Ræða Zlatans inn í klefa endaði á miklum látum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 11:30 Zlatan Ibrahimovic var aðalmaðurinn í fagnaðarlátum AC Milan manna enda maður með mikla reynslu af því að fagna titlum. AP/Antonio Calanni AC Milan varð ítalskur meistari um helgina í fyrsta sinn síðan 2011. Líkt og þá var Zlatan Ibrahimović forsprakki liðsins. Zlatan náði reyndar ekki mikið að vera leiðtogi inn á vellinum á lokasprettinum í baráttunni um ítalska meistaratitilinn en hann var án efa andlegur leiðtogi liðsins utan vallar. AC Milan tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í ellefu ár um helgina og inn fertugi Ibrahimović kom inn á sem varamaður síðustu átján mínúturnar í 3-0 sigri á Sassuolo. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Zlatan var að verða landsmeistari í tólfta sinn á ferlinum en hann varð tvisvar hollenskur meistari með Ajax (2002, 2004), þrisvar ítalskur meistari með Internazionale (2007, 2008, 2009), nú meistari með AC Milan í annað skiptið (2011, 2022), varð spænskur meistari með Barcelona (2010) og fjórum sinnum franskur meistari með Paris Saint-Germain (2013, 2014, 2015, 2016). Hann vann líka ítalska titilinn tvisvar með Juventus en félagið missti þá titla í Calciopoli hneykslismálinu. Zlatan hefur því í raun fagnað fjórtán meistaratitlum á ferlinum. Zlatan skoraði átta mörk í deildarkeppninni á þessari leiktíð en það síðasta kom 9. janúar. Hann hefur verið mikið að glíma við meiðsli síðan í febrúar. Það breytti ekki því að leikmenn AC Milan horfa mikið til þessa reynslubolta og nú hefur ræðu Svíans inn í klefa fyrir lokaleikinn verið lekið út til fjölmiðla. Zlatan fékk orðið í klefanum og eftir að hafa veitt sínum liðsfélögum innblástur í orði þá endaði ræða hans á miklum látum. Svona eins og er eiginlega ekki von frá neinum nema einmitt manni að nafni Zlatan Ibrahimović. Það má sjá þessa ræðu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ítalski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Zlatan náði reyndar ekki mikið að vera leiðtogi inn á vellinum á lokasprettinum í baráttunni um ítalska meistaratitilinn en hann var án efa andlegur leiðtogi liðsins utan vallar. AC Milan tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í ellefu ár um helgina og inn fertugi Ibrahimović kom inn á sem varamaður síðustu átján mínúturnar í 3-0 sigri á Sassuolo. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Zlatan var að verða landsmeistari í tólfta sinn á ferlinum en hann varð tvisvar hollenskur meistari með Ajax (2002, 2004), þrisvar ítalskur meistari með Internazionale (2007, 2008, 2009), nú meistari með AC Milan í annað skiptið (2011, 2022), varð spænskur meistari með Barcelona (2010) og fjórum sinnum franskur meistari með Paris Saint-Germain (2013, 2014, 2015, 2016). Hann vann líka ítalska titilinn tvisvar með Juventus en félagið missti þá titla í Calciopoli hneykslismálinu. Zlatan hefur því í raun fagnað fjórtán meistaratitlum á ferlinum. Zlatan skoraði átta mörk í deildarkeppninni á þessari leiktíð en það síðasta kom 9. janúar. Hann hefur verið mikið að glíma við meiðsli síðan í febrúar. Það breytti ekki því að leikmenn AC Milan horfa mikið til þessa reynslubolta og nú hefur ræðu Svíans inn í klefa fyrir lokaleikinn verið lekið út til fjölmiðla. Zlatan fékk orðið í klefanum og eftir að hafa veitt sínum liðsfélögum innblástur í orði þá endaði ræða hans á miklum látum. Svona eins og er eiginlega ekki von frá neinum nema einmitt manni að nafni Zlatan Ibrahimović. Það má sjá þessa ræðu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Ítalski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira