Fagna sigrinum á Íslandi: „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari“ Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 00:24 Anna Velychenko og Anzhela Bilenko telja að þetta sé einungis upphafið að sigurgöngu Úkraínu. Vísir Úkraínskar konur sem komu til Íslands til að flýja stríðsástandið í heimalandinu eru afar stoltar af sigri Úkraínu í Eurovision. Fjöldi Úkraínumanna kom saman ásamt meðlimum í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Kex Hostel til að fylgjast með keppninni í kvöld. Anna Velychenko og Anzhela Bilenko segjast sömuleiðis vera afar ánægðar með að vera staddar hér á landi og finna fyrir góðum stuðningi Íslendinga og annarra þjóða. Margir áttu von á því að Úkraína myndi hreppa glerbikarinn í ár og spáðu helstu veðbankar hljómsveitinni Kalush Orchestra auðveldum sigri. Svo fór og fengu Úkraínumenn alls 631 stig og voru með öruggt forskot á Breta sem lentu í öðru sæti með 466 stig. Anzhela segist hafa reiknað fastlega með sigri Úkraínu. Úkraínumenn vilji þó enn frekar fagna öðrum sigri, það er sigri Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. „Við erum svo stolt af því að fólk hafi hlustað á okkur og sýnt okkur stuðning. Þau vita að þetta er einungis hluti af því sem við þráum. Allir vita um það sem er í gangi í Úkraínu og það er mikilvægt að fólk láti sig það varða.“ Vissar um að annar sigur bíði Úkraínumanna Anna segir að þetta sé klárlega tilfinningaþrungin stund fyrir Úkraínumenn. „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari á þessu ári,“ og vísar þá til þess að þjóð hennar eigi eftir að brjóta innrás Rússa á bak aftur. Anna og Anzhela eru miklir aðdáendur sigurlagsins sem þær segja að fjalli um móður Oleh Psiuk, söngvara Kalush Orchestra og annars höfunda lagsins. Í samhengi núverandi atburða beri þó túlka móðurina sem heimalandið Úkraínu. Ástandið sé mjög erfitt í landinu en þær bindi vonir við að stríðið muni brátt taka enda og þjóðin nái sér fljótt aftur á strik. „Einn daginn munum við ná landinu aftur og allt verður aftur í lagi. Ný blóm, nýtt fólk og allt verður í lagi,“ segir Anzhela. Anzhela hefur nú verið hér á landi í þrjár vikur en hún hafði komið nokkrum sinnum áður til Íslands áður en stríðið hófst. Anna er hér í fyrsta skipti og hefur verið á Íslandi í um tvo mánuði. „Mér líkar mjög vel við fólkið og hvernig það styður okkur. Við kunnum að meta það.“ Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Anna Velychenko og Anzhela Bilenko segjast sömuleiðis vera afar ánægðar með að vera staddar hér á landi og finna fyrir góðum stuðningi Íslendinga og annarra þjóða. Margir áttu von á því að Úkraína myndi hreppa glerbikarinn í ár og spáðu helstu veðbankar hljómsveitinni Kalush Orchestra auðveldum sigri. Svo fór og fengu Úkraínumenn alls 631 stig og voru með öruggt forskot á Breta sem lentu í öðru sæti með 466 stig. Anzhela segist hafa reiknað fastlega með sigri Úkraínu. Úkraínumenn vilji þó enn frekar fagna öðrum sigri, það er sigri Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. „Við erum svo stolt af því að fólk hafi hlustað á okkur og sýnt okkur stuðning. Þau vita að þetta er einungis hluti af því sem við þráum. Allir vita um það sem er í gangi í Úkraínu og það er mikilvægt að fólk láti sig það varða.“ Vissar um að annar sigur bíði Úkraínumanna Anna segir að þetta sé klárlega tilfinningaþrungin stund fyrir Úkraínumenn. „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari á þessu ári,“ og vísar þá til þess að þjóð hennar eigi eftir að brjóta innrás Rússa á bak aftur. Anna og Anzhela eru miklir aðdáendur sigurlagsins sem þær segja að fjalli um móður Oleh Psiuk, söngvara Kalush Orchestra og annars höfunda lagsins. Í samhengi núverandi atburða beri þó túlka móðurina sem heimalandið Úkraínu. Ástandið sé mjög erfitt í landinu en þær bindi vonir við að stríðið muni brátt taka enda og þjóðin nái sér fljótt aftur á strik. „Einn daginn munum við ná landinu aftur og allt verður aftur í lagi. Ný blóm, nýtt fólk og allt verður í lagi,“ segir Anzhela. Anzhela hefur nú verið hér á landi í þrjár vikur en hún hafði komið nokkrum sinnum áður til Íslands áður en stríðið hófst. Anna er hér í fyrsta skipti og hefur verið á Íslandi í um tvo mánuði. „Mér líkar mjög vel við fólkið og hvernig það styður okkur. Við kunnum að meta það.“
Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01