Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 23:01 Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. Í kringum eitt þúsund úkraínskir flóttamenn hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, flestir þeirra að flýja hörmulegar aðstæður í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld einsettu sér frá upphafi að taka vel á móti þeim. „Úkraínufólk hefur fengið ákaflega móttökur hér á Íslandi af hálfu stjórnvalda og það er bara frábært. Hins vegar hefur borið á því að flóttafólk frá öðrum uppruna heldur en Úkraínu finnist því vera mismunað. Stundum er það einhver misskilningur og stundum ekki. Þannig að það þarf að laga,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Atli Viðar Thorstensen er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.Vísir/Arnar Úkraínumenn fá sjálfkrafa vernd þegar þeir koma hingað til lands og því fylgja viss réttindi. Nú síðast var líka sagt frá því að ríkið myndi greiða 200 þúsund krónur með hverju úkraínsku barni til sveitarfélagsins þar sem fjölskylda þess hefði búsetu. Þetta gildir aðeins um úkraínsk börn. „Þetta kom okkur satt að segja svolítið á óvart. Við höfum ekki rætt þetta við ráðherra beint en við munum falast eftir frekari útskýringum á þessu en það er kannski erfitt að sjá málefnalegan rökstuðning á því að flóttafólki af ákveðnum uppruna sé gert hærra undir höfði en öðrum,“ segir Atli. Börn eru alltaf börn Menntamálaráðherra kveðst í samtali við fréttastofu vilja nýta velvilja í samfélaginu gagnvart flóttafólki til að bæta kerfið í heild. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Í kringum 1.000 úkraínskir flóttamenn hafa sótt um vernd á Íslandi frá áramótum, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru aðrir flóttamenn, og starfsfólk innan þess kerfis, óánægðir með að úkraínskum flóttamönnum sé gert hærra undir höfði en öðrum.Vísir/Vilhelm En þér finnst ekki verið að mismuna með þessu bara til úkraínskra barna? „Við erum að taka sérstaklega utan um þetta verkefni núna vegna þess að sveitarfélögin bjuggust við því að það kæmi gríðarlegur hópur úkraínskra flóttamanna og það var ákall eftir því að við kæmum inn í það með einhverjum hætti. Það erum við að gera núna. Ég held að það sé tækifæri til að gera enn betur gagnvart börnum af erlendum uppruna og það er algerlega hárrétt að við verðum að gæta þess að börn eru alltaf börn, sama hvort þau koma frá Úkraínu eða annars staðar frá,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira
Í kringum eitt þúsund úkraínskir flóttamenn hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, flestir þeirra að flýja hörmulegar aðstæður í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld einsettu sér frá upphafi að taka vel á móti þeim. „Úkraínufólk hefur fengið ákaflega móttökur hér á Íslandi af hálfu stjórnvalda og það er bara frábært. Hins vegar hefur borið á því að flóttafólk frá öðrum uppruna heldur en Úkraínu finnist því vera mismunað. Stundum er það einhver misskilningur og stundum ekki. Þannig að það þarf að laga,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Atli Viðar Thorstensen er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.Vísir/Arnar Úkraínumenn fá sjálfkrafa vernd þegar þeir koma hingað til lands og því fylgja viss réttindi. Nú síðast var líka sagt frá því að ríkið myndi greiða 200 þúsund krónur með hverju úkraínsku barni til sveitarfélagsins þar sem fjölskylda þess hefði búsetu. Þetta gildir aðeins um úkraínsk börn. „Þetta kom okkur satt að segja svolítið á óvart. Við höfum ekki rætt þetta við ráðherra beint en við munum falast eftir frekari útskýringum á þessu en það er kannski erfitt að sjá málefnalegan rökstuðning á því að flóttafólki af ákveðnum uppruna sé gert hærra undir höfði en öðrum,“ segir Atli. Börn eru alltaf börn Menntamálaráðherra kveðst í samtali við fréttastofu vilja nýta velvilja í samfélaginu gagnvart flóttafólki til að bæta kerfið í heild. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Í kringum 1.000 úkraínskir flóttamenn hafa sótt um vernd á Íslandi frá áramótum, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru aðrir flóttamenn, og starfsfólk innan þess kerfis, óánægðir með að úkraínskum flóttamönnum sé gert hærra undir höfði en öðrum.Vísir/Vilhelm En þér finnst ekki verið að mismuna með þessu bara til úkraínskra barna? „Við erum að taka sérstaklega utan um þetta verkefni núna vegna þess að sveitarfélögin bjuggust við því að það kæmi gríðarlegur hópur úkraínskra flóttamanna og það var ákall eftir því að við kæmum inn í það með einhverjum hætti. Það erum við að gera núna. Ég held að það sé tækifæri til að gera enn betur gagnvart börnum af erlendum uppruna og það er algerlega hárrétt að við verðum að gæta þess að börn eru alltaf börn, sama hvort þau koma frá Úkraínu eða annars staðar frá,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00
Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01