Viking komið á toppinn í Noregi | Silkeborg öruggt í þriðja sæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2022 20:30 Patrik Sigurður Gunnarsson hélt hreinu og er kominn á toppinn í Noregi. Twitter@vikingfotball Íslendingalið Viking er komið á topp Eliteserien, norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þá virðist sem Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg séu komnir í sumarfrí eftir að ljóst var að liðið endar í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Stefán Teitur spilaði 73 mínútur er Silkeborg steinlá fyrir Midtjylland á heimavelli, lokatölur 1-4. Gestir sjá þar með til þess að þeir eiga enn tölfræði möguleika á að vinna danska meistaratitilinn á meðan Silkeborg endar tímabilið í þriðja sæti. Alfons Sampsted og félagar í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt björguðu stigi gegn Trömsö í uppbótartíma, lokatölur 1-1. Alfons spilaði allan leikinn í hægri bakverði. Ari Leifsson stóð vaktina í vörn Strømsgodset.godset.no Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem gerði góða ferð til Kristiansund, lokatölur 0-3. Brynjólfur Darri Willumsson kom inn af bekk heimamanna í hálfleik en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði síðustu fimm mínúturnar í 1-0 sigri Lilleström á Sarpsborg 08. Patrik Sigurður Gunnarsson spilaði allan leikinn milli stanga Viking er liðið lagði Jerv 3-0 á heimavelli. Samúel Kári Friðjónsson var einnig í byrjunarliði heimamanna en var tekinn af velli á 78. mínútu. Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson voru i byrjunarliði Vålerenga sem fékk Ham-Kam í heimsókn. Viðar Örn spilaði 62 mínútur sem fremsti maður og Brynjar Ingi 85 mínútur í miðri vörninni en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Brynjar Ingi spilaði 85 mínútur.Vålerenga Viking er sem stendur á toppi deildarinnar með 19 stig eftir að hafa spilað átta leiki. Þar á eftir kemur Lilleström með 17 stig og leik til góða. Strømsgodset og Vålerenga eru með 10 stig eftir að hafa spilað sjö leiki í 5. og 6. sæti á meðan meistarar Bodø/Glimt hafa byrjað illa og eru í 7. sæti með níu stig eftir að hafa aðeins leikið sex leiki. Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn á miðri miðjunni er Adana Demirspor tapaði 3-2 fyrir Galatasaray í tyrknesku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Demirspor í röð en liðið er í 9. sæti með 52 stig þegar ein umferð er eftir. Besiktas v Adana Demirspor - Turkish Super Lig ISTANBOEL, TURKEY - SEPTEMBER 21: Mitchy Batshuayi of Besiktas, Birkir Bjarnason of Adana Demirspor during the Turkish Super Lig match between Besiktas and Adana Demirspor at Vodafone Park on September 21, 2021 in Istanboel, Turkey. (Photo by /BSR Agency/Getty Images) Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Stefán Teitur spilaði 73 mínútur er Silkeborg steinlá fyrir Midtjylland á heimavelli, lokatölur 1-4. Gestir sjá þar með til þess að þeir eiga enn tölfræði möguleika á að vinna danska meistaratitilinn á meðan Silkeborg endar tímabilið í þriðja sæti. Alfons Sampsted og félagar í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt björguðu stigi gegn Trömsö í uppbótartíma, lokatölur 1-1. Alfons spilaði allan leikinn í hægri bakverði. Ari Leifsson stóð vaktina í vörn Strømsgodset.godset.no Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem gerði góða ferð til Kristiansund, lokatölur 0-3. Brynjólfur Darri Willumsson kom inn af bekk heimamanna í hálfleik en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði síðustu fimm mínúturnar í 1-0 sigri Lilleström á Sarpsborg 08. Patrik Sigurður Gunnarsson spilaði allan leikinn milli stanga Viking er liðið lagði Jerv 3-0 á heimavelli. Samúel Kári Friðjónsson var einnig í byrjunarliði heimamanna en var tekinn af velli á 78. mínútu. Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson voru i byrjunarliði Vålerenga sem fékk Ham-Kam í heimsókn. Viðar Örn spilaði 62 mínútur sem fremsti maður og Brynjar Ingi 85 mínútur í miðri vörninni en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Brynjar Ingi spilaði 85 mínútur.Vålerenga Viking er sem stendur á toppi deildarinnar með 19 stig eftir að hafa spilað átta leiki. Þar á eftir kemur Lilleström með 17 stig og leik til góða. Strømsgodset og Vålerenga eru með 10 stig eftir að hafa spilað sjö leiki í 5. og 6. sæti á meðan meistarar Bodø/Glimt hafa byrjað illa og eru í 7. sæti með níu stig eftir að hafa aðeins leikið sex leiki. Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn á miðri miðjunni er Adana Demirspor tapaði 3-2 fyrir Galatasaray í tyrknesku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Demirspor í röð en liðið er í 9. sæti með 52 stig þegar ein umferð er eftir. Besiktas v Adana Demirspor - Turkish Super Lig ISTANBOEL, TURKEY - SEPTEMBER 21: Mitchy Batshuayi of Besiktas, Birkir Bjarnason of Adana Demirspor during the Turkish Super Lig match between Besiktas and Adana Demirspor at Vodafone Park on September 21, 2021 in Istanboel, Turkey. (Photo by /BSR Agency/Getty Images)
Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira