Mikið tjón á innviðum hugsanlegt í nýju gosi á Reykjanesi Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. maí 2022 21:52 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur, í íþróttahúsinu í Grindavík þar sem íbúafundur um óvissustig vegna jarðskjálftahrinu var haldinn í kvöld. Vísir/Stöð 2 Jarðvirkni og landris sem nú á sér stað á Reykjanesi er á þannig stað að mikið tjón gæti orðið á innviðum ef eldgos hæfist þar. Íbúafundur vegna jarðskjálftahrinunnar var haldinn í Grindavík í kvöld. Fyrir tveimur til þremur vikum hófst jarðskjálftahrina við Svartsengi á Reykjanesi. Um síðustu helgi mældust nokkrir jarðskjálftar yfir þrír að stærð, sá stærsti þeirra 4,3 á sunnudag. Land hefur nú risið um nokkra sentímetra, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðfræðings, sem var einn frummælenda á íbúafundinum í kvöld. „Það er skýrt merki um að kvika sé byrjuð að troða sér inn á fjögurra til fimm kílómetra dýpi,“ sagði Magnús Tumi við fréttamann Stöðvar 2 fyrir fundinn. Enn sem komið er hefði mjög lítil kvika safnast upp. Land gæti risið mun meira án þess að til eldgoss kæmi. Erfitt væri að segja hvenær slíkt gæti gerst. Magnús Tumi benti á að nú væri hafið óróatímabil á Reykjanesskaga sem þýddi að fólk þyrfti að vera viðbúið eldgosum. Klippa: Magnús Tumi ræðir jarðhræringar á Reykjanesi Kæmi til goss á næstunni sagði Magnús Tumi líklegast að það yrði á þeim slóðum þar sem land rís nú. Á þeim slóðum eru miklir innviðir: raforkuver í Svartsengi, Bláa lónið, Grindavíkurvegur og hitaveitulagnir. „Þannig getur orðið mikið tjón þó að það yrði ekki mjög stórt gos,“ sagði Magnús Tumi. Líkurnar á manntjóni væru þó litlar þar sem hlutirnir gerist ekki það hratt í hraungosi. „En þetta er svona staður þar sem geta orðið miklar skemmdir,“ sagði hann. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fyrir tveimur til þremur vikum hófst jarðskjálftahrina við Svartsengi á Reykjanesi. Um síðustu helgi mældust nokkrir jarðskjálftar yfir þrír að stærð, sá stærsti þeirra 4,3 á sunnudag. Land hefur nú risið um nokkra sentímetra, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðfræðings, sem var einn frummælenda á íbúafundinum í kvöld. „Það er skýrt merki um að kvika sé byrjuð að troða sér inn á fjögurra til fimm kílómetra dýpi,“ sagði Magnús Tumi við fréttamann Stöðvar 2 fyrir fundinn. Enn sem komið er hefði mjög lítil kvika safnast upp. Land gæti risið mun meira án þess að til eldgoss kæmi. Erfitt væri að segja hvenær slíkt gæti gerst. Magnús Tumi benti á að nú væri hafið óróatímabil á Reykjanesskaga sem þýddi að fólk þyrfti að vera viðbúið eldgosum. Klippa: Magnús Tumi ræðir jarðhræringar á Reykjanesi Kæmi til goss á næstunni sagði Magnús Tumi líklegast að það yrði á þeim slóðum þar sem land rís nú. Á þeim slóðum eru miklir innviðir: raforkuver í Svartsengi, Bláa lónið, Grindavíkurvegur og hitaveitulagnir. „Þannig getur orðið mikið tjón þó að það yrði ekki mjög stórt gos,“ sagði Magnús Tumi. Líkurnar á manntjóni væru þó litlar þar sem hlutirnir gerist ekki það hratt í hraungosi. „En þetta er svona staður þar sem geta orðið miklar skemmdir,“ sagði hann.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35
Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49