Ísland nær HM í fyrsta sinn eftir ákvörðun FIBA um Rússa Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2022 13:02 Martin Hermannsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu frækinn sigur gegn Ítölum í febrúar. Vísir/Bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er öruggt um sæti í seinni umferð undankeppni HM 2023 og á þar með möguleika á að spila á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn í sögunni. Þetta er niðurstaðan eftir ákvörðun FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins, varðandi þátttöku Rússlands í mótum á vegum sambandsins. FIBA tilkynnti í dag að öll úrslit í þeim mótum sem Rússar voru þátttakendur í hefðu nú verið ógilt, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland og Rússland voru saman í riðli í undankeppni HM ásamt Hollandi og Ítalíu, og höfðu Rússar unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Þrjú efstu lið riðilsins áttu að fara áfram á seinna stig undankeppninnar. Russia and Belarus to be withdrawn from FIBA Basketball World Cup Qualifying with results from their games annulled.As such,Greece Turkey Great Britain Italy Iceland Netherlands all progress to the next round of #FIBAWC qualifying. https://t.co/0CNoWEt8wC— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) May 18, 2022 Gætu lent í baráttu við Úkraínu um HM-farseðil Nú hafa Rússar verið dæmdir úr leik og þar með er ljóst að Ítalía, Ísland og Holland fara áfram á seinna stigið og leika í riðli með þremur efstu liðunum úr G-riðli (Georgía, Spánn, Úkraína og Norður-Makedónía). Fjögur af liðunum sex sem leika saman í riðli á seinna stiginu komast svo á sjálft heimsmeistaramótið sem allt í einu er orðinn raunhæfur möguleiki fyrir Ísland. Þannig gæti sú barátta til dæmis snúist um að hafa betur gegn Úkraínu sem er í 32. sæti heimslistans, fjórtán sætum fyrir ofan Ísland. Ísland með tvo eða þrjú sigra með sér Ísland vann útisigur gegn Hollandi í nóvember og heimasigur gegn Ítalíu í febrúar en tapaði svo útileiknum gegn Ítölum. Eini leikur íslenska liðsins sem eftir er er því heimaleikur við Holland á Ásvöllum í byrjun júlí. Ísland tekur með sér úrslitin úr fyrra stigi undankeppninnar áfram á seinna stigið og á því möguleika á að taka þangað með sér þrjá sigra og eitt tap. Ákvörðun FIBA gildir bæði um Rússland og Hvíta-Rússland. Engin mót á vegum FIBA verða haldin í löndunum og löndin hafa verið tekin út úr þeim mótum sem þau voru í, sem voru undankeppni HM karla auk þess sem Rússland átti sæti á HM kvenna í september og HM U17 stelpna í sumar. Ákveðið hafði verið að Púertó Ríkó kæmi inn í stað Rússlands á HM kvenna. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir ákvörðun FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins, varðandi þátttöku Rússlands í mótum á vegum sambandsins. FIBA tilkynnti í dag að öll úrslit í þeim mótum sem Rússar voru þátttakendur í hefðu nú verið ógilt, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland og Rússland voru saman í riðli í undankeppni HM ásamt Hollandi og Ítalíu, og höfðu Rússar unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Þrjú efstu lið riðilsins áttu að fara áfram á seinna stig undankeppninnar. Russia and Belarus to be withdrawn from FIBA Basketball World Cup Qualifying with results from their games annulled.As such,Greece Turkey Great Britain Italy Iceland Netherlands all progress to the next round of #FIBAWC qualifying. https://t.co/0CNoWEt8wC— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) May 18, 2022 Gætu lent í baráttu við Úkraínu um HM-farseðil Nú hafa Rússar verið dæmdir úr leik og þar með er ljóst að Ítalía, Ísland og Holland fara áfram á seinna stigið og leika í riðli með þremur efstu liðunum úr G-riðli (Georgía, Spánn, Úkraína og Norður-Makedónía). Fjögur af liðunum sex sem leika saman í riðli á seinna stiginu komast svo á sjálft heimsmeistaramótið sem allt í einu er orðinn raunhæfur möguleiki fyrir Ísland. Þannig gæti sú barátta til dæmis snúist um að hafa betur gegn Úkraínu sem er í 32. sæti heimslistans, fjórtán sætum fyrir ofan Ísland. Ísland með tvo eða þrjú sigra með sér Ísland vann útisigur gegn Hollandi í nóvember og heimasigur gegn Ítalíu í febrúar en tapaði svo útileiknum gegn Ítölum. Eini leikur íslenska liðsins sem eftir er er því heimaleikur við Holland á Ásvöllum í byrjun júlí. Ísland tekur með sér úrslitin úr fyrra stigi undankeppninnar áfram á seinna stigið og á því möguleika á að taka þangað með sér þrjá sigra og eitt tap. Ákvörðun FIBA gildir bæði um Rússland og Hvíta-Rússland. Engin mót á vegum FIBA verða haldin í löndunum og löndin hafa verið tekin út úr þeim mótum sem þau voru í, sem voru undankeppni HM karla auk þess sem Rússland átti sæti á HM kvenna í september og HM U17 stelpna í sumar. Ákveðið hafði verið að Púertó Ríkó kæmi inn í stað Rússlands á HM kvenna.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum