Ræða Zlatans inn í klefa endaði á miklum látum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 11:30 Zlatan Ibrahimovic var aðalmaðurinn í fagnaðarlátum AC Milan manna enda maður með mikla reynslu af því að fagna titlum. AP/Antonio Calanni AC Milan varð ítalskur meistari um helgina í fyrsta sinn síðan 2011. Líkt og þá var Zlatan Ibrahimović forsprakki liðsins. Zlatan náði reyndar ekki mikið að vera leiðtogi inn á vellinum á lokasprettinum í baráttunni um ítalska meistaratitilinn en hann var án efa andlegur leiðtogi liðsins utan vallar. AC Milan tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í ellefu ár um helgina og inn fertugi Ibrahimović kom inn á sem varamaður síðustu átján mínúturnar í 3-0 sigri á Sassuolo. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Zlatan var að verða landsmeistari í tólfta sinn á ferlinum en hann varð tvisvar hollenskur meistari með Ajax (2002, 2004), þrisvar ítalskur meistari með Internazionale (2007, 2008, 2009), nú meistari með AC Milan í annað skiptið (2011, 2022), varð spænskur meistari með Barcelona (2010) og fjórum sinnum franskur meistari með Paris Saint-Germain (2013, 2014, 2015, 2016). Hann vann líka ítalska titilinn tvisvar með Juventus en félagið missti þá titla í Calciopoli hneykslismálinu. Zlatan hefur því í raun fagnað fjórtán meistaratitlum á ferlinum. Zlatan skoraði átta mörk í deildarkeppninni á þessari leiktíð en það síðasta kom 9. janúar. Hann hefur verið mikið að glíma við meiðsli síðan í febrúar. Það breytti ekki því að leikmenn AC Milan horfa mikið til þessa reynslubolta og nú hefur ræðu Svíans inn í klefa fyrir lokaleikinn verið lekið út til fjölmiðla. Zlatan fékk orðið í klefanum og eftir að hafa veitt sínum liðsfélögum innblástur í orði þá endaði ræða hans á miklum látum. Svona eins og er eiginlega ekki von frá neinum nema einmitt manni að nafni Zlatan Ibrahimović. Það má sjá þessa ræðu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ítalski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Zlatan náði reyndar ekki mikið að vera leiðtogi inn á vellinum á lokasprettinum í baráttunni um ítalska meistaratitilinn en hann var án efa andlegur leiðtogi liðsins utan vallar. AC Milan tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í ellefu ár um helgina og inn fertugi Ibrahimović kom inn á sem varamaður síðustu átján mínúturnar í 3-0 sigri á Sassuolo. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Zlatan var að verða landsmeistari í tólfta sinn á ferlinum en hann varð tvisvar hollenskur meistari með Ajax (2002, 2004), þrisvar ítalskur meistari með Internazionale (2007, 2008, 2009), nú meistari með AC Milan í annað skiptið (2011, 2022), varð spænskur meistari með Barcelona (2010) og fjórum sinnum franskur meistari með Paris Saint-Germain (2013, 2014, 2015, 2016). Hann vann líka ítalska titilinn tvisvar með Juventus en félagið missti þá titla í Calciopoli hneykslismálinu. Zlatan hefur því í raun fagnað fjórtán meistaratitlum á ferlinum. Zlatan skoraði átta mörk í deildarkeppninni á þessari leiktíð en það síðasta kom 9. janúar. Hann hefur verið mikið að glíma við meiðsli síðan í febrúar. Það breytti ekki því að leikmenn AC Milan horfa mikið til þessa reynslubolta og nú hefur ræðu Svíans inn í klefa fyrir lokaleikinn verið lekið út til fjölmiðla. Zlatan fékk orðið í klefanum og eftir að hafa veitt sínum liðsfélögum innblástur í orði þá endaði ræða hans á miklum látum. Svona eins og er eiginlega ekki von frá neinum nema einmitt manni að nafni Zlatan Ibrahimović. Það má sjá þessa ræðu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Ítalski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira