Sjáðu Selfoss-heimsókn Helenu: „Ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2022 14:00 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir getur tekið út úr reynslubanka Sifjar Atladóttur. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, skellti sér á Selfoss á dögunum og afraksturinn var sýndur í þætti gærkvöldsins. Helena ræddi við hjónin Sif Atladóttur og Björn Sigurbjörnsson og hinar ungu og bráðefnilegu Barbáru Sól Gísladóttur og Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur. Sif sneri aftur til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku, þar af ellefu hjá Kristianstad í Svíþjóð. Þar var eiginmaðurinn Björn aðstoðarþjálfari. Sif segir að deildin hérna heima sé sterkari nú en þegar hún fór út 2009. „Stærsti hluturinn er að líkamlegt ástand leikmanna er betra. Leikmenn hugsa betur um sig. Þótt það sé ekki hægt að tala um þetta sem atvinnumannadeild hugsa flestir leikmenn í deildinni það vel um sig að það er hægt að titla hana þannig,“ sagði Sif. Klippa: Bestu mörkin - heimsókn Helenu á Selfoss „Leikmenn hugsa mikið um íþróttina 24/7 og það er alltaf næsti leikur sem er ekkert ósvipað og úti, nema ég finn það að leikmenn hérna á Íslandi hafa miklu fleiri bolta á lofti en þeir sem eru úti.“ Gullið tækifæri að koma aftur Barbára lék hálft tímabil með Bröndby í Danmörku á láni en ákvað að snúa aftur í Selfoss fyrir þetta tímabil. „Það eru bara spennandi tímar framundan á Selfossi. Þetta er uppeldisfélagið mitt og mér fannst bara gullið tækifæri til að koma aftur,“ sagði Barbára sem er nokkuð sátt með hvernig Selfoss hefur byrjað tímabilið. Liðið er ósigrað í 2. sæti Bestu deildarinnar. „Ég átti alveg von á þessu og hafði fulla trú á liðinu okkar.“ Áslaug Dóra spilar með Sif í hjarta varnar Selfoss og nýtur þess í botn. Átján ár eru á milli þeirra en þær ná samt vel saman. „Þetta er draumastaða og það ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu. Þetta er gefandi og það er mikill leiðtogi í henni,“ sagði Áslaug. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Helena ræddi við hjónin Sif Atladóttur og Björn Sigurbjörnsson og hinar ungu og bráðefnilegu Barbáru Sól Gísladóttur og Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur. Sif sneri aftur til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku, þar af ellefu hjá Kristianstad í Svíþjóð. Þar var eiginmaðurinn Björn aðstoðarþjálfari. Sif segir að deildin hérna heima sé sterkari nú en þegar hún fór út 2009. „Stærsti hluturinn er að líkamlegt ástand leikmanna er betra. Leikmenn hugsa betur um sig. Þótt það sé ekki hægt að tala um þetta sem atvinnumannadeild hugsa flestir leikmenn í deildinni það vel um sig að það er hægt að titla hana þannig,“ sagði Sif. Klippa: Bestu mörkin - heimsókn Helenu á Selfoss „Leikmenn hugsa mikið um íþróttina 24/7 og það er alltaf næsti leikur sem er ekkert ósvipað og úti, nema ég finn það að leikmenn hérna á Íslandi hafa miklu fleiri bolta á lofti en þeir sem eru úti.“ Gullið tækifæri að koma aftur Barbára lék hálft tímabil með Bröndby í Danmörku á láni en ákvað að snúa aftur í Selfoss fyrir þetta tímabil. „Það eru bara spennandi tímar framundan á Selfossi. Þetta er uppeldisfélagið mitt og mér fannst bara gullið tækifæri til að koma aftur,“ sagði Barbára sem er nokkuð sátt með hvernig Selfoss hefur byrjað tímabilið. Liðið er ósigrað í 2. sæti Bestu deildarinnar. „Ég átti alveg von á þessu og hafði fulla trú á liðinu okkar.“ Áslaug Dóra spilar með Sif í hjarta varnar Selfoss og nýtur þess í botn. Átján ár eru á milli þeirra en þær ná samt vel saman. „Þetta er draumastaða og það ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu. Þetta er gefandi og það er mikill leiðtogi í henni,“ sagði Áslaug. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33