Þetta staðfestir Haraldur í samtali við Viðskiptablaðið en við söluna varð hann starfsmaður Twitter og fær launagreiðslur í gegnum dótturfélag þess í Hollandi. Samkvæmt ársreikningi félagsins voru laun og launatengd gjöld vegna eins starfsmanns á Íslandi rúmlega 1,1 milljarður króna árið 2021. Áætlar Viðskiptablaðið að Haraldur hafi greitt um hálfan milljarð króna af þeirri upphæð í tekjuskatt og launatengd gjöld.
Salan á tækni- og hönnunarfyrirtækinu til Twitter vakti mikla athygli og ekki síst yfirlýsingar Haraldar um að hann hafi flutt til Íslands áður en salan gekk í gegn í þeim tilgangi að greiða skatta af sölunni hér á landi. Hann sagðist með þessu vilja styðja við skóla-, heilbrigðis-, og velferðarkerfi sem hafi hjálpað sér og öðru fólki úr lágtekjufjölskyldum að dafna.
I asked my wife if we should give up our green card.
— Halli (@iamharaldur) January 30, 2021
She was planning to go to school in the US which would not be a possibility if we left.
I also explained to her that the taxes were significantly higher.
She just said yes, of course and kept doing what she was doing.
Unnið fyrir fjölmörg stórfyrirtæki
Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það hafi hlaupið á milljörðum króna. Ueno skilaði 730 milljóna króna hagnaði árið 2020 samkvæmt ársreikningi og nam eigið fé 1,48 milljörðum króna.
Við kaupin var fyrirtækið með starfstöðvar í Reykjavík, San Francisco, New York og Los Angeles þar sem það starfaði fyrir stórfyrirtæki á borð við Twitter, Apple, Uber, Reuters, Visa, Discovery og Walmart.
Rætt var við Harald Þorlefsson í Íslandi í dag í febrúar.