La Liga leggur fram kvörtun vegna nýs samnings Mbappé við PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2022 09:01 Kylian Mbappé verður áfram hjá PSG til 2025. EPA-EFE/Mohammed Badra La Liga, spænska úrvalsdeildin, hefur gefið út að deildin ætli að leggja inn kvörtun hjá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna nýs samnings Kylian Mbappé við París-Saint Germain. Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur verið orðaður við Real Madríd allt síðan félagið reyndi að kaupa hann sumarið 2021. Mbappé hefur gefið út að hann hafi verið stuðningsmaður Real allt síðan í æsku og benti allt til þess að franski sóknarmaðurinn myndi færa sig til Madrídar er samningur hans í París rynni út að tímabilinu loknu. Það er þangað til í gær þegar fregnir bárust af nýjum þriggja ára samning PSG við Mbappé. Spænska úrvalsdeildin er ekki par sátt með ákvörðun Mbappé og ætlar í hart. Deildin hefur gefið út að það sé ekki fræðilegur möguleiki á því að fjárhagsstaða París Saint-Germain geri liðinu kleift að bjóða Mbappé svipaðan samning og Real Madríd gerði. Ætlar spænska deildin að leggja fram kvörtun við UEFA, frönsk skattayfirvöld og Evrópusambandið. Í yfirlýsingu La Liga segir að PSG hafi tapað 220 milljónum evra á síðustu leiktíð og meira en 700 milljónum evra á undanförnum árum. Þá gagnrýnir La Liga auglýsinga samninga franska liðsins og tekur saman hversu dýr leikmannahópur þess sé (650 milljónir evra). Að lokum segir að hegðun Al-Khelafi, forseta PSG, ógni stöðugleika evrópsks fótbolta á sama hátt og hin svokallaða „Ofurdeild Evrópu“ en Real Madríd – liðið sem taldi sig vera að fá Mbappé – var meðal liða sem barðist hvað mest fyrir stofnun hennar. BREAKING: LaLiga have released a statement announcing they will file a complaint against Paris Saint-Germain over Kylian Mbappe's new contract... pic.twitter.com/Ymjf0YlJpd— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 21, 2022 Mbappé hélt upp á nýjan samning sinn við PSG með því að skora þrennu í 5-0 sigri á Metz í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Talandi um að nudda salti í sárin. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 21. maí 2022 21:01 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur verið orðaður við Real Madríd allt síðan félagið reyndi að kaupa hann sumarið 2021. Mbappé hefur gefið út að hann hafi verið stuðningsmaður Real allt síðan í æsku og benti allt til þess að franski sóknarmaðurinn myndi færa sig til Madrídar er samningur hans í París rynni út að tímabilinu loknu. Það er þangað til í gær þegar fregnir bárust af nýjum þriggja ára samning PSG við Mbappé. Spænska úrvalsdeildin er ekki par sátt með ákvörðun Mbappé og ætlar í hart. Deildin hefur gefið út að það sé ekki fræðilegur möguleiki á því að fjárhagsstaða París Saint-Germain geri liðinu kleift að bjóða Mbappé svipaðan samning og Real Madríd gerði. Ætlar spænska deildin að leggja fram kvörtun við UEFA, frönsk skattayfirvöld og Evrópusambandið. Í yfirlýsingu La Liga segir að PSG hafi tapað 220 milljónum evra á síðustu leiktíð og meira en 700 milljónum evra á undanförnum árum. Þá gagnrýnir La Liga auglýsinga samninga franska liðsins og tekur saman hversu dýr leikmannahópur þess sé (650 milljónir evra). Að lokum segir að hegðun Al-Khelafi, forseta PSG, ógni stöðugleika evrópsks fótbolta á sama hátt og hin svokallaða „Ofurdeild Evrópu“ en Real Madríd – liðið sem taldi sig vera að fá Mbappé – var meðal liða sem barðist hvað mest fyrir stofnun hennar. BREAKING: LaLiga have released a statement announcing they will file a complaint against Paris Saint-Germain over Kylian Mbappe's new contract... pic.twitter.com/Ymjf0YlJpd— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 21, 2022 Mbappé hélt upp á nýjan samning sinn við PSG með því að skora þrennu í 5-0 sigri á Metz í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Talandi um að nudda salti í sárin.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 21. maí 2022 21:01 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 21. maí 2022 21:01