69 prósent sjúklinga á lífi fimm árum eftir aðgerð Eiður Þór Árnason skrifar 25. maí 2022 09:29 Verkefnið var unnið við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá einstaklingum með hjartabilun er góður hér á landi og á pari við sérhæfðari og stærri hjartaskurðdeildir í nágrannalöndum. Langtímaárangur þeirra er ekki síst góður en notkun miðlægra gagnagrunna gerir það að verkum að betri aðstæður eru hér til að kanna langtímafylgikvilla og lifun eftir stórar aðgerðir en víða erlendis. Þetta er niðurstaða nýrrar íslenskrar rannsóknar. Þrátt fyrir að sjúklingar með alvarlega hjartabilun hafi reynst vera með marktækt lakari langtímalifun en sjúklingar sem ekki glíma við hjartabilun, var lifun þeirra engu að síður góð í erlendum samanburði en 69% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir kransæðahjáveituaðgerð. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Háskóla Íslands en niðurstöðurnar voru birtar í grein vísindamanna HÍ og samstarfsfólks í nýjasta tölublaði fræðiritsins Interactive CardioVascular and Thoracic Surgery. Skoðuðu aðgerðir framkvæmdar á sextán ára tímabili Rannsóknin náði til 2.005 sjúklinga sem gengust undir kranæðahjáveitu á árunum 2000 til 2016 á Íslandi og var sjúklingum skipt í tvo hópa eftir því hvort samdráttur í vinstri slegli hjartans var skertur eða ekki. Meðalaldur sjúklinga var 66 ár og voru konur tæplega 20% sjúklinganna. Skammtímafylgikvillar og þrjátíu daga dánartíðni var umtalsvert hærri í hjartabilunarhópnum en hjá sjúklingum í viðmiðunarhópi og fimm ára lifun þeirra þrefalt lakari, eða 69% á móti 91%. „Rannsóknin sýnir að hægt er að framkvæma umfangsmikla skurðaðgerð eins og kransæðahjáveitu hjá sjúklingum með veikt hjarta þar sem árangur slíkra aðgerða, ekki síst til lengri tíma, stenst samanburð við stærri og sérhæfðari sjúkrahús erlendis.“ Að sögn höfunda telst árangur aðgerðanna vera góður í alþjóðlegum samanburði. Niðurstöðurnar séu jákvæðar fyrir þá sem koma að meðferðinni hérlendis en þó sérstaklega fyrir einstaklinga með hjartabilun sem þurfi kransæðahjáveitu og aðstandendur þeirra. Fyrsti höfundur greinarinnar er Helga Björk Brynjarsdóttir, sérnámslæknir í gigtarlækningum við Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð. Leiðbeinandi hennar í verkefninu, sem unnið var við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, var Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og prófessor við Læknadeild HÍ. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Langtímaárangur þeirra er ekki síst góður en notkun miðlægra gagnagrunna gerir það að verkum að betri aðstæður eru hér til að kanna langtímafylgikvilla og lifun eftir stórar aðgerðir en víða erlendis. Þetta er niðurstaða nýrrar íslenskrar rannsóknar. Þrátt fyrir að sjúklingar með alvarlega hjartabilun hafi reynst vera með marktækt lakari langtímalifun en sjúklingar sem ekki glíma við hjartabilun, var lifun þeirra engu að síður góð í erlendum samanburði en 69% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir kransæðahjáveituaðgerð. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Háskóla Íslands en niðurstöðurnar voru birtar í grein vísindamanna HÍ og samstarfsfólks í nýjasta tölublaði fræðiritsins Interactive CardioVascular and Thoracic Surgery. Skoðuðu aðgerðir framkvæmdar á sextán ára tímabili Rannsóknin náði til 2.005 sjúklinga sem gengust undir kranæðahjáveitu á árunum 2000 til 2016 á Íslandi og var sjúklingum skipt í tvo hópa eftir því hvort samdráttur í vinstri slegli hjartans var skertur eða ekki. Meðalaldur sjúklinga var 66 ár og voru konur tæplega 20% sjúklinganna. Skammtímafylgikvillar og þrjátíu daga dánartíðni var umtalsvert hærri í hjartabilunarhópnum en hjá sjúklingum í viðmiðunarhópi og fimm ára lifun þeirra þrefalt lakari, eða 69% á móti 91%. „Rannsóknin sýnir að hægt er að framkvæma umfangsmikla skurðaðgerð eins og kransæðahjáveitu hjá sjúklingum með veikt hjarta þar sem árangur slíkra aðgerða, ekki síst til lengri tíma, stenst samanburð við stærri og sérhæfðari sjúkrahús erlendis.“ Að sögn höfunda telst árangur aðgerðanna vera góður í alþjóðlegum samanburði. Niðurstöðurnar séu jákvæðar fyrir þá sem koma að meðferðinni hérlendis en þó sérstaklega fyrir einstaklinga með hjartabilun sem þurfi kransæðahjáveitu og aðstandendur þeirra. Fyrsti höfundur greinarinnar er Helga Björk Brynjarsdóttir, sérnámslæknir í gigtarlækningum við Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð. Leiðbeinandi hennar í verkefninu, sem unnið var við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, var Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og prófessor við Læknadeild HÍ.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels