Hagnaður OR nam 6,8 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2022 17:05 Auk móðurfélagsins, Orkuveitu Reykjavíkur, eru innan samstæðunnar Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Vísir/Vilhelm Tekjur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 jukust um 14% frá fyrra ári og er helsta skýringin auknar tekjur Orku náttúrunnar af raforkusölu til stóriðju. Þetta kemur fram í uppgjöri OR sem gefið var út í dag. Hagnaður tímabilsins nam 6,8 milljörðum króna en einskiptiskostnaður og tjón í óveðrum febrúarmánaðar hækkuðu rekstrarkostnað tímabilsins miðað við fyrsta ársfjórðung 2021. Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fyrsta ársfjórðung 2022 var samþykktur á fundi stjórnar OR í dag. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Hátt álverð Verð á ýmissi hrávöru á heimsmarkaði hefur hækkað verulega síðustu mánuði og misseri. Þar á meðal er álverð, en hluti raforkusölu Orku náttúrunnar er tengdur markaðsverði á áli. Álverðið var liðlega 50% hærra fyrstu þrjá mánuði ársins 2022 en 2021 og 90% hærra en 2020. Tekjuauki ON frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 til jafnlengdar í ár nam tæpum milljarði króna en áhættuvarnir draga úr heildaráhrifum álverðsins á niðurstöðu samstæðunnar. Tekjur annarra rekstrarþátta innan samstæðu OR jukust einnig, einkum vegna fjölgunar viðskiptavina og aukinnar notkunar hitaveitu Veitna. Fram kemur í árshlutareikningi Orkuveitunnar að ofsaveðrið sem gekk yfir síðla febrúarmánaðar hafi valdið nokkru tjóni, einkum á loftlínum rafveitu Veitna. Aukinn viðhaldskostnaður skili sér í hækkuðum rekstrarkostnaði í árshlutauppgjörinu. Verðbólga og vextir hafi áhrif Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir Orkuveituna ekki ónæma fyrir áhrifum verðbólgunnar sem er nú í hæstu hæðum. „Við finnum fyrir hækkandi vöxtum þar sem við höfum, í áhættuvarnarskyni, aukið vægi íslensku krónunnar í okkar fjármögnun. Verð á veituþjónustunni hefur í heildina sem betur fer lækkað að raungildi síðustu árin. Við þessar aðstæður sem nú eru uppi skiptir þó enn meira máli en áður að gæta hagsýni í allri okkar starfsemi. Þannig má draga úr líkum á að þær verðhækkanir sem við sjáum á verkkaupum og öðrum aðföngum okkar skili sér í heimilisbókhald almennings.“ sagði Bjarni í tilkynningu frá OR. Nálgast má myndræna framsetningu á ýmsum fjárhagslegum mælikvörðum og markmiðum þeim tengdum á vef Orkuveitu Reykjavíkur. Orkumál Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Hagnaður tímabilsins nam 6,8 milljörðum króna en einskiptiskostnaður og tjón í óveðrum febrúarmánaðar hækkuðu rekstrarkostnað tímabilsins miðað við fyrsta ársfjórðung 2021. Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fyrsta ársfjórðung 2022 var samþykktur á fundi stjórnar OR í dag. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Hátt álverð Verð á ýmissi hrávöru á heimsmarkaði hefur hækkað verulega síðustu mánuði og misseri. Þar á meðal er álverð, en hluti raforkusölu Orku náttúrunnar er tengdur markaðsverði á áli. Álverðið var liðlega 50% hærra fyrstu þrjá mánuði ársins 2022 en 2021 og 90% hærra en 2020. Tekjuauki ON frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 til jafnlengdar í ár nam tæpum milljarði króna en áhættuvarnir draga úr heildaráhrifum álverðsins á niðurstöðu samstæðunnar. Tekjur annarra rekstrarþátta innan samstæðu OR jukust einnig, einkum vegna fjölgunar viðskiptavina og aukinnar notkunar hitaveitu Veitna. Fram kemur í árshlutareikningi Orkuveitunnar að ofsaveðrið sem gekk yfir síðla febrúarmánaðar hafi valdið nokkru tjóni, einkum á loftlínum rafveitu Veitna. Aukinn viðhaldskostnaður skili sér í hækkuðum rekstrarkostnaði í árshlutauppgjörinu. Verðbólga og vextir hafi áhrif Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir Orkuveituna ekki ónæma fyrir áhrifum verðbólgunnar sem er nú í hæstu hæðum. „Við finnum fyrir hækkandi vöxtum þar sem við höfum, í áhættuvarnarskyni, aukið vægi íslensku krónunnar í okkar fjármögnun. Verð á veituþjónustunni hefur í heildina sem betur fer lækkað að raungildi síðustu árin. Við þessar aðstæður sem nú eru uppi skiptir þó enn meira máli en áður að gæta hagsýni í allri okkar starfsemi. Þannig má draga úr líkum á að þær verðhækkanir sem við sjáum á verkkaupum og öðrum aðföngum okkar skili sér í heimilisbókhald almennings.“ sagði Bjarni í tilkynningu frá OR. Nálgast má myndræna framsetningu á ýmsum fjárhagslegum mælikvörðum og markmiðum þeim tengdum á vef Orkuveitu Reykjavíkur.
Orkumál Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira