Uppbygging vegna fólksfjölgunar í Hafnarfirði efst á blaði Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2022 19:20 Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins verður bæjarstjóri í Hafnarfirði til 1. janúar 2025. Þangað til verður Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins formaður bæjarráðs en síðan skipta þau á embættum. Stöð 2/Sigurjón Uppbygging vegna mikillar fyrirsjáanlegrar fjölgunar íbúa verður eitt aðalverkefni nýrrar bæjarstjórnar í Hafnarfirði að mati oddvita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf. Oddvitarnir munu hafa vistaskipti í stóli bæjarstjóra og formanns bæjarráðs á miðju kjörtímabili. Framsóknarflokkurinn sótti í sig veðrið í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði eins og flokkurinn gerði víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í sveitarstjórnarkosningunum hinn 14. maí , fékk tvo kjörna og bætti við sig einum. Sjálfstæðisflokkurinn missti hins vegar einn fulltrúa og fór úr fimm í fjóra. Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi samstarf flokkanna. Rósa Guðbjartsdóttir núverandi bæjarstjóri gegnir embættinu áfram til 1. janúar 2025. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir brýnast að bregðast við fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun fólks í bænum.Stöð 2/Sigurjón „Ég er fyrst og fremst ánægð með að þetta meirihlutasamstarf sé í höfn. Það hefur gefist vel á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Við erum samhentur hópur sem ætlar að fara saman í að halda áfram að vinna vel fyrir bæinn okkar. Það er gríðarlega mikið uppbyggingarskeið sem er hafið,“segir Rósa. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins reikna með að kynna meirihlutasáttmálann í stofnunum flokka sinna strax eftir helgi. Sáttmálinn verði síðan opinber um miðja næstu viku. Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins verður formaður bæjarráðs á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann og Rósa hafa síðan vistaskipti hinn 1. janúar 2025. Valdimar Víðisson verður formaður bæjarráðs. Hann segir endurnýjaðan meirihluta byggja á því sem þegar hafi verið gert.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu málin verða áframhald á þessari gífurlega miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu mánuði og ár. Við ætlum að halda áfram á þessari braut sem við erum þegar komin á. Þessi meirihluti vann vel í mörgum málum. Meðal annars í skipulags- og velferðarmálum og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ segir Valdimar. Samfylkingin sem bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum og fékk fjóra í kosningunum og þrýsti mjög á Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Valdimar segist hafa vitað af áhuga Samfylkingarinnar og auðvitað hafi flestir talað saman eftir kosningar. Það hafi þó alltaf legið fyrir að hann myndi fyrst ræða við samstarfsflokkinn frá fyrra kjörtímabili. „Og þar byrjaði það og þar náðist þessi árangur,“ segir Valdimar. Rósa segir að þetta sé í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem Sjálfstæðisflokknum takist að komast í meirihluta í Hafnarfirði þrjú kjörtímabil í röð. Auk húsnæðismála verði áhersla á að auka og bæta þjónustu bæjarins. Gert sé ráð fyrir að bæjarbúum fjölgi um sjö til sjö þúsund og fimm hundruð manns á komandi kjörtímabili. „Og það er nú ekkert lítið. Það er ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi til að halda uppi öflugri þjónustu og slíku til að taka á móti þeirri íbúafjölgun,“segir Rósa Guðbjartsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38 Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Framsóknarflokkurinn sótti í sig veðrið í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði eins og flokkurinn gerði víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í sveitarstjórnarkosningunum hinn 14. maí , fékk tvo kjörna og bætti við sig einum. Sjálfstæðisflokkurinn missti hins vegar einn fulltrúa og fór úr fimm í fjóra. Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi samstarf flokkanna. Rósa Guðbjartsdóttir núverandi bæjarstjóri gegnir embættinu áfram til 1. janúar 2025. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir brýnast að bregðast við fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun fólks í bænum.Stöð 2/Sigurjón „Ég er fyrst og fremst ánægð með að þetta meirihlutasamstarf sé í höfn. Það hefur gefist vel á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Við erum samhentur hópur sem ætlar að fara saman í að halda áfram að vinna vel fyrir bæinn okkar. Það er gríðarlega mikið uppbyggingarskeið sem er hafið,“segir Rósa. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins reikna með að kynna meirihlutasáttmálann í stofnunum flokka sinna strax eftir helgi. Sáttmálinn verði síðan opinber um miðja næstu viku. Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins verður formaður bæjarráðs á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann og Rósa hafa síðan vistaskipti hinn 1. janúar 2025. Valdimar Víðisson verður formaður bæjarráðs. Hann segir endurnýjaðan meirihluta byggja á því sem þegar hafi verið gert.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu málin verða áframhald á þessari gífurlega miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu mánuði og ár. Við ætlum að halda áfram á þessari braut sem við erum þegar komin á. Þessi meirihluti vann vel í mörgum málum. Meðal annars í skipulags- og velferðarmálum og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ segir Valdimar. Samfylkingin sem bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum og fékk fjóra í kosningunum og þrýsti mjög á Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Valdimar segist hafa vitað af áhuga Samfylkingarinnar og auðvitað hafi flestir talað saman eftir kosningar. Það hafi þó alltaf legið fyrir að hann myndi fyrst ræða við samstarfsflokkinn frá fyrra kjörtímabili. „Og þar byrjaði það og þar náðist þessi árangur,“ segir Valdimar. Rósa segir að þetta sé í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem Sjálfstæðisflokknum takist að komast í meirihluta í Hafnarfirði þrjú kjörtímabil í röð. Auk húsnæðismála verði áhersla á að auka og bæta þjónustu bæjarins. Gert sé ráð fyrir að bæjarbúum fjölgi um sjö til sjö þúsund og fimm hundruð manns á komandi kjörtímabili. „Og það er nú ekkert lítið. Það er ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi til að halda uppi öflugri þjónustu og slíku til að taka á móti þeirri íbúafjölgun,“segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38 Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38
Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24