Æsispennandi uppgötvun í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2022 13:16 Fornleifafræðingar að störfum í Grímsey. Mynd/Hildur Gestsdóttir Ákveðið hefur verið að færa nýja kirkju í Grímsey um fjóra metra til að raska ekki ró þeirra sem liggja í fornum kirkjugarði sem kom í ljós við fornleifauppgröft í eyjunni. Öskuhaugur sem uppgötvaðist einnig þar í grennd getur varpar ljósi á sögu Grímseyjar frá því að hún var fyrst byggð. Fornleifafræðingur segir uppgötvunina vera æsispennandi. Unnið er að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey í stað þeirrar kirkju sem brann í september á síðasta ári. Framkvæmdir hefjast á næstunni en Minjastofnun gerði þá kröfu að áður en framkvæmdir hefðust yrði ráðist í fornleifarannsókn á svæðinu. Á meðal þess sem fannst við rannsóknirnar er öskuhaugur. Við fyrstu sýn kann mörgum ef til vill að finna það ekki ýkja merkilegt að finna gamlan öskuhaug. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur sem stýrir fornleifarannsóknunum segir þó að þar leynist vísbendingar um sögu Grímseyjar fram á 19. öldina. „Við teljum okkur sjá landnámslagið sem fellur 877. Elstu lögin sem við erum a að sjá í þessum öskuhaug eru rétt þar yfir. Í þessum öskuhaug sjáum við sögu Grímseyjar frá upphafi og fram á 19. öldina,“ segir Hildur í samtali við Vísi. En hvað leynist í öskuhaugnum og hvað getur það sagt okkur um lífið í Grímsey fyrir árhundruðum? „Það er gríðarlegt magn af beinum. Heilu lögin af fugla og fiskabeinum sem er æsispennandi. Það er hægt að nýta bein til að sjá hvað fólk var að borða, hvernig fólk var að nýta það sem var til í eyjunni, hvernig fólk var að verka það sem var til í eyjunni. Við erum líka að sjá gripi, innflutta og heimagerða, þannig að það er gríðarmikil saga sem við sjáum þarna.“ Að auki var komið niður á það sem talið er vera kirkjugarðsveggur, en elstu heimildir um kirkjugarð í eyjunni eru frá um 1300. Innan kirkjugarðsins sást móta fyrir talsverðum fjöld af gröfum. Hefur því verið ákveðið að hnika nýrri kirkjubyggingu örlítið, til að raska ekki kirkjugarðinum forna. „Þegar það fannst var í rauninni ákveðið að flytja kirkjuna fjórum metrum austur til að hlífa garðinum, vera ekki að raska ró þess fólks sem liggur þarna.“ Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Kirkjugarðar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48 Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Unnið er að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey í stað þeirrar kirkju sem brann í september á síðasta ári. Framkvæmdir hefjast á næstunni en Minjastofnun gerði þá kröfu að áður en framkvæmdir hefðust yrði ráðist í fornleifarannsókn á svæðinu. Á meðal þess sem fannst við rannsóknirnar er öskuhaugur. Við fyrstu sýn kann mörgum ef til vill að finna það ekki ýkja merkilegt að finna gamlan öskuhaug. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur sem stýrir fornleifarannsóknunum segir þó að þar leynist vísbendingar um sögu Grímseyjar fram á 19. öldina. „Við teljum okkur sjá landnámslagið sem fellur 877. Elstu lögin sem við erum a að sjá í þessum öskuhaug eru rétt þar yfir. Í þessum öskuhaug sjáum við sögu Grímseyjar frá upphafi og fram á 19. öldina,“ segir Hildur í samtali við Vísi. En hvað leynist í öskuhaugnum og hvað getur það sagt okkur um lífið í Grímsey fyrir árhundruðum? „Það er gríðarlegt magn af beinum. Heilu lögin af fugla og fiskabeinum sem er æsispennandi. Það er hægt að nýta bein til að sjá hvað fólk var að borða, hvernig fólk var að nýta það sem var til í eyjunni, hvernig fólk var að verka það sem var til í eyjunni. Við erum líka að sjá gripi, innflutta og heimagerða, þannig að það er gríðarmikil saga sem við sjáum þarna.“ Að auki var komið niður á það sem talið er vera kirkjugarðsveggur, en elstu heimildir um kirkjugarð í eyjunni eru frá um 1300. Innan kirkjugarðsins sást móta fyrir talsverðum fjöld af gröfum. Hefur því verið ákveðið að hnika nýrri kirkjubyggingu örlítið, til að raska ekki kirkjugarðinum forna. „Þegar það fannst var í rauninni ákveðið að flytja kirkjuna fjórum metrum austur til að hlífa garðinum, vera ekki að raska ró þess fólks sem liggur þarna.“
Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Kirkjugarðar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48 Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07
Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48
Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03
Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01