Segir fulla ástæðu til mótmæla þó hlutabréf Íslandsbanka hafi lækkað Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2022 13:21 Eins og vænta mátti gefur Gunnar Smári ekki mikið fyrir útleggingar Hermanns, segir hann valkvæðan mann útúrsnúinga. vísir/vilhelm Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hæðist að mótmælendum vegna bankasölunnar og segir að nú hafi gróðinn þurrkast út. Gunnar Smári Egilsson, einn forsprakki mótmælanna segir þetta fráleitan útúrsnúing. Hermann er fyrrverandi forstjóri N1, hann hefur í gegnum tíðina verið einarður stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og talar einatt úr þeirri áttinni. Hinn mikli gróði hefur þurrkast út „Nú finnur maður til með mótmælendum sem mæta á Austurvöll til að skammast yfir sölunni á Íslandsbanka,“ skrifar Hermann hæðnislega á Facebook-síðu sína: „Nú hefur gengið lækkað það mikið að allur gróðinn hefur þurrkast út og allt útlit fyrir salan hafi verið Ríkissjóði afar hagfelld og að Bankasýslan hafi metið tímasetninguna frábærlega,“ segir Hermann og bætir því svo við, írónískur, að það sé samt engin ástæða til að hætta að mæta á Austurvöll. Einn þeirra sem hefur staðið að mótmælum á Austurvelli, alla laugardaga, vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka er Gunnar Smári Egilsson. Vísir bar orð Hermanns undir hann og spurði hvort forsendurnar vegna mótmælanna væru þá þar með ekki brostnar? Besti hamborgarasölumaður í heimi Gunnar Smári hélt ekki: „Hermann er valkvæður maður. Hann telur rangt að tala um ávinning kaupenda ef verð hækkar en vill ræða ávinning seljanda ef verðið lækkar. En málið hefur hins vegar aldrei snúist um verðþróun hlutabréfa heldur um afsláttinn sem Bjarni og bankasýslan veitti dagana sem bréfin voru seld. Það er eini mælikvarðinn. Og hann sýnir að Bjarni og bankasýslan gáfu eignir almennings vinum sínum og vandamönnum,“ segir Gunnar Smári. Og leggur málið upp með eftirfarandi hætti: „Dæmi Hermanns er dæmigerður útúrsnúningur. Umorða mætti það svo: Hermann vinnur hjá hamborgarbúllu Siggu og selur hamborgara sem kosta þúsund kall. Pabbi Hermanns kemur á búlluna og Hermann selur honum hamborgara á 500 krónur. Sigga skammar Hermann fyrir að gefa eigur sínar. Þá missir pabbinn hamborgarann i gólfið og stígur á hann. Og Hermann segir: Sjáðu, hvað ég er snjall að hafa selt þessa klessu á 500 krónur. Ég er besti hamborgarasali í heimi.“ Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Hermann er fyrrverandi forstjóri N1, hann hefur í gegnum tíðina verið einarður stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og talar einatt úr þeirri áttinni. Hinn mikli gróði hefur þurrkast út „Nú finnur maður til með mótmælendum sem mæta á Austurvöll til að skammast yfir sölunni á Íslandsbanka,“ skrifar Hermann hæðnislega á Facebook-síðu sína: „Nú hefur gengið lækkað það mikið að allur gróðinn hefur þurrkast út og allt útlit fyrir salan hafi verið Ríkissjóði afar hagfelld og að Bankasýslan hafi metið tímasetninguna frábærlega,“ segir Hermann og bætir því svo við, írónískur, að það sé samt engin ástæða til að hætta að mæta á Austurvöll. Einn þeirra sem hefur staðið að mótmælum á Austurvelli, alla laugardaga, vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka er Gunnar Smári Egilsson. Vísir bar orð Hermanns undir hann og spurði hvort forsendurnar vegna mótmælanna væru þá þar með ekki brostnar? Besti hamborgarasölumaður í heimi Gunnar Smári hélt ekki: „Hermann er valkvæður maður. Hann telur rangt að tala um ávinning kaupenda ef verð hækkar en vill ræða ávinning seljanda ef verðið lækkar. En málið hefur hins vegar aldrei snúist um verðþróun hlutabréfa heldur um afsláttinn sem Bjarni og bankasýslan veitti dagana sem bréfin voru seld. Það er eini mælikvarðinn. Og hann sýnir að Bjarni og bankasýslan gáfu eignir almennings vinum sínum og vandamönnum,“ segir Gunnar Smári. Og leggur málið upp með eftirfarandi hætti: „Dæmi Hermanns er dæmigerður útúrsnúningur. Umorða mætti það svo: Hermann vinnur hjá hamborgarbúllu Siggu og selur hamborgara sem kosta þúsund kall. Pabbi Hermanns kemur á búlluna og Hermann selur honum hamborgara á 500 krónur. Sigga skammar Hermann fyrir að gefa eigur sínar. Þá missir pabbinn hamborgarann i gólfið og stígur á hann. Og Hermann segir: Sjáðu, hvað ég er snjall að hafa selt þessa klessu á 500 krónur. Ég er besti hamborgarasali í heimi.“
Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira