Lið 6. umferðar í Bestu-deild kvenna | Sandra besti leikmaðurinn Atli Arason skrifar 25. maí 2022 19:31 Það fór ekkert framhjá Söndru Sigurðardóttur, markverði Vals. Vísir/Diego Bestu mörkin völdu úrvalslið sjöttu umferðarinnar í Bestu deildinni en leikkerfið 4-3-3 varð fyrir valinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er leikmaður umferðarinnar. Sandra átti frábæran leik í marki Vals í 0-1 útisigri liðsins gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Sandra átti nokkrar frábærar markvörslur og varði m.a. vítaspyrnu Melina Ayres á 82. mínútu sem gulltryggði sigur toppliðsins á Breiðablik. Liðsfélagar Söndru hjá Val, Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru í varnarlínunni en báðar áttu þær stóran þátt í að loka á sóknarleik Breiðabliks. Arna skoraði sigurmark leiksins. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, er við hlið Örnu í miðverðinum. Sóley átti öflugan leik þegar Þróttur vann 1-2 sigur á Keflavík í Keflavík. Sigur Þróttar fleytti þeim tímabundið í efsta sæti deildarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er svo í vinstri bakverði en Sædís lagði upp eitt af mörkum Stjörnunnar í 3-2 sigri á Selfossi. Jasmín Erla Ingadóttir, liðsfélagi Sædísar hjá Stjörnunni er einnig í úrvalsliði 6. umferðar en Jasmín skoraði flott mark í sigri Stjörnunnar á Selfossi. Jasmín er á miðri miðjunni í úrvalsliðinu. Ameera Abdella Hussen er með Jasmín á miðjunni en Ameera spilaði allan leikinn í ótrúlegum 5-4 endurkomu sigri ÍBV gegn Þór/KA. Ameera var öflug á miðjunni og átti þátt í sigurmarki ÍBV á 91. mínútu. Raesamee Phonsongkham fullkomnar svo miðsvæðið í úrvalsliðinu en Raesaemee var illviðráðanleg í liði KR sem vann sinn fyrsta sigur í sumar með 1-0 sigri á Aftureldingu. Olga Secova, leikmaður ÍBV, er á hægri vængnum í liði umferðarinnar en Olga skoraði eitt og lagði upp annað í 5-4 sigrinum á Þór/KA. Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er á vinstri væng. Sandra skoraði tvö mörk á 20 mínútum fyrir Þór/KA í tapinu gegn ÍBV. Murphy Agnew er svo á toppnum í liði 6. umferðar. Murphy ógnaði stöðugt með snerpu sinni í dramatíska 1-2 sigri Þróttar gegn Keflavík. Murphy skoraði fyrsta mark Þróttar í leiknum. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, er þjálfari umferðarinnar. Lið 6. umferðarinnar.Stöð 2 Sport Besta deild kvenna Valur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Sandra átti frábæran leik í marki Vals í 0-1 útisigri liðsins gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Sandra átti nokkrar frábærar markvörslur og varði m.a. vítaspyrnu Melina Ayres á 82. mínútu sem gulltryggði sigur toppliðsins á Breiðablik. Liðsfélagar Söndru hjá Val, Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru í varnarlínunni en báðar áttu þær stóran þátt í að loka á sóknarleik Breiðabliks. Arna skoraði sigurmark leiksins. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, er við hlið Örnu í miðverðinum. Sóley átti öflugan leik þegar Þróttur vann 1-2 sigur á Keflavík í Keflavík. Sigur Þróttar fleytti þeim tímabundið í efsta sæti deildarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er svo í vinstri bakverði en Sædís lagði upp eitt af mörkum Stjörnunnar í 3-2 sigri á Selfossi. Jasmín Erla Ingadóttir, liðsfélagi Sædísar hjá Stjörnunni er einnig í úrvalsliði 6. umferðar en Jasmín skoraði flott mark í sigri Stjörnunnar á Selfossi. Jasmín er á miðri miðjunni í úrvalsliðinu. Ameera Abdella Hussen er með Jasmín á miðjunni en Ameera spilaði allan leikinn í ótrúlegum 5-4 endurkomu sigri ÍBV gegn Þór/KA. Ameera var öflug á miðjunni og átti þátt í sigurmarki ÍBV á 91. mínútu. Raesamee Phonsongkham fullkomnar svo miðsvæðið í úrvalsliðinu en Raesaemee var illviðráðanleg í liði KR sem vann sinn fyrsta sigur í sumar með 1-0 sigri á Aftureldingu. Olga Secova, leikmaður ÍBV, er á hægri vængnum í liði umferðarinnar en Olga skoraði eitt og lagði upp annað í 5-4 sigrinum á Þór/KA. Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er á vinstri væng. Sandra skoraði tvö mörk á 20 mínútum fyrir Þór/KA í tapinu gegn ÍBV. Murphy Agnew er svo á toppnum í liði 6. umferðar. Murphy ógnaði stöðugt með snerpu sinni í dramatíska 1-2 sigri Þróttar gegn Keflavík. Murphy skoraði fyrsta mark Þróttar í leiknum. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, er þjálfari umferðarinnar. Lið 6. umferðarinnar.Stöð 2 Sport
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira