Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2022 12:25 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, hér með Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Stjórmálaprófessor telur Viðreisn vera með fleiri möguleika en aðrir á þátttöku í meirihlutasamstarfi. Vísir/Vilhelm Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. Viðræður í Reykjavík vegna myndun nýs meirihluta í borgarstjórn eru ennþá á því stigi að kallast óformlegar þreifingar flokka á milli. Viðmælendur fréttastofu segja ekkert nýtt að frétta af þeim bænum í dag. Allir flokkar, utan VG, gefa það enn út að stefnan sé að komast í formlegar meirihlutaviðræður. Ýmsir möguleikar eru í stöðunni, eins og farið hefur verið yfir, og Framsóknarflokkurinn með sína fjóra fulltrúa oftar en ekki sagður vera í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta. Þessu er Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ekki endilega sammála, en hann ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna í borginni. „Ég er ekki alveg sammála þessari greiningu sem oft er sett fram að Framsókn sé í svona gríðarlegri mikilli lykilstöðu. Jú, ég veit að það er erfitt að mynda meirihluta án Framsóknar vegna þess að það eru engar líkur á því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fari saman,“ sagði Baldur. Margt hafi breyst með yfirlýsingu forsvarmanna Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar um að þau ætli að fylgjast að, til að byrja með. „Þau settu Framsókn dálítið út í horn með því. Vegna þess að Framsókn getur ekki, ef hún gengur ekki til viðræðna við þessa flokka og myndar meirihluta, hún getur ekki snúið sér að Sjálfstæðisflokki,“ sagði Baldur og vísað til þess að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu aðeins tíu fulltrúa, ellefu með Flokki fólksins. Tólf fulltrúa þarf til að mynda meirihluta og Sósíalistar hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, og Líf Magneudóttir, oddviti VG. VG mun ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu sem er að hefjast.Vísir/Vilhelm „Þess vegna vil ég segja. Það er frekar Viðreisn sem er í sterkri stöðu, heldur en Framsókn,“ sagði Baldur og vísaði til orða Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, um að Viðreisn útiloki ekki neitt. „Hún getur slitið sig frá, eins og Þórdís Lóa er búin að ýja að hún gæti gert ef þetta gengur ekki upp, og farið þá að tala við Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Flokk fólksins,“ sagði Baldur en hlusta má allt viðtalið við hann hér að ofan. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. 17. maí 2022 18:54 Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fleiri fréttir Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Sjá meira
Viðræður í Reykjavík vegna myndun nýs meirihluta í borgarstjórn eru ennþá á því stigi að kallast óformlegar þreifingar flokka á milli. Viðmælendur fréttastofu segja ekkert nýtt að frétta af þeim bænum í dag. Allir flokkar, utan VG, gefa það enn út að stefnan sé að komast í formlegar meirihlutaviðræður. Ýmsir möguleikar eru í stöðunni, eins og farið hefur verið yfir, og Framsóknarflokkurinn með sína fjóra fulltrúa oftar en ekki sagður vera í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta. Þessu er Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ekki endilega sammála, en hann ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna í borginni. „Ég er ekki alveg sammála þessari greiningu sem oft er sett fram að Framsókn sé í svona gríðarlegri mikilli lykilstöðu. Jú, ég veit að það er erfitt að mynda meirihluta án Framsóknar vegna þess að það eru engar líkur á því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fari saman,“ sagði Baldur. Margt hafi breyst með yfirlýsingu forsvarmanna Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar um að þau ætli að fylgjast að, til að byrja með. „Þau settu Framsókn dálítið út í horn með því. Vegna þess að Framsókn getur ekki, ef hún gengur ekki til viðræðna við þessa flokka og myndar meirihluta, hún getur ekki snúið sér að Sjálfstæðisflokki,“ sagði Baldur og vísað til þess að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu aðeins tíu fulltrúa, ellefu með Flokki fólksins. Tólf fulltrúa þarf til að mynda meirihluta og Sósíalistar hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, og Líf Magneudóttir, oddviti VG. VG mun ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu sem er að hefjast.Vísir/Vilhelm „Þess vegna vil ég segja. Það er frekar Viðreisn sem er í sterkri stöðu, heldur en Framsókn,“ sagði Baldur og vísaði til orða Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, um að Viðreisn útiloki ekki neitt. „Hún getur slitið sig frá, eins og Þórdís Lóa er búin að ýja að hún gæti gert ef þetta gengur ekki upp, og farið þá að tala við Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Flokk fólksins,“ sagði Baldur en hlusta má allt viðtalið við hann hér að ofan.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. 17. maí 2022 18:54 Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fleiri fréttir Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Sjá meira
Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. 17. maí 2022 18:54
Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17