Tárvotur Mourinho skrifar söguna í Rómarborg Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 10:30 Tilfinningarnar voru miklar hjá Mourinho í leikslok sem gat vart haldið aftur af tárunum. Justin Setterfield/Getty Images Ítalska liðið Roma vann í gærkvöld sinn fyrsta titil í 14 ár eftir 1-0 sigur á Feyenoord frá Hollandi í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. José Mourinho, stjóri Roma, gat vart haldið aftur af tárunum í leikslok og kveðst vera afar stoltur. Miðjumaðurinn Niccolo Zaniolo skoraði eina mark leiksins í gærkvöld á 32. mínútu er Roma vann 1-0 á Kombetare-vellinum í Tirana í Albaníu. Roma er því fyrsta liðið til að fagna sigri í Sambandsdeildinni sem sett var á laggirnar síðasta sumar. José Mourinho = first coach to win all three current men's UEFA club competitions @ASRomaEN | #UECLfinal pic.twitter.com/oWTixYE4cS— UEFA Europa Conference League (@europacnfleague) May 26, 2022 Þjálfari Zaniolo, José Mourinho, varð þá jafnframt fyrsti stjórinn til að vinna allar þrjár Evrópukeppnir UEFA. Mourinho vann UEFA-bikarinn með Porto árið 2003 og Meistaradeildina með liðinu ári síðar. Hann stýrði þá Inter Milan til sigurs í Meistaradeildinni 2010, Manchester United til Evrópudeildartitls 2017 og vann sinn fimmta Evróputitil með Roma í gærkvöld. Hann fagnaði þeim fimmta með viðeigandi hætti og reisti fimm fingur á loft er lokaflautið gall. „Þetta mun alltaf vera hluti af sögu Roma, en einni hluti af minni eigin. Mér var sagt að aðeins ég, Sir Alex Ferguson og Giovanni Trappattoni hafi unnið titla á þremur mismunandi áratugum. Mér líður eins og gömlum manni, en það er gott fyrir ferilinn minn.“ sagði Mourinho eftir leik. Fimm Evróputitlar hjá þeim gamla.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Liðið hafði þegar tryggt sér sæti í Evrópudeildarinnar að ári með því að lenda í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar í vor, sem varð ljóst eftir 3-0 sigur á Tórínó í lokaumferð deildarinnar. Mourinho segir sigurinn sögulegan, enda um fyrsta titil Roma að ræða í 14 ár, frá því að liðið vann ítalska bikarinn árið 2008, og fyrsta Evróputitil liðsins frá því að félagið vann Borgakeppni Evrópu árið 1961. „Það voru svo margir hlutir sem fóru í gegnum hausinn á mér, svo margir hlutir á sama tíma.“ sagði Mourinho er hann barðist við að halda aftur af tárunum. „Ég hef verið hjá Roma í ellefu mánuði og ég áttaði mig á augnablikinu sem ég mætti hvað það þýddi, þeir voru að bíða eftir þessu. Eins og ég sagði við strákana í klefanum í Tórínó, við gerðum það sem við þurftum að gera, að komast í Evrópudeildina. Við unnum frábæra vinnu allt tímabilið.“ „Þetta var hins vegar ekki vinna í kvöld, þetta var sagan skrifuð. Við þurftum að skrifa söguna. Við skrifuðum hana. Ég verð hér áfram á næsta tímabili, ekki spurning.“ sagði Mourinho. José Mourinho! La la la la la la la... José Mourinho la la la la la la la #ASRoma #UECLfinal pic.twitter.com/awuPHZEqfc— AS Roma (@OfficialASRoma) May 26, 2022 Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Miðjumaðurinn Niccolo Zaniolo skoraði eina mark leiksins í gærkvöld á 32. mínútu er Roma vann 1-0 á Kombetare-vellinum í Tirana í Albaníu. Roma er því fyrsta liðið til að fagna sigri í Sambandsdeildinni sem sett var á laggirnar síðasta sumar. José Mourinho = first coach to win all three current men's UEFA club competitions @ASRomaEN | #UECLfinal pic.twitter.com/oWTixYE4cS— UEFA Europa Conference League (@europacnfleague) May 26, 2022 Þjálfari Zaniolo, José Mourinho, varð þá jafnframt fyrsti stjórinn til að vinna allar þrjár Evrópukeppnir UEFA. Mourinho vann UEFA-bikarinn með Porto árið 2003 og Meistaradeildina með liðinu ári síðar. Hann stýrði þá Inter Milan til sigurs í Meistaradeildinni 2010, Manchester United til Evrópudeildartitls 2017 og vann sinn fimmta Evróputitil með Roma í gærkvöld. Hann fagnaði þeim fimmta með viðeigandi hætti og reisti fimm fingur á loft er lokaflautið gall. „Þetta mun alltaf vera hluti af sögu Roma, en einni hluti af minni eigin. Mér var sagt að aðeins ég, Sir Alex Ferguson og Giovanni Trappattoni hafi unnið titla á þremur mismunandi áratugum. Mér líður eins og gömlum manni, en það er gott fyrir ferilinn minn.“ sagði Mourinho eftir leik. Fimm Evróputitlar hjá þeim gamla.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Liðið hafði þegar tryggt sér sæti í Evrópudeildarinnar að ári með því að lenda í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar í vor, sem varð ljóst eftir 3-0 sigur á Tórínó í lokaumferð deildarinnar. Mourinho segir sigurinn sögulegan, enda um fyrsta titil Roma að ræða í 14 ár, frá því að liðið vann ítalska bikarinn árið 2008, og fyrsta Evróputitil liðsins frá því að félagið vann Borgakeppni Evrópu árið 1961. „Það voru svo margir hlutir sem fóru í gegnum hausinn á mér, svo margir hlutir á sama tíma.“ sagði Mourinho er hann barðist við að halda aftur af tárunum. „Ég hef verið hjá Roma í ellefu mánuði og ég áttaði mig á augnablikinu sem ég mætti hvað það þýddi, þeir voru að bíða eftir þessu. Eins og ég sagði við strákana í klefanum í Tórínó, við gerðum það sem við þurftum að gera, að komast í Evrópudeildina. Við unnum frábæra vinnu allt tímabilið.“ „Þetta var hins vegar ekki vinna í kvöld, þetta var sagan skrifuð. Við þurftum að skrifa söguna. Við skrifuðum hana. Ég verð hér áfram á næsta tímabili, ekki spurning.“ sagði Mourinho. José Mourinho! La la la la la la la... José Mourinho la la la la la la la #ASRoma #UECLfinal pic.twitter.com/awuPHZEqfc— AS Roma (@OfficialASRoma) May 26, 2022
Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29