Juventus endaði á tapi | Fiorentina í Sambandsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 22:01 Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Lokaumferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, hélt áfram í kvöld. Juventus tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á útivelli. Empoli vann 1-0 útisigur á Atalanta og þá gerði Lazio 3-3 jafntefli við Hellas Verona. Max Allegri stillti upp töluvert breyttu liði en Juventus hafði þegar tryggt sér 4. sæti og þar með þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það stefni allt í að staðan yrði markalaus er flautað yrði til loka fyrri hálfleiks en Alfred Duncan kom heimamönnum í Fiorentina yfir í uppbótartíma og staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma kom svo annað mark leiksins en Nicolas Gonzales skoraði þá úr vítaspyrnu. Lokatölur 2-0 Fiorentina í vil sem endaði tímabilið með 62 stig í 7. sæti á meðan Juventus endaði með 70 stig í 4. sæti. Þetta var síðasti leikur hins 37 ára Giorgio Chiellini fyrir Juventus. Hann var tekinn af velli í hálfleik. 200 - Giorgio Chiellini and Leonardo Bonucci will play tonight their 200th Serie A match together for Juventus. Brothers. pic.twitter.com/PfDTocc7Eg— OptaPaolo (@OptaPaolo) May 21, 2022 Verona komst 2-0 yfir gegn Lazio þökk sé mörkum Giovanni Simeone og Kevin Lasagna. Jovane Cabral og Felipe Anderson jöfnuðu metin fyrir heimamenn áður en fyrri hálfleik var lokið. Pedro kom Lazio yfir á 62. mínútu en Martin Hongla jafnaði metin fyrir Verona og þar við sat, lokatölur 3-3. Lazio endar tímabilið í 5. sæti með 64 stig á meðan Verona endaði í 9. sæti með 53 stig. Leo Stulac skoraði sigumark Empoli gegn Atalanta. Síðarnefnda liðið hefði með sigri getað stolið 7. sætinu af Fiorentina en endar þess í stað í því 8. með 59 stig. Empoli lýkur leik í 14. sæti með 41 stig. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Max Allegri stillti upp töluvert breyttu liði en Juventus hafði þegar tryggt sér 4. sæti og þar með þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það stefni allt í að staðan yrði markalaus er flautað yrði til loka fyrri hálfleiks en Alfred Duncan kom heimamönnum í Fiorentina yfir í uppbótartíma og staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma kom svo annað mark leiksins en Nicolas Gonzales skoraði þá úr vítaspyrnu. Lokatölur 2-0 Fiorentina í vil sem endaði tímabilið með 62 stig í 7. sæti á meðan Juventus endaði með 70 stig í 4. sæti. Þetta var síðasti leikur hins 37 ára Giorgio Chiellini fyrir Juventus. Hann var tekinn af velli í hálfleik. 200 - Giorgio Chiellini and Leonardo Bonucci will play tonight their 200th Serie A match together for Juventus. Brothers. pic.twitter.com/PfDTocc7Eg— OptaPaolo (@OptaPaolo) May 21, 2022 Verona komst 2-0 yfir gegn Lazio þökk sé mörkum Giovanni Simeone og Kevin Lasagna. Jovane Cabral og Felipe Anderson jöfnuðu metin fyrir heimamenn áður en fyrri hálfleik var lokið. Pedro kom Lazio yfir á 62. mínútu en Martin Hongla jafnaði metin fyrir Verona og þar við sat, lokatölur 3-3. Lazio endar tímabilið í 5. sæti með 64 stig á meðan Verona endaði í 9. sæti með 53 stig. Leo Stulac skoraði sigumark Empoli gegn Atalanta. Síðarnefnda liðið hefði með sigri getað stolið 7. sætinu af Fiorentina en endar þess í stað í því 8. með 59 stig. Empoli lýkur leik í 14. sæti með 41 stig. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira