Mjög litlu munaði á atkvæðafjölda Framsóknar og Nýs afls, en Framsókn hlaut 216 atkvæði, eða 34,6 prósent, og Nýtt afl 214 atkvæði, eða 34,2 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut svo 195 atkvæði, eða 31,2 prósent.
Einungis tveir flokkar buðu fram í kosningunum 2018, en þá bauð Sjálfstæðisflokkurinn fram með Nýju afli. Flokkurinn bauð hins vegar fram undir eigin merkjum í kosningunum nú.
Eftirfarandi bæjarfulltrúar náðu kjöri að þessu sinni.
- Þorleifur Karl Eggertsson (B)
- Friðrik Már Sigurðsson (B)
- Elín Lilja Gunnarsdóttir (B)
- Magnús Magnússon (D)
- Sigríður Ólafsdóttir (D)
- Magnús Vignir Eðvaldsson (N)
- Þorgrímur Guðni Björnsson (N)
Hvammstangi og Laugarbakki eru stærstu þéttbýliskjarnarnir í Húnaþingi vestra.