Ásdís verður bæjarstjóri Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 15:12 Ásdís Kristjánsdóttir er næsti bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Vilhelm Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, verður bæjarstjóri Kópavogs samkvæmt nýjum málefnasamningi flokksins við Framsókn. Þetta tilkynnti Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi, á blaðamannafundi í Gerðarsafni rétt í þessu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn héldu meirihluta sínum í bæjarstjórn Kópavogs. Oddvitar flokkanna kynntu málefnasamning flokkanna á blaðamannafundi klukkan 15 í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Orri mun skipa embætti formanns bæjarráðs. Þá mun embætti forseta bæjarstjórnar skiptast á milli flokkanna, þannig að hvor flokkur haldi embættinu helming kjörtímabils. Áttaviti til árangurs Yfirskrift málefnasamnings flokkanna er Áttaviti til árangurs. Í samningnum eru átta verkefni útlistuð sem flokkarnir ætla að leysa á kjörtímabilinu. Ásdís segir það markmið þeirra að leyfa bæjarbúum að fylgjast grannt með framvindu verkefnanna. Meðal helstu markmiða flokkanna er ábyrgð í fjármálum bæjarins og segir Ásdís að þeir sjái ýmis tækifæri til að skapa rými til að lækka álögur á bæjarbúa og fyrirtæki. Þá verði einungis stofnað til skuldsetningar sem snýr að arðbærum fjárfestingum. Ásdís segir að vanda verði vel til verka í skipulagsmálum, sérstaklega þegar kemur að kynningu verkefna og samráði við bæjarbúa. Hún segir bæinn munu setja markið hátt í skóla- og menntamálum. Meðal annars með því að stíga næsta skref í stafrænni þróun og fjárfesta í tækni og nýsköpun sem muni bæði bæta starfsumhverfi kennara og námsumhverfi barna. Ásdís segir meirihlutann vera með raunhæfar lausnir í leikskólavandanum. Hann verði leystur með heimgreiðslum og dagvistunarúrræðum. Samhliða því munu flokkarnir vinna að því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara til fá fleiri slíka til starfa. Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Þetta tilkynnti Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi, á blaðamannafundi í Gerðarsafni rétt í þessu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn héldu meirihluta sínum í bæjarstjórn Kópavogs. Oddvitar flokkanna kynntu málefnasamning flokkanna á blaðamannafundi klukkan 15 í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Orri mun skipa embætti formanns bæjarráðs. Þá mun embætti forseta bæjarstjórnar skiptast á milli flokkanna, þannig að hvor flokkur haldi embættinu helming kjörtímabils. Áttaviti til árangurs Yfirskrift málefnasamnings flokkanna er Áttaviti til árangurs. Í samningnum eru átta verkefni útlistuð sem flokkarnir ætla að leysa á kjörtímabilinu. Ásdís segir það markmið þeirra að leyfa bæjarbúum að fylgjast grannt með framvindu verkefnanna. Meðal helstu markmiða flokkanna er ábyrgð í fjármálum bæjarins og segir Ásdís að þeir sjái ýmis tækifæri til að skapa rými til að lækka álögur á bæjarbúa og fyrirtæki. Þá verði einungis stofnað til skuldsetningar sem snýr að arðbærum fjárfestingum. Ásdís segir að vanda verði vel til verka í skipulagsmálum, sérstaklega þegar kemur að kynningu verkefna og samráði við bæjarbúa. Hún segir bæinn munu setja markið hátt í skóla- og menntamálum. Meðal annars með því að stíga næsta skref í stafrænni þróun og fjárfesta í tækni og nýsköpun sem muni bæði bæta starfsumhverfi kennara og námsumhverfi barna. Ásdís segir meirihlutann vera með raunhæfar lausnir í leikskólavandanum. Hann verði leystur með heimgreiðslum og dagvistunarúrræðum. Samhliða því munu flokkarnir vinna að því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara til fá fleiri slíka til starfa.
Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira