Saga pizzaþjónsins sem varð öflugasti og hataðasti umboðsmaður sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2022 08:00 Mino Raiola með Zlatan Ibrahimovic en þeir áttu alla tíð mjög gott samband. Getty/VI Images Ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola kvaddi þennan heim í lok síðasta mánaðar aðeins 54 ára gamall. Hann náði heldur betur að setja sitt mark á knattspyrnusöguna. Raiola var hataður af mörgum innan knattspyrnuheimsins en elskaður af skjólstæðingum sínum sem eru margar af stærstu knattspyrnustjörnum samtímans. Meðal skjólstæðinga hans voru Zlatan Ibrahimović, Paul Pogba, Gianluigi Donnarumma, Matthijs de Ligt og svo auðvitað nýstirnið Erling Haaland. Eflaust hafa margir heyrt nafn Mino Raiola og lesið um óvinsældir hans meðal knattspyrnustjóra eins og Alex Ferguson. Nú er hægt að sjá það í fróðlegri samantekt sem heitir „How Mino Raiola Became a Super Agent“ eða „Hvernig Mino Raiola varð að ofurumboðsmanni“. Youtube vefurinn Tifo Football fór þar yfir ævi Raiola og það hvernig honum tókst að vinna sig upp úr einu fátækasta hverfi Ítalíu í það að verða risanafn í fótboltasögunni. Hann á meðal annars stóran þátt í því að regluverki FIFA var breytt til að vega á móti miklum áhrifum umboðsmanna eins og hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=GBvP8Ysc204">watch on YouTube</a> Saga hans er vissulega efni í góða bíómynd. Honum tókst að mynda góð tengsl við frammámenn innan hollenska knattspyrnusambandsins sem voru fastagestir á pizzastað föður hans. Raiola hafði byrjað að vaska upp og þjóna til borðs en tók svo yfir reikningana enda kom fljótt í ljós að hann kunni að fara með þá og ná góðum samningum. Fyrsti leikmaðurinn sem kom honum á umboðsmannakortið var Hollendingurinn Bryan Roy sem hann kom frá Ajax til Foggia árið 1992. Árið eftir kom hann þeim Wim Jonk og Dennis Bergkamp til Internazionale og eitt af stóru vörðum á ferli hans var þegar hann kom Tékkanum Pavel Nedved frá Sparta Prag til Lazio. Í umfjöllun Tifo má líka heyra af samskiptum Raiola og hans frægasta skjólstæðings, Zlatan Ibrahimovic, þar á meðal afskiptaleysi Raiola þegar þeir hittust fyrst. Ibrahimovic fékk að heyra það og hefur sjálfur talað um það að hörð gagnrýni Raiola hafi átt mikinn þátt í því að sænski framherjinn tók sjálfan sig í gegn og tók upp þau vinnubrögð sem gerðu hann að einum sigursælasta leikmanni sögunnar í landsdeildum Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu samantekt á ævi Mino Raiola. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t-UlOB6PrSk">watch on YouTube</a> Fótbolti Ítalía Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Raiola var hataður af mörgum innan knattspyrnuheimsins en elskaður af skjólstæðingum sínum sem eru margar af stærstu knattspyrnustjörnum samtímans. Meðal skjólstæðinga hans voru Zlatan Ibrahimović, Paul Pogba, Gianluigi Donnarumma, Matthijs de Ligt og svo auðvitað nýstirnið Erling Haaland. Eflaust hafa margir heyrt nafn Mino Raiola og lesið um óvinsældir hans meðal knattspyrnustjóra eins og Alex Ferguson. Nú er hægt að sjá það í fróðlegri samantekt sem heitir „How Mino Raiola Became a Super Agent“ eða „Hvernig Mino Raiola varð að ofurumboðsmanni“. Youtube vefurinn Tifo Football fór þar yfir ævi Raiola og það hvernig honum tókst að vinna sig upp úr einu fátækasta hverfi Ítalíu í það að verða risanafn í fótboltasögunni. Hann á meðal annars stóran þátt í því að regluverki FIFA var breytt til að vega á móti miklum áhrifum umboðsmanna eins og hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=GBvP8Ysc204">watch on YouTube</a> Saga hans er vissulega efni í góða bíómynd. Honum tókst að mynda góð tengsl við frammámenn innan hollenska knattspyrnusambandsins sem voru fastagestir á pizzastað föður hans. Raiola hafði byrjað að vaska upp og þjóna til borðs en tók svo yfir reikningana enda kom fljótt í ljós að hann kunni að fara með þá og ná góðum samningum. Fyrsti leikmaðurinn sem kom honum á umboðsmannakortið var Hollendingurinn Bryan Roy sem hann kom frá Ajax til Foggia árið 1992. Árið eftir kom hann þeim Wim Jonk og Dennis Bergkamp til Internazionale og eitt af stóru vörðum á ferli hans var þegar hann kom Tékkanum Pavel Nedved frá Sparta Prag til Lazio. Í umfjöllun Tifo má líka heyra af samskiptum Raiola og hans frægasta skjólstæðings, Zlatan Ibrahimovic, þar á meðal afskiptaleysi Raiola þegar þeir hittust fyrst. Ibrahimovic fékk að heyra það og hefur sjálfur talað um það að hörð gagnrýni Raiola hafi átt mikinn þátt í því að sænski framherjinn tók sjálfan sig í gegn og tók upp þau vinnubrögð sem gerðu hann að einum sigursælasta leikmanni sögunnar í landsdeildum Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu samantekt á ævi Mino Raiola. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t-UlOB6PrSk">watch on YouTube</a>
Fótbolti Ítalía Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira