Ráðherra birtist óvænt í miðju viðtali og reyndist sammála viðmælandanum Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 07:31 Svo heppilega vildi til þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í Íslandi í dag, að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra gekk framhjá. Hannes bauð honum að setjast með sér og spyrli. Í ljós kom, ef til vill fáum til undrunar, að hann tók heils hugar undir með Hannesi, að það yrði erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að réttlæta myndun nýs meirihluta í Reykjavík með nýföllnum meirihluta. „Ég held að það yrði svolítið erfitt fyrir þá að útskýra það fyrir kjósendum sínum, því að þetta er skýrt ákall um breytingar, og þeir ná mjög góðum árangri. Ef þeir ætla að viðhalda því sem er, eins og Viðreisn gerði síðast, þá held ég að það fólk sem kaus það myndi nú spyrja þá kjörnu fulltrúa áleitinna spurninga,“ sagði Guðlaugur. Rætt var við Hannes og aðra um nýliðnar sveitarstjórnarkosningar og önnur atriði í Íslandi í dag í kvöld. Sjá má innslagið hér að ofan, í kringum mínútu tíu. Hannes Hólmsteinn segir að um land allt hafi Samfylkingin beðið ósigur í kosningunum, en að óánægjufylgi gegn meirihlutanum hafi heldur skilað sér til Framsóknarflokks í stað Sjálfstæðisflokks, og svo til Pírata og Sósíalistaflokksins í öðrum tilvikum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir Samfylkinguna hafa tapað kosningunum á landsvísu og segir eðlilegt að nú verði myndaður borgaralegur meirihluti til hægri. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir undarlegt ef Framsókn hyggst reisa við fallinn meirihluta.Vísir/Arnar „Hér í Reykjavík er þetta aðallega persónulegur ósigur Dags Bergþórusonar Eggertssonar borgarstjóra. Hann byrjaði sem borgarstjóri með 36%, hann fer síðan niður í 26% og nú er hann kominn niður í 20%. Ég hugsa nú að óvinir hans, ég er nú ekki einn af þeim, að þeir myndu gjarnan vilja að hann tæki við forystu Samfylkingarinnar, af því að þá myndi það sama gerast hjá Samfylkingunni og gerist hjá honum,“ segir Hannes. „Einar Gnarr“ Þegar spáð er í spilin í stjórnarmyndunarviðræðunum fram undan segir Hannes að líta þurfi til þess annars vegar hvað teljist líklegt að gerist og hins vegar til þess hvað sé eðlilegt að gerist. „Það sem ég held að sé líklegt er að Dagur Bergþóruson Eggertsson muni gera Framsóknarflokknum tilboð um það að Einar Þorsteinsson verði borgarstjóri og að hann verði þá sjálfur forseti borgarstjórnar. Þá verður það sama og þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og Dagur forseti borgarstjórnar. Þá réð Dagur öllu og ef þetta gengur nú eftir förum við kannski að kalla Einar Einar Gnarr,“ segir Hannes. „En það sem væri eðlilegast, þar sem Framsóknarflokkurinn fór fram undir merkjum breytinga, væri að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu nýjan meirihluta með Flokki fólksins og Viðreisn, og breytti stefnunni raunverulega,“ segir Hannes. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
„Ég held að það yrði svolítið erfitt fyrir þá að útskýra það fyrir kjósendum sínum, því að þetta er skýrt ákall um breytingar, og þeir ná mjög góðum árangri. Ef þeir ætla að viðhalda því sem er, eins og Viðreisn gerði síðast, þá held ég að það fólk sem kaus það myndi nú spyrja þá kjörnu fulltrúa áleitinna spurninga,“ sagði Guðlaugur. Rætt var við Hannes og aðra um nýliðnar sveitarstjórnarkosningar og önnur atriði í Íslandi í dag í kvöld. Sjá má innslagið hér að ofan, í kringum mínútu tíu. Hannes Hólmsteinn segir að um land allt hafi Samfylkingin beðið ósigur í kosningunum, en að óánægjufylgi gegn meirihlutanum hafi heldur skilað sér til Framsóknarflokks í stað Sjálfstæðisflokks, og svo til Pírata og Sósíalistaflokksins í öðrum tilvikum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir Samfylkinguna hafa tapað kosningunum á landsvísu og segir eðlilegt að nú verði myndaður borgaralegur meirihluti til hægri. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir undarlegt ef Framsókn hyggst reisa við fallinn meirihluta.Vísir/Arnar „Hér í Reykjavík er þetta aðallega persónulegur ósigur Dags Bergþórusonar Eggertssonar borgarstjóra. Hann byrjaði sem borgarstjóri með 36%, hann fer síðan niður í 26% og nú er hann kominn niður í 20%. Ég hugsa nú að óvinir hans, ég er nú ekki einn af þeim, að þeir myndu gjarnan vilja að hann tæki við forystu Samfylkingarinnar, af því að þá myndi það sama gerast hjá Samfylkingunni og gerist hjá honum,“ segir Hannes. „Einar Gnarr“ Þegar spáð er í spilin í stjórnarmyndunarviðræðunum fram undan segir Hannes að líta þurfi til þess annars vegar hvað teljist líklegt að gerist og hins vegar til þess hvað sé eðlilegt að gerist. „Það sem ég held að sé líklegt er að Dagur Bergþóruson Eggertsson muni gera Framsóknarflokknum tilboð um það að Einar Þorsteinsson verði borgarstjóri og að hann verði þá sjálfur forseti borgarstjórnar. Þá verður það sama og þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og Dagur forseti borgarstjórnar. Þá réð Dagur öllu og ef þetta gengur nú eftir förum við kannski að kalla Einar Einar Gnarr,“ segir Hannes. „En það sem væri eðlilegast, þar sem Framsóknarflokkurinn fór fram undir merkjum breytinga, væri að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu nýjan meirihluta með Flokki fólksins og Viðreisn, og breytti stefnunni raunverulega,“ segir Hannes.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27