Einar boðar flokksmenn til fundar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2022 12:04 Oddvitar níu framboða í Reykjavík mætast í kappræðum á Stöð 2 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. „Nú hef ég boðað Framsóknarfólk til fundar á Hverfisgötu í kvöld. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar eigi samtal við grasrót flokksins til að ræða þá stöðu sem komin er upp og ég býst við að sá fundur verði líflegur og málefnalegur,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar. Öll á lista flokksins auk stjórna Framsóknarfélaga í Reykjavík eru boðuð til að ræða það að einungis einn kostur er nú á borðinu - ætli Framsókn að taka þátt í meirihlutaviðræðum. „Viðreisn hefur lokað á samstarf með Sjálstæðisflokki, Vinstri Græn ætla ekki að mynda meirihluta með öðrum flokkum og þá er ekki hægt að telja upp í tólf með stjórn til hægri.“ Viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn blasa því við. Einar segir það ekki sjálfsagðan kost fyrir Framsókn og því þurfi að ræða málið. Hann segir málefnalegan samhljóm meðal flokkanna að miklu leyti til staðar en telur þó kjósendur hafa kallað eftir breytingum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingar. Framsóknarfólk hefur áhuga á stóli borgarstjóra.Vísir/Vilhelm „Þetta ákall er líka innan Framsóknarflokksins. Við þurfum bara að meta það hvernig við getum best náð árangri næstu fjögur árin og hvar við getum knúið fram breytingar í borginni,“ segir Einar. Hann telur Framsókn í sterkri stöðu gagnvart hinum flokkunum. „Vegna þessa skýra ákalls sem er um breytingar í borginni. Þá er Framsókn í sterkri samningsstöðu.“ Einar segir oddvita flokkanna í reglulegu sambandi en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um formlegar viðræður og fundur er ekki kominn á dagskrá. Hann segir Framsóknarfólk hafa áhuga á stóli borgarstjóra. „Að sjálfsögðu vill Framsókn komast í þá stöðu þar sem hún getur haft mest áhrif.“ Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Nú hef ég boðað Framsóknarfólk til fundar á Hverfisgötu í kvöld. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar eigi samtal við grasrót flokksins til að ræða þá stöðu sem komin er upp og ég býst við að sá fundur verði líflegur og málefnalegur,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar. Öll á lista flokksins auk stjórna Framsóknarfélaga í Reykjavík eru boðuð til að ræða það að einungis einn kostur er nú á borðinu - ætli Framsókn að taka þátt í meirihlutaviðræðum. „Viðreisn hefur lokað á samstarf með Sjálstæðisflokki, Vinstri Græn ætla ekki að mynda meirihluta með öðrum flokkum og þá er ekki hægt að telja upp í tólf með stjórn til hægri.“ Viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn blasa því við. Einar segir það ekki sjálfsagðan kost fyrir Framsókn og því þurfi að ræða málið. Hann segir málefnalegan samhljóm meðal flokkanna að miklu leyti til staðar en telur þó kjósendur hafa kallað eftir breytingum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingar. Framsóknarfólk hefur áhuga á stóli borgarstjóra.Vísir/Vilhelm „Þetta ákall er líka innan Framsóknarflokksins. Við þurfum bara að meta það hvernig við getum best náð árangri næstu fjögur árin og hvar við getum knúið fram breytingar í borginni,“ segir Einar. Hann telur Framsókn í sterkri stöðu gagnvart hinum flokkunum. „Vegna þessa skýra ákalls sem er um breytingar í borginni. Þá er Framsókn í sterkri samningsstöðu.“ Einar segir oddvita flokkanna í reglulegu sambandi en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um formlegar viðræður og fundur er ekki kominn á dagskrá. Hann segir Framsóknarfólk hafa áhuga á stóli borgarstjóra. „Að sjálfsögðu vill Framsókn komast í þá stöðu þar sem hún getur haft mest áhrif.“
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira