Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2022 14:55 Einar Þorsteinsson segir stöðuna gjörbreytta eftir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar um að bandalag með Samfylkingu og Pírötum væri eini kosturinn fyrir flokkinn. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. „Þessi vika hefur liðið með samtölum milli flokkanna og ég hef lýst því skýrt að ég væri tilbúinn að vinna bæði til hægri og vinstri, svo lengi sem það væri grundvöllur fyrir því að knýja fram breytingar í borginni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Fyrr í dag lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, yfir áhuga hennar flokks, auk Samfylkingar og Pírata, á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. „Nú er bara einfaldlega, með þessari afdráttarlausu yfirlýsingu Viðreisnar, verið að fækka kostum Framsóknar um einn,“ segir Einar. Þar vísar hann til þess mögulega meirihluti sem Framsókn og Viðreisn gætu myndað með Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins. Ljóst er að sá meirihluti verður ekki myndaður ef bandalag Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata heldur. „Þá er bara komin ný staða í borginni,“ segir Einar. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort hann muni þiggja boð flokkanna um að ganga til formlegra viðræðna. Fyrst þurfi hann að ræða við bakland sitt í flokknum og ræða stöðuna. Hann segir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar breyta landslaginu svo nokkru varði, sérstaklega í ljósi þess að Vinstri græn hafa lokað á allt mögulegt meirihlutasamstarf. Til að mynda meirihluta með Framsóknarflokki og Flokki fólksins þarf Sjálfstæðisflokkurinn einn borgarfulltrúa til, sem ekki fengist nema með aðkomu VG eða Viðreisnar. Það virðist nú svo gott sem útilokað. Engin pressa Einar telur ekki að með samvinnu flokkanna þriggja sé verið að þrýsta á hann að mynda meirihluta með ákveðnum flokkum. „Við höfum fullt sjálfstæði til að taka okkar eigin ákvarðanir. Við getum líka farið í minnihluta næstu fjögur ár ef við teljum að þessir flokkar séu ekki tilbúnir að semja við okkur um þær áherslur sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni,“ segir Einar. Ef til viðræðna komi muni Framsókn nálgast þær af opnum huga en hafa að leiðarljósi skýrar áherslur um að borgarbúar vilji sjá breytingar. Augljós málefnagrundvöllur „Nú þarf ég að ræða við mitt bakland og ætla aðeins að melta þetta í rólegheitunum,“ segir Einar. Hann ítrekar að flokkurinn geti unnið til hægri jafnt sem vinstri, og telur að sjá megi málefnagrundvöll hjá Framsókn og flokkunum sem nú hafa myndað með sér bandalag. „Ég held að menn sjái alveg að það er málefnaleg samleið með þessum flokkum og Framsókn, eins og mörgum öðrum flokkum og Framsókn. Það er ekkert útilokað í þessum efnum. En nú þarf ég að ræða við mitt bakland,“ segir Einar. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
„Þessi vika hefur liðið með samtölum milli flokkanna og ég hef lýst því skýrt að ég væri tilbúinn að vinna bæði til hægri og vinstri, svo lengi sem það væri grundvöllur fyrir því að knýja fram breytingar í borginni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Fyrr í dag lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, yfir áhuga hennar flokks, auk Samfylkingar og Pírata, á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. „Nú er bara einfaldlega, með þessari afdráttarlausu yfirlýsingu Viðreisnar, verið að fækka kostum Framsóknar um einn,“ segir Einar. Þar vísar hann til þess mögulega meirihluti sem Framsókn og Viðreisn gætu myndað með Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins. Ljóst er að sá meirihluti verður ekki myndaður ef bandalag Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata heldur. „Þá er bara komin ný staða í borginni,“ segir Einar. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort hann muni þiggja boð flokkanna um að ganga til formlegra viðræðna. Fyrst þurfi hann að ræða við bakland sitt í flokknum og ræða stöðuna. Hann segir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar breyta landslaginu svo nokkru varði, sérstaklega í ljósi þess að Vinstri græn hafa lokað á allt mögulegt meirihlutasamstarf. Til að mynda meirihluta með Framsóknarflokki og Flokki fólksins þarf Sjálfstæðisflokkurinn einn borgarfulltrúa til, sem ekki fengist nema með aðkomu VG eða Viðreisnar. Það virðist nú svo gott sem útilokað. Engin pressa Einar telur ekki að með samvinnu flokkanna þriggja sé verið að þrýsta á hann að mynda meirihluta með ákveðnum flokkum. „Við höfum fullt sjálfstæði til að taka okkar eigin ákvarðanir. Við getum líka farið í minnihluta næstu fjögur ár ef við teljum að þessir flokkar séu ekki tilbúnir að semja við okkur um þær áherslur sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni,“ segir Einar. Ef til viðræðna komi muni Framsókn nálgast þær af opnum huga en hafa að leiðarljósi skýrar áherslur um að borgarbúar vilji sjá breytingar. Augljós málefnagrundvöllur „Nú þarf ég að ræða við mitt bakland og ætla aðeins að melta þetta í rólegheitunum,“ segir Einar. Hann ítrekar að flokkurinn geti unnið til hægri jafnt sem vinstri, og telur að sjá megi málefnagrundvöll hjá Framsókn og flokkunum sem nú hafa myndað með sér bandalag. „Ég held að menn sjái alveg að það er málefnaleg samleið með þessum flokkum og Framsókn, eins og mörgum öðrum flokkum og Framsókn. Það er ekkert útilokað í þessum efnum. En nú þarf ég að ræða við mitt bakland,“ segir Einar.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira