Fullkomnasti fyrri hálfleikur í sögu úrslitaeinvígisins um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 14:46 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsliðsins, fagnar á hliðarlínunni í gær. Hans menn voru stórkostlegir. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn biðu í ellefu daga eftir leik eitt í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla og það er óhætt að segja að lærisveinar Snorra Steins Guðjónssonar hafi mætt tilbúnir. Þeir sem óttuðust eitthvað ryð í vel slípuðum leik Valsmanna frá því í sópinu á móti Selfossi fengu fljótt svar um að slíkar áhyggjur voru algjörlega óþarfar. Valsmenn voru ekki bara tilbúnir í slaginn heldur buðu þeir hreinlega upp á fullkomnasta fyrri hálfleik í sögu lokaúrslita karla. Það var ljóst í hvað stefndi því Valsliði vann fyrstu fimm og hálfu mínútuna 7-2 og var búið að ná tíu marka forystu, 17-7, þegar Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, tók sitt annað leikhlé eftir aðeins 22 mínútna leik. Valsliðið vann fyrri hálfleikinn á endanum með þrettán marka mun, skoraði 22 mörk gegn aðeins níu mörkum Eyjamanna. Þetta er langmesta forysta eftir fyrri hálfleik í sögu úrslitaeinvígisins. Gamla metið var sjö marka forysta sem fimm lið höfðu náð síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1992. Valsmenn voru að bæta það met um sex mörk og fóru því langt með að tvöfalda gamla metið. Stiven Tobar Valencia skoraði þrjú mörk í upphafi leiks og var með fleiri mörk en allir Eyjamenn til samans þegar ÍBV þurfti að taka sitt fyrsta leikhlé í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Leikmenn Vals buðu líka upp á magnaða tölfræði hvert sem var litið í þessum stórbrotna fyrri hálfleik. Valsmenn nýttu skotin sín 85 prósent í fyrri hálfleiknum en þeir klikkuðu aðeins á fjórum skotum allan hálfleikinn. Eins var markvarslan í heimsklassa en Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í fyrri hálfleiknum eða 65 prósent skotanna sem á hann komu. Valsmenn voru líka með yfirburði í hálfleiknum í stoðsendingum (15-2), löglegum stöðvunum (14-6), stolnum boltum (5-2), gegnumbrotsmörkum (5-1) og hreinum hraðaupphlaupsmörkum (6-1). Jú, þetta var sögulegur hálfleikur sem verður seint jafnaður nema kannski af þessu magnaða Valsliði sem enginn hefur ráðið við í þessari úrslitakeppni. Besti fyrri hálfleikur í sögu lokaúrslita karla í handbolta: +13 Valur á móti ÍBV í leik eitt 2022 (22-9) +7 KA á móti Val í leik þrjú 1996 (17-10) +7 Valur á móti Fram í leik fjögur 1998 (13-6) +7 Haukar á móti KA í leik tvö 2001 (15-8) +7 Fram á móti Haukum í leik fjögur 2013 (14-7) +7 FH á móti Val í leik fjögur 2017 (19-12) +6 Valur á móti Haukum í leik eitt 1994 (13-7) +6 Afturelding á móti FH í leik þrjú 1999 (16-10) +6 Haukar á móti KA í leik fjögur 2001 (18-12) +6 Haukar á móti Fram í leik þrjú 2011 (18-12) Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Þeir sem óttuðust eitthvað ryð í vel slípuðum leik Valsmanna frá því í sópinu á móti Selfossi fengu fljótt svar um að slíkar áhyggjur voru algjörlega óþarfar. Valsmenn voru ekki bara tilbúnir í slaginn heldur buðu þeir hreinlega upp á fullkomnasta fyrri hálfleik í sögu lokaúrslita karla. Það var ljóst í hvað stefndi því Valsliði vann fyrstu fimm og hálfu mínútuna 7-2 og var búið að ná tíu marka forystu, 17-7, þegar Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, tók sitt annað leikhlé eftir aðeins 22 mínútna leik. Valsliðið vann fyrri hálfleikinn á endanum með þrettán marka mun, skoraði 22 mörk gegn aðeins níu mörkum Eyjamanna. Þetta er langmesta forysta eftir fyrri hálfleik í sögu úrslitaeinvígisins. Gamla metið var sjö marka forysta sem fimm lið höfðu náð síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1992. Valsmenn voru að bæta það met um sex mörk og fóru því langt með að tvöfalda gamla metið. Stiven Tobar Valencia skoraði þrjú mörk í upphafi leiks og var með fleiri mörk en allir Eyjamenn til samans þegar ÍBV þurfti að taka sitt fyrsta leikhlé í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Leikmenn Vals buðu líka upp á magnaða tölfræði hvert sem var litið í þessum stórbrotna fyrri hálfleik. Valsmenn nýttu skotin sín 85 prósent í fyrri hálfleiknum en þeir klikkuðu aðeins á fjórum skotum allan hálfleikinn. Eins var markvarslan í heimsklassa en Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í fyrri hálfleiknum eða 65 prósent skotanna sem á hann komu. Valsmenn voru líka með yfirburði í hálfleiknum í stoðsendingum (15-2), löglegum stöðvunum (14-6), stolnum boltum (5-2), gegnumbrotsmörkum (5-1) og hreinum hraðaupphlaupsmörkum (6-1). Jú, þetta var sögulegur hálfleikur sem verður seint jafnaður nema kannski af þessu magnaða Valsliði sem enginn hefur ráðið við í þessari úrslitakeppni. Besti fyrri hálfleikur í sögu lokaúrslita karla í handbolta: +13 Valur á móti ÍBV í leik eitt 2022 (22-9) +7 KA á móti Val í leik þrjú 1996 (17-10) +7 Valur á móti Fram í leik fjögur 1998 (13-6) +7 Haukar á móti KA í leik tvö 2001 (15-8) +7 Fram á móti Haukum í leik fjögur 2013 (14-7) +7 FH á móti Val í leik fjögur 2017 (19-12) +6 Valur á móti Haukum í leik eitt 1994 (13-7) +6 Afturelding á móti FH í leik þrjú 1999 (16-10) +6 Haukar á móti KA í leik fjögur 2001 (18-12) +6 Haukar á móti Fram í leik þrjú 2011 (18-12)
Besti fyrri hálfleikur í sögu lokaúrslita karla í handbolta: +13 Valur á móti ÍBV í leik eitt 2022 (22-9) +7 KA á móti Val í leik þrjú 1996 (17-10) +7 Valur á móti Fram í leik fjögur 1998 (13-6) +7 Haukar á móti KA í leik tvö 2001 (15-8) +7 Fram á móti Haukum í leik fjögur 2013 (14-7) +7 FH á móti Val í leik fjögur 2017 (19-12) +6 Valur á móti Haukum í leik eitt 1994 (13-7) +6 Afturelding á móti FH í leik þrjú 1999 (16-10) +6 Haukar á móti KA í leik fjögur 2001 (18-12) +6 Haukar á móti Fram í leik þrjú 2011 (18-12)
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira