Eins og búið sé að taka pólitík úr stjórnmálunum Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 16. maí 2022 09:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. vísir/vilhelm Kjörsókn var ljómandi framan af í gær en þegar líða fór á dagin dró úr henni. Í tíu stærstu sveitarfélögum landsins var kjörsókn rétt um og yfir sextíu prósent. Prófessor í stjórnmálafræði telur rólega kosningabaráttu og breytt kosningalög skýra dræma kjörsókn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir kosningabaráttu flokkanna vera eina skýringu þess hve fáir mættu á kjörfund í gær þegar kosið var til sveitarstjórna um allt land. „Þetta var nú fremur daufleg kosningabarátta. Það voru ekki stór átakamál sem kölluðu fram einhverja ástríðu í hugum fólks. Svo virðist vera sem stjórnmálaflokkarnir hafi veigrað sér við að stilla upp mjög afgerandi málum með tímasettum áætlunum og framvegis, sem gætu skipt upp kjósendastokknum,“ Hann segir að flokkarnir hafi þess heldur valið að tala fyrir breytingum eða óbreyttri stefnu í stað þess að nefna nákvæmlega hvað á að gera. „Nánast eins og það sé búið að taka pólitíkina úr stjórnmálunum, ef svo má segja,“ segir Eiríkur. Ný lög skekki tölurnar Í Reykjanesbæ, einu stærsta sveitarfélagi landsins, var kjörsókn undir fimmtíu prósentum. Eiríkur segir það geta stafað af því að stór hluti íbúa í bænum sé innflytjendur, sem kjósi síður en þeir sem fæddir eru hér á landi, sem og að nýjar reglur um rýmkaðan kosningarétt erlendra ríkisborgara skekki tölurnar. „Þar sem þeir kjósa í miklu minna mæli en innfæddir Íslendingar, þá skýrir það að hluta til þessa minni kjörsókn. Sem er sem sagt þá ekki alveg raunveruleg meðal þeirra sem hafa fæðst hérna á þessu landi,“ segir hann. Eiríkur ræddi málið við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en að loknu viðtalinu við hann var púlsinn á borgarbúum athugaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir kosningabaráttu flokkanna vera eina skýringu þess hve fáir mættu á kjörfund í gær þegar kosið var til sveitarstjórna um allt land. „Þetta var nú fremur daufleg kosningabarátta. Það voru ekki stór átakamál sem kölluðu fram einhverja ástríðu í hugum fólks. Svo virðist vera sem stjórnmálaflokkarnir hafi veigrað sér við að stilla upp mjög afgerandi málum með tímasettum áætlunum og framvegis, sem gætu skipt upp kjósendastokknum,“ Hann segir að flokkarnir hafi þess heldur valið að tala fyrir breytingum eða óbreyttri stefnu í stað þess að nefna nákvæmlega hvað á að gera. „Nánast eins og það sé búið að taka pólitíkina úr stjórnmálunum, ef svo má segja,“ segir Eiríkur. Ný lög skekki tölurnar Í Reykjanesbæ, einu stærsta sveitarfélagi landsins, var kjörsókn undir fimmtíu prósentum. Eiríkur segir það geta stafað af því að stór hluti íbúa í bænum sé innflytjendur, sem kjósi síður en þeir sem fæddir eru hér á landi, sem og að nýjar reglur um rýmkaðan kosningarétt erlendra ríkisborgara skekki tölurnar. „Þar sem þeir kjósa í miklu minna mæli en innfæddir Íslendingar, þá skýrir það að hluta til þessa minni kjörsókn. Sem er sem sagt þá ekki alveg raunveruleg meðal þeirra sem hafa fæðst hérna á þessu landi,“ segir hann. Eiríkur ræddi málið við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en að loknu viðtalinu við hann var púlsinn á borgarbúum athugaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira