Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2022 13:17 Framsóknarfólk fagnaði mikið á kosninganótt eftir góða niðurstöðu í öllum stærstu sveitarfélögum landsins og víðar. Nú er alvara meirihlutaviðræðna tekin við. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. Nú standa yfir óformlegar þreifingar milli oddvita þeirra átta flokka sem náðu kjörnum fulltrúum í borgarstjórn í kosningunum á laugardag. Eftir aðSamfylkingin, Píratar og Viðreisn, sem sameiginlega eru með níu fulltrúa íborgarstjórn, ákváðu að fylgjast að í meirihlutaviðræðum og Vinstri græn ákváðu að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum og Sósíalistaflokkurinn útilokaði samstarf við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk og Píratar við Sjálfstæðisflokkinn, eru möguleikarnir ekki mjög margir á myndun meirihluta. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sem fékk fjóra kjörna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann muni eiga fundi með oddvitum allra hinna flokkanna í sitt hvoru lagi eftir hádegi í dag. Eðlilegt væri að heyra í öllum varðandi áherslur fyrir komandi kjörtímabil. Hann reiknaði ekki með að formlegar viðræður hæfust hvorki í dag né á morgun. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sem fékk sex fulltrúa kjörna sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hafi rætt óformlega við oddvita allra flokka nema Samfylkingarinnar. Hildur Björnsdóttir segist hafa heyrt í oddvitum allra flokka í borginni nema Samfulkingarinnar. Dagur hafi ekki svarað símanum.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað ekki endilega mikill málefnalegur samhljómur okkar á milli. En mér finnst alveg eðlilegt í kjölfar kosninga að oddvitar tveggja stærstu flokkanna setjist alla vega niður saman og ræði hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér.“ Er þetta einhver störukeppni, hver ætlar að taka upp símann á undan? „Ég hef tekið upp símann hringt í alla oddvita. Allra framboða. Það er mín vinnuregla sem oddviti stærsta flokksins. Svo er það bara spurning hverjir eru kurteisir og taka símann og hverjir ekki.“ Þannig að Dagur hefur ekki svarað þínum símtölum? „Hann hefur ekki svarað símanum,“ segir Hildur. Hún hafi hitt Einar Þorsteinsson í gær og rætt óformlega við hann. Mikill málefnalegur samhljómur væri í stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Að minnsta kosti í þessum málum sem þungi var settur á í baráttunni. Húsnæðismálin til að mynda. Við erum með keimlíka ef ekki nákvæmlega sömu stefnu í húsnæðismálum. Við lögðum ríka áherslu á Sundabraut báðir flokkar. Þannig að þetta eru tvö mál sem skipta meginmáli og munu skipta meginmáli að komi til framkvæmda. Þetta eru stór, viðmikil og flókin verkefni,“ sagði Hildur í Bítinu í morgun. Ekki krafa um Vinstri græn í meirihlua Katrín Jakobsdóttir segir það hafa verið sameiginlega niðurstöðu á fundi félaga í VG sem Líf Magneudóttir boðaði til á sunnudag að taka ekki þátt í viðræðum um myndun nýs meirihluta.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir Líf Magneudóttur oddvita flokksins í Reykjavík hafa boðað sína félaga í borginni og þingmenn flokksins í Reykjavík á fund á sunnudag. Þar hefði verið komist komist að sameiginlegri niðurstöðu. „Þar sem meirihlutinn væri fallinn væri ekki alveg sjálfgefið hvernig haldið yrði áfram. Þannig að skilaboðin til okkar í þessum kosningum væru að við ættum kannski ekki að sækjast eftir meirihlutasamstarfi,“ segir Katrín. Vinstri græn hefðu reynslu af því að hægt væri að hafa áhrif bæði í meirihluta og minnihluta og sannarlega gert það. „Við auðvitað fengum ekki þá niðurstöðu sem við hefðum kosið og finnst það vera ákveðin skilaboð um að það sé ekki endilega krafa um að við séum í meirihluta. Sérstaklega þar sem meirihlutinn féll auðvitað ekki á okkur. Heldur var það vegna þess að aðrir flokkar misstu sína menn,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 17. maí 2022 10:42 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Nú standa yfir óformlegar þreifingar milli oddvita þeirra átta flokka sem náðu kjörnum fulltrúum í borgarstjórn í kosningunum á laugardag. Eftir aðSamfylkingin, Píratar og Viðreisn, sem sameiginlega eru með níu fulltrúa íborgarstjórn, ákváðu að fylgjast að í meirihlutaviðræðum og Vinstri græn ákváðu að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum og Sósíalistaflokkurinn útilokaði samstarf við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk og Píratar við Sjálfstæðisflokkinn, eru möguleikarnir ekki mjög margir á myndun meirihluta. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sem fékk fjóra kjörna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann muni eiga fundi með oddvitum allra hinna flokkanna í sitt hvoru lagi eftir hádegi í dag. Eðlilegt væri að heyra í öllum varðandi áherslur fyrir komandi kjörtímabil. Hann reiknaði ekki með að formlegar viðræður hæfust hvorki í dag né á morgun. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sem fékk sex fulltrúa kjörna sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hafi rætt óformlega við oddvita allra flokka nema Samfylkingarinnar. Hildur Björnsdóttir segist hafa heyrt í oddvitum allra flokka í borginni nema Samfulkingarinnar. Dagur hafi ekki svarað símanum.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað ekki endilega mikill málefnalegur samhljómur okkar á milli. En mér finnst alveg eðlilegt í kjölfar kosninga að oddvitar tveggja stærstu flokkanna setjist alla vega niður saman og ræði hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér.“ Er þetta einhver störukeppni, hver ætlar að taka upp símann á undan? „Ég hef tekið upp símann hringt í alla oddvita. Allra framboða. Það er mín vinnuregla sem oddviti stærsta flokksins. Svo er það bara spurning hverjir eru kurteisir og taka símann og hverjir ekki.“ Þannig að Dagur hefur ekki svarað þínum símtölum? „Hann hefur ekki svarað símanum,“ segir Hildur. Hún hafi hitt Einar Þorsteinsson í gær og rætt óformlega við hann. Mikill málefnalegur samhljómur væri í stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Að minnsta kosti í þessum málum sem þungi var settur á í baráttunni. Húsnæðismálin til að mynda. Við erum með keimlíka ef ekki nákvæmlega sömu stefnu í húsnæðismálum. Við lögðum ríka áherslu á Sundabraut báðir flokkar. Þannig að þetta eru tvö mál sem skipta meginmáli og munu skipta meginmáli að komi til framkvæmda. Þetta eru stór, viðmikil og flókin verkefni,“ sagði Hildur í Bítinu í morgun. Ekki krafa um Vinstri græn í meirihlua Katrín Jakobsdóttir segir það hafa verið sameiginlega niðurstöðu á fundi félaga í VG sem Líf Magneudóttir boðaði til á sunnudag að taka ekki þátt í viðræðum um myndun nýs meirihluta.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir Líf Magneudóttur oddvita flokksins í Reykjavík hafa boðað sína félaga í borginni og þingmenn flokksins í Reykjavík á fund á sunnudag. Þar hefði verið komist komist að sameiginlegri niðurstöðu. „Þar sem meirihlutinn væri fallinn væri ekki alveg sjálfgefið hvernig haldið yrði áfram. Þannig að skilaboðin til okkar í þessum kosningum væru að við ættum kannski ekki að sækjast eftir meirihlutasamstarfi,“ segir Katrín. Vinstri græn hefðu reynslu af því að hægt væri að hafa áhrif bæði í meirihluta og minnihluta og sannarlega gert það. „Við auðvitað fengum ekki þá niðurstöðu sem við hefðum kosið og finnst það vera ákveðin skilaboð um að það sé ekki endilega krafa um að við séum í meirihluta. Sérstaklega þar sem meirihlutinn féll auðvitað ekki á okkur. Heldur var það vegna þess að aðrir flokkar misstu sína menn,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 17. maí 2022 10:42 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 17. maí 2022 10:42
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent