„Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og það má vera skemmtilegt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. maí 2022 12:00 Listakonan Hildur Hermannsdóttir opnar sýningu í Núllinu í dag. Aðsend Listakonan Hildur Hermannsdóttir opnar sýninguna Guð minn góður! í Núllinu, Bankastræti 0, klukkan 18:00 í dag. Blaðamaður tók púlsinn á henni rétt fyrir opnun og fékk að heyra nánar frá sýningunni. Hildur er búsett í Osló og hélt sína fyrstu einkasýningu þar í nóvember. Hún er menntaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands og myndskreytir frá Høyskolen Kristiania í Osló. Hildur gekk í gegnum mikil andleg veikindi haustið 2020 og fann í kjölfarið betri tengingu við myndlistina. „Í byrjun ársins 2021 þegar mér var farið að líða betur þá áttaði ég mig á því að ég verð að fylgja hjartanu mínu og skapa myndlist. Þess vegna hef ég loksins byrjað að sýna listina mína, eitthvað sem ég þorði aldrei að gera áður. Ég ætla að halda áfram, þetta er fyrsta myndlistarsýningin mína á Íslandi og ég vona að ég fái að halda aðra hér í heimalandinu sem allra fyrst.“ Sýning Hildar ber nafnið Guð minn góður!Hildur Hermannsdóttir Hvaðan sækirðu innblástur í sýninguna og í þína listsköpun almennt? Innblásturinn að minni listsköpun er lífið mitt, það sem ég upplifi og er að læra hverju sinni. Þá sérstaklega varðandi andlegan þroska, ég hef átt við alls kyns andleg veikindi í gegnum tíðina eins og til dæmis þunglyndi, kvíða, alkóhólisma og ADHD. Ég nota list til þess að heila sjálfa mig og listin mín er svo kölluð autobiographical. Ég fjalla um hvað er að gerast innra með mér þá stundina. Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og að það má vera skemmtilegt. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessari sýningu síðan í desember en sýningin hefur farið í gegnum mörg ferli og þróast mikið á leiðinni. Ég til dæmis upplifði mjög krefjandi tímabil fyrir stuttu síðan þar sem ég þurfti að horfa í hreinskilni inn á við og sá sjálfa mig í öðru ljósi. Gekk í gegnum eitthvað sem myndi kallast svartnætti sálarinnar. En ég kom sterkari, frjálsari og bjartari út hinum megin og sá hvað ég hef verið að sækjast í allt utan við sjálfa mig til þess að finna friðinn og hamingjuna. Hefurðu komist nær andlegri lausn í gegnum listina? Listin fyrir mér er mjög andleg og frelsar mig. Ég fæ að vera nákvæmlega eins og ég er, hrá og viðkvæm. Ég hef gusað út reiði með listinni áður en núna hef ég löngun til þess að umbreyta myrkrinu í ljós. Nota mína reynslu af andlegum veikindum og erfiðleikum til þess að fegra heiminn. Hildur er búsett í Osló en heldur nú sína fyrstu einkasýningu hér á landi.Aðsend Sýningin opnar sem áður segir klukkan 18:00 í dag og stendur til næstkomandi sunnudags. Myndlist Menning Geðheilbrigði Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Hildur er búsett í Osló og hélt sína fyrstu einkasýningu þar í nóvember. Hún er menntaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands og myndskreytir frá Høyskolen Kristiania í Osló. Hildur gekk í gegnum mikil andleg veikindi haustið 2020 og fann í kjölfarið betri tengingu við myndlistina. „Í byrjun ársins 2021 þegar mér var farið að líða betur þá áttaði ég mig á því að ég verð að fylgja hjartanu mínu og skapa myndlist. Þess vegna hef ég loksins byrjað að sýna listina mína, eitthvað sem ég þorði aldrei að gera áður. Ég ætla að halda áfram, þetta er fyrsta myndlistarsýningin mína á Íslandi og ég vona að ég fái að halda aðra hér í heimalandinu sem allra fyrst.“ Sýning Hildar ber nafnið Guð minn góður!Hildur Hermannsdóttir Hvaðan sækirðu innblástur í sýninguna og í þína listsköpun almennt? Innblásturinn að minni listsköpun er lífið mitt, það sem ég upplifi og er að læra hverju sinni. Þá sérstaklega varðandi andlegan þroska, ég hef átt við alls kyns andleg veikindi í gegnum tíðina eins og til dæmis þunglyndi, kvíða, alkóhólisma og ADHD. Ég nota list til þess að heila sjálfa mig og listin mín er svo kölluð autobiographical. Ég fjalla um hvað er að gerast innra með mér þá stundina. Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og að það má vera skemmtilegt. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessari sýningu síðan í desember en sýningin hefur farið í gegnum mörg ferli og þróast mikið á leiðinni. Ég til dæmis upplifði mjög krefjandi tímabil fyrir stuttu síðan þar sem ég þurfti að horfa í hreinskilni inn á við og sá sjálfa mig í öðru ljósi. Gekk í gegnum eitthvað sem myndi kallast svartnætti sálarinnar. En ég kom sterkari, frjálsari og bjartari út hinum megin og sá hvað ég hef verið að sækjast í allt utan við sjálfa mig til þess að finna friðinn og hamingjuna. Hefurðu komist nær andlegri lausn í gegnum listina? Listin fyrir mér er mjög andleg og frelsar mig. Ég fæ að vera nákvæmlega eins og ég er, hrá og viðkvæm. Ég hef gusað út reiði með listinni áður en núna hef ég löngun til þess að umbreyta myrkrinu í ljós. Nota mína reynslu af andlegum veikindum og erfiðleikum til þess að fegra heiminn. Hildur er búsett í Osló en heldur nú sína fyrstu einkasýningu hér á landi.Aðsend Sýningin opnar sem áður segir klukkan 18:00 í dag og stendur til næstkomandi sunnudags.
Myndlist Menning Geðheilbrigði Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira