Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2022 09:01 Sara Björk hefur ákveðið að róa á önnur mið þegar tímabilinu lýkur. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. Sara greindi frá þessu í viðtali við mbl.is í gær. Hún sagði næstu skref á ferlinum ekki ákveðin en ýmsir möguleikar væru í stöðunni. Sara nefndi deildirnar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og Spáni sem vænlega kosti. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð strax Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði í úrslitaleiknum gegn sínu gamla liði, Wolfsburg. Landsliðsfyrirliðinn eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank, í nóvember á síðasta ári en sneri aftur á völlinn í mars. Nýtt fyrir félagið Sara er fyrsti leikmaðurinn sem er samningsbundinn Lyon sem verður óléttur. Í viðtali sem blaðamaður Vísis tók við hana í Tékklandi í síðasta mánuði, þar sem íslenska landsliðið mætti heimakonum í undankeppni HM, var á henni að heyra að hún hafi ekki verið alsátt með þann stuðning sem hún fékk frá Lyon á meðan meðgöngunni stóð. „Þetta er nýtt fyrir félagið og nýtt fyrir mér og stelpunum, að leikmaður sé óléttur og vita ekki hvernig á að bregðast við. Hvað fótboltann varðar er erfitt að missa leikmann sem er óléttur eða meiddur í svona langan tíma þegar hann er á samningi,“ sagði Sara. „Auðvitað voru þeir glaðir fyrir mína hönd, að ég væri að fara að byrja að stofna fjölskyldu, en kannski smá óvissa yfir því hvort ég gæti komið til baka. Það hafa verið leikmenn sem hafa verið óléttir og ekki komið til baka sem hafa verið á þessu stigi.“ Klippa: Sara um stuðninginn frá Lyon Sara sagðist ekki hafa heyrt mikið frá Lyon meðan á meðgöngunni stóð. „Það var kannski svolítið mikil óvissa. Og þegar ég var ólétt voru ekki mikil samskipti sem ég fékk frá Lyon á þeim tíma. Kannski var það því þeir trúðu ekki að ég gæti komið til baka sem sami leikmaður. Þetta var líka nýtt fyrir þeim,“ sagði Sara. Klárlega skort stuðning „Ég var líka vör við að ég væri að setja ákveðið fordæmi fyrir aðra leikmenn og félagið, að þetta væri hægt. En ég myndi segja bæði og, ég hef klárlega ekki fengið þann stuðning sem ég vonaðist eftir en ætla ekki að fara mikið meira út í það.“ Lyon á þrjá leiki eftir á tímabilinu, tvo í frönsku úrvalsdeildinni og svo úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona á laugardaginn. Lyon er með fimm stiga forskot á Paris Saint-Germain á toppi frönsku deildarinnar. Sara, sem er 31 árs, sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Hún er svo á leið á sitt fjórða Evrópumót með landsliðinu í sumar. Franski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32 Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Sara greindi frá þessu í viðtali við mbl.is í gær. Hún sagði næstu skref á ferlinum ekki ákveðin en ýmsir möguleikar væru í stöðunni. Sara nefndi deildirnar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og Spáni sem vænlega kosti. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð strax Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði í úrslitaleiknum gegn sínu gamla liði, Wolfsburg. Landsliðsfyrirliðinn eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank, í nóvember á síðasta ári en sneri aftur á völlinn í mars. Nýtt fyrir félagið Sara er fyrsti leikmaðurinn sem er samningsbundinn Lyon sem verður óléttur. Í viðtali sem blaðamaður Vísis tók við hana í Tékklandi í síðasta mánuði, þar sem íslenska landsliðið mætti heimakonum í undankeppni HM, var á henni að heyra að hún hafi ekki verið alsátt með þann stuðning sem hún fékk frá Lyon á meðan meðgöngunni stóð. „Þetta er nýtt fyrir félagið og nýtt fyrir mér og stelpunum, að leikmaður sé óléttur og vita ekki hvernig á að bregðast við. Hvað fótboltann varðar er erfitt að missa leikmann sem er óléttur eða meiddur í svona langan tíma þegar hann er á samningi,“ sagði Sara. „Auðvitað voru þeir glaðir fyrir mína hönd, að ég væri að fara að byrja að stofna fjölskyldu, en kannski smá óvissa yfir því hvort ég gæti komið til baka. Það hafa verið leikmenn sem hafa verið óléttir og ekki komið til baka sem hafa verið á þessu stigi.“ Klippa: Sara um stuðninginn frá Lyon Sara sagðist ekki hafa heyrt mikið frá Lyon meðan á meðgöngunni stóð. „Það var kannski svolítið mikil óvissa. Og þegar ég var ólétt voru ekki mikil samskipti sem ég fékk frá Lyon á þeim tíma. Kannski var það því þeir trúðu ekki að ég gæti komið til baka sem sami leikmaður. Þetta var líka nýtt fyrir þeim,“ sagði Sara. Klárlega skort stuðning „Ég var líka vör við að ég væri að setja ákveðið fordæmi fyrir aðra leikmenn og félagið, að þetta væri hægt. En ég myndi segja bæði og, ég hef klárlega ekki fengið þann stuðning sem ég vonaðist eftir en ætla ekki að fara mikið meira út í það.“ Lyon á þrjá leiki eftir á tímabilinu, tvo í frönsku úrvalsdeildinni og svo úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona á laugardaginn. Lyon er með fimm stiga forskot á Paris Saint-Germain á toppi frönsku deildarinnar. Sara, sem er 31 árs, sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Hún er svo á leið á sitt fjórða Evrópumót með landsliðinu í sumar.
Franski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32 Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32
Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10
Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00