Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 3-1 | Fyrsta tap Selfyssinga kom í Garðabæ Jón Már Ferro skrifar 23. maí 2022 22:25 Stjarnan fagnar marki sínu. Vísir/Hulda Margrét Stjörnukonur urðu fyrsta lið Bestu deildar kvenna í fótbolta til að vinna Selfoss er liðin mættust í Garðabænum í kvöld. Lokatölur 3-1 heimaliðinu í vil sem er nú komið upp í 4. sæti deildarinnar með aðeins stigi minna en Selfyssingar. Stjarnan fagna fyrsta marki kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Stjarnan komst yfir snemma leiks með marki Heiðu Ragneyjar Viðarsdóttur. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 Stjörnunni í vil er gengið var til búningsherbergja. Gestirnir jöfnuðu metin eftir aðeins fimm mínútur í síðari hálfleik, Miranda Nild með markið. Það var svo í stöðunni 1-1 sem gestirnir frá Suðuralndi fengu dauðafæri en Chante Sandiford í marki Stjörnunnar kom vel út og lokaði á Brennu Loveru. Chante Sandiford varði vel á lykilaugnabliki í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Eftir á að hyggja var það mjög stórt atvik í leiknum vegna þess að Stjarnan skoraði tvö mörk eftir það og vann að lokum öruggan sigur. Fyrra markið skoraði Jasmín Erla Ingadóttir og það síðara Katrín Ásbjörnsdóttir undir lok leiks. Fyrir utan mörk leiksins var ekki mjög mikið að gerast á stórum köflum. Það er mjög skrítið að segja það eftir 3-1 leik en svona var það nú samt. Stjarnan hafði ærna ástæðu til að fagna í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan? Fyrri hálfeikur var vel spilaður af Stjörnunni sem oftar en ekki vann boltann á vallarhelming Selfoss þegar þær voru að byggja upp spil. Sóknarlega gerði Stjarnan vel í að finna fremstu menn í fætur og flytja liðið þannig ofar á völlin. Heimakonur voru vel skipulagðar í kvöld, bæði sóknarlega og varnarlega. Sóknarlega voru þær fljótar upp völlinn yfirleitt með hröðum og góðum sendingum með jörðinni. Sóknirnar enduðu oft á stungusendingum í gegnum vörn Selfoss eða með fyrirgjöfum. Barbára Sól Gísladóttir, fyrirliði Selfyssinga, í eltingaleik.Vísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? Sædís Rún var mjög flott í liði Stjörnunnar. Hún tók mikinn þátt í sóknarleik heimakvenna, bæði úr opnum leik en líka með frábærar hornspyrnur inn að marki Selfoss. Katrín Ásbjörnsdóttir var einnig góð sóknarlega, skoraði markið sem gerði út um leikinn. Katrín fagnar marki sínu.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Selfoss gekk illa að skora mörk. Gestirnir fengu nokkur færi sem það hefðu getað gert betur í. Þær hefðu getað unnið leikinn á góðum varnarleik og skorað kannski eitt mark í viðbót. Ef leikurinn er skoðaður í heild þá hefðu þær sennilega þurft að halda aðeins meira í boltann og ná upp betri spilköflum til þess að vinna hann. Gestirnir frá Suðurlandi komust lítt áleiðis gegn þéttum varnarmúr Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? Stjarnan fer í Laugardalinn og spilar við Þróttara. Vonandi spila þær jafn vel og í kvöld. Þá ættu þær að ná einhverju út úr þeim leik. Selfoss fær KR í heimsókn í næsta leik. Það verður fróðlegt að sjá hvort þær svari fyrir tapið í kvöld. Það þykir líklegt ef horft er á gengi liðanna. Þær eru bara fáranlega vel drillaðar Björn Sigurbjörnsson, þjálfara gestaliðsins.Vísir/Hulda Margrét „Fyrri hálfleikur er alls ekkert spes af okkar hálfu. Náum ekkert að klukka þær í dekkningu eða róteringu. Þær eru bara fáranlega vel drillaðar og Stjáni er búinn að byggja upp leikkerfi sem hentar þessu liði, þær eru góðar að rúlla bolta og góðar að rótera stöðum,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss að leik loknum. „Við vorum alveg búin að undirbúa okkur þokkalega fyrir það. Eins og sást kannski betur í seinni hálfleik, við vorum nær þeim í stöðunum og við náðum að vinna boltann aftur af þeim og náðum síðan á móti að spila fótbolta.“ „Eftir að við jöfnum leikinn þá hélt ég kannski mögulega að við gætum komið inn og bætt eitthvað í þetta. En svo þegar við fáum tvö eitt markið á okkur þá reynum við náttúrulega bara að þrýsta ofar og reyna að elta og þetta opaðist svolítið fyrir þriðja markið hérna í lokin.“ „Við fáum náttúrulega einn á móti markmanni í stöðunni 1-1. Það hefði alveg geta farið í hina áttina,“ sagði Björn að endingu. Þriðja markið var náttúrulega sérlega glæsilegt Kristján var töluvert sáttari í leikslok en á þessari mynd.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum aðallega í byrjun leiksins að finna hversu framarlega við gætum pressað þær. Því að Selfoss spilar vel út frá markinu of upp völlinn.“ „Við þurftum að finna réttu línuna í því og það gekk ágætlega við unnum þó nokkra bolta á þeirra vallarhelming og sköpuðum hálffæri upp úr því en svo fannst mér við eiga meira inni seinustu 20 mínúturnar þá koma þessi tvö mörk. Þriðja markið var náttúrulega sérlega glæsilegt,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Myndir Kristrún Rut Antonsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir í baráttunni.Vísir/Hulda Margrét Það var barist í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Barbára Sól Gísladóttir, fyrirliði Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét Jasmín Erla í baráttunni við Sif og Áslaugu Dóru.Vísir/Hulda Margrét Anna María Baldursdóttir, Jasmín Erla Ingadóttir og Kristrún Rut Antonsdóttir bíða átekta.Vísir/Hulda Margrét Sif Atladóttir, varnarmaður Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Barist um boltann.Vísir/Hulda Margrét Stjarnan fagnar góðum sigri.Vísir/Hulda Margrét Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss
Stjörnukonur urðu fyrsta lið Bestu deildar kvenna í fótbolta til að vinna Selfoss er liðin mættust í Garðabænum í kvöld. Lokatölur 3-1 heimaliðinu í vil sem er nú komið upp í 4. sæti deildarinnar með aðeins stigi minna en Selfyssingar. Stjarnan fagna fyrsta marki kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Stjarnan komst yfir snemma leiks með marki Heiðu Ragneyjar Viðarsdóttur. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 Stjörnunni í vil er gengið var til búningsherbergja. Gestirnir jöfnuðu metin eftir aðeins fimm mínútur í síðari hálfleik, Miranda Nild með markið. Það var svo í stöðunni 1-1 sem gestirnir frá Suðuralndi fengu dauðafæri en Chante Sandiford í marki Stjörnunnar kom vel út og lokaði á Brennu Loveru. Chante Sandiford varði vel á lykilaugnabliki í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Eftir á að hyggja var það mjög stórt atvik í leiknum vegna þess að Stjarnan skoraði tvö mörk eftir það og vann að lokum öruggan sigur. Fyrra markið skoraði Jasmín Erla Ingadóttir og það síðara Katrín Ásbjörnsdóttir undir lok leiks. Fyrir utan mörk leiksins var ekki mjög mikið að gerast á stórum köflum. Það er mjög skrítið að segja það eftir 3-1 leik en svona var það nú samt. Stjarnan hafði ærna ástæðu til að fagna í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan? Fyrri hálfeikur var vel spilaður af Stjörnunni sem oftar en ekki vann boltann á vallarhelming Selfoss þegar þær voru að byggja upp spil. Sóknarlega gerði Stjarnan vel í að finna fremstu menn í fætur og flytja liðið þannig ofar á völlin. Heimakonur voru vel skipulagðar í kvöld, bæði sóknarlega og varnarlega. Sóknarlega voru þær fljótar upp völlinn yfirleitt með hröðum og góðum sendingum með jörðinni. Sóknirnar enduðu oft á stungusendingum í gegnum vörn Selfoss eða með fyrirgjöfum. Barbára Sól Gísladóttir, fyrirliði Selfyssinga, í eltingaleik.Vísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? Sædís Rún var mjög flott í liði Stjörnunnar. Hún tók mikinn þátt í sóknarleik heimakvenna, bæði úr opnum leik en líka með frábærar hornspyrnur inn að marki Selfoss. Katrín Ásbjörnsdóttir var einnig góð sóknarlega, skoraði markið sem gerði út um leikinn. Katrín fagnar marki sínu.