhátíð. Þannig að ég hafði aldrei upplifað þetta fyrr en í fyrra.“ Í ár fær hún svo að syngja eigið lag fyrir fullri brekku, opinbert Þjóðhátíðarlag ársins 2022. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hvirfilbylurinn Einar Bárðarsson Klara byrjaði að syngja snemma á lífsleiðinni. Hún söng inn á plötu í fyrsta skipti aðeins ellefu ára gömul. „Ég var rosalega ung þegar ég byrjaði að syngja opinberlega. Ég var tólf eða ellefu ára þegar ég söng í söngleik sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum, þetta var barnasýning sem hét Bugsy Malone,“ sagði Klara í þættinum um upphafið af ferlinum. „Svo greip lífið í taumana þegar ég var 18 ára og þá mætti Einar Bárðarson eins og hvirfilbylur inn í líf mitt.“ Klara Elíasdóttir söngkona talaði um ferilinn, ástina, lagasmíðar, Ísland, draumana, Nylon og margt fleira í Einkalífinu á Vísi.Vísir/Helgi Ómars Ævintýri lífs míns Í Einkalífinu rifjaði Klara meðal annars upp Nylon tímabilið. „Ég held að við höfum búið að því að hafa Einar og hver aðra. Því ef við hefðum ekki haft félagsskapinn af hver annarri og staðið svona þétt við bakið á hver annarri þá hefðum við komið aðeins öðruvísi út úr þessu. Þetta var svo mikil athygli og svo mikil pressa og mikið umtal,“ útskýrir Klara. „En þetta var auðvitað bara ævintýri lífs míns og er enn. Svona hófst ferillinn minn og ég hef ekkert gert neitt annað síðan.“ Þær komu fram á stærstu leikvöngum í Bretlandi eins og Wembley, fyrir framan þúsundir áhorfanda. Þær fengu að vera þær sjálfar hér heima og í Bretlandi, en Klara upplifði pressu eftir að hljómsveitin fór til Bandaríkjanna. Fann hamingjuna í heimsfaraldrinum Klara starfaði í mörg ár í Bandaríkjunum sem lagahöfundur og söngkona. Það var svo Covid-19 sem varð til þess að hún kom aftur til Íslands. „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig,“ sagði Klara um ástæðu þess að hún flutti heim. „Ég var búin að vera heima í ofboðslega stuttan tíma þegar ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara aftur til baka,“ sagði Klara um flutningana. Hún er ótrúlega þakklát fyrir þær viðtökur sem hún hefur fengið við nýju tónlistinni sinni. Klara Elias kom fyrst fram í sviðsljósið hér á landi með hljómsveitinni NYLON. Hún hefur á síðustu árum samið og gefið út lög eins og Heim, Champagne, Paralyzed og Reykjavíkurnætur. Hún hefur einnig samið mikið af tónlist fyrir aðra tónlistarmenn. Michael Clifford „Ég kom með einhverjar tvær ferðatöskur og hugsaði að ég yrði hérna í einhverja þrjá mánuði.“ Klara réði fólk til þess að pakka búslóðinni í LA og senda hana til Íslands. Fljótlega eftir flutningana fann Klara ástina þegar hún kynntist kærasta sínum, bardagaíþróttamanninum Jeremy Aclipen. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) „Ég fann nýtt líf, ég fann hamingjuna,“ segir Klara í þættinum um sambandið. „Við kynntumst stuttu eftir að ég flutti heim. Hann var alls ekki ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja, ég var flutt og búin að koma mér fyrir. Ég er með ofboðslega fullt og hamingjusamt hjarta.“ Hjörtun brotna eins Klara vinnur að nýrri plötu á íslensku og segir að lögin sem hún semji komi frá mjög persónulegum stað. „Þessi lög sem eru búin að koma út þau koma algjörlega frá blæðandi hjarta.“ Klara Elíasdóttir.Vísir/Helgi Ómars Eins og Klara hefur sagt frá áður í viðtali hér á Vísi samdi hún mikið af tónlist í mikilli ástarsorg fyrir nokkrum árum. „Það er auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel.“ Henni þykir einstaklega vænt um að heyra að fólk tengir við lögin og textana. „Eins ólík og við erum og eins ólík og sambönd eru, þá brotna hjörtun okkar öll eins.“ Viðtalið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni en hér fyrir neðan má hlusta á ábreiðu hennar af Justin Bieber laginu Anyone.
Tónlist Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir „Auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel“ „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig.“ 26. apríl 2022 07:00 „Var eiginlega viss um að ég ætlaði ekkert að syngja aftur“ „Ég var roslega ung þegar ég byrjaði að syngja opinberlega. Ég var tólf eða ellefu ára þegar ég söng í söngleik sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum, þetta var barnasýning sem hét Bugsy Malone,“ segir Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur. 21. apríl 2022 12:57 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel“ „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig.“ 26. apríl 2022 07:00
„Var eiginlega viss um að ég ætlaði ekkert að syngja aftur“ „Ég var roslega ung þegar ég byrjaði að syngja opinberlega. Ég var tólf eða ellefu ára þegar ég söng í söngleik sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum, þetta var barnasýning sem hét Bugsy Malone,“ segir Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur. 21. apríl 2022 12:57