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Selfoss gekk illa að skora mörk. Gestirnir fengu nokkur færi sem það hefðu getað gert betur í. Þær hefðu getað unnið leikinn á góðum varnarleik og skorað kannski eitt mark í viðbót. Ef leikurinn er skoðaður í heild þá hefðu þær sennilega þurft að halda aðeins meira í boltann og ná upp betri spilköflum til þess að vinna hann. Gestirnir frá Suðurlandi komust lítt áleiðis gegn þéttum varnarmúr Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? Stjarnan fer í Laugardalinn og spilar við Þróttara. Vonandi spila þær jafn vel og í kvöld. Þá ættu þær að ná einhverju út úr þeim leik. Selfoss fær KR í heimsókn í næsta leik. Það verður fróðlegt að sjá hvort þær svari fyrir tapið í kvöld. Það þykir líklegt ef horft er á gengi liðanna. Þær eru bara fáranlega vel drillaðar Björn Sigurbjörnsson, þjálfara gestaliðsins.Vísir/Hulda Margrét „Fyrri hálfleikur er alls ekkert spes af okkar hálfu. Náum ekkert að klukka þær í dekkningu eða róteringu. Þær eru bara fáranlega vel drillaðar og Stjáni er búinn að byggja upp leikkerfi sem hentar þessu liði, þær eru góðar að rúlla bolta og góðar að rótera stöðum,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss að leik loknum. „Við vorum alveg búin að undirbúa okkur þokkalega fyrir það. Eins og sást kannski betur í seinni hálfleik, við vorum nær þeim í stöðunum og við náðum að vinna boltann aftur af þeim og náðum síðan á móti að spila fótbolta.“ „Eftir að við jöfnum leikinn þá hélt ég kannski mögulega að við gætum komið inn og bætt eitthvað í þetta. En svo þegar við fáum tvö eitt markið á okkur þá reynum við náttúrulega bara að þrýsta ofar og reyna að elta og þetta opaðist svolítið fyrir þriðja markið hérna í lokin.“ „Við fáum náttúrulega einn á móti markmanni í stöðunni 1-1. Það hefði alveg geta farið í hina áttina,“ sagði Björn að endingu. Þriðja markið var náttúrulega sérlega glæsilegt Kristján var töluvert sáttari í leikslok en á þessari mynd.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum aðallega í byrjun leiksins að finna hversu framarlega við gætum pressað þær. Því að Selfoss spilar vel út frá markinu of upp völlinn.“ „Við þurftum að finna réttu línuna í því og það gekk ágætlega við unnum þó nokkra bolta á þeirra vallarhelming og sköpuðum hálffæri upp úr því en svo fannst mér við eiga meira inni seinustu 20 mínúturnar þá koma þessi tvö mörk. Þriðja markið var náttúrulega sérlega glæsilegt,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Myndir Kristrún Rut Antonsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir í baráttunni.Vísir/Hulda Margrét Það var barist í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Barbára Sól Gísladóttir, fyrirliði Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét Jasmín Erla í baráttunni við Sif og Áslaugu Dóru.Vísir/Hulda Margrét Anna María Baldursdóttir, Jasmín Erla Ingadóttir og Kristrún Rut Antonsdóttir bíða átekta.Vísir/Hulda Margrét Sif Atladóttir, varnarmaður Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Barist um boltann.Vísir/Hulda Margrét Stjarnan fagnar góðum sigri.Vísir/Hulda Margrét Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti