Í fyrsta sinn er kosið í sameinuðu sveitarfélagi Skagafjarðar og Akrahrepps. Á kjörskrá eru 3.035. Níu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn endurnýjuðu meirihlutasamstarf sitt með fimm fulltrúa meirihluta eftir kosningar 2018. Mögulegt er að halda því samstarfi áfram.
Svona fóru kosningarnar:
- B-listi Framsóknar: 31,6% með þrjá fulltrúa
- D-listi Sjálfstæðisflokksins: 22,8% með tvo fulltrúa
- L-listi Byggðalistans: 25,6% með tvo fulltrúa
- V-listi Vinstri grænna og óháðra: 20,0% með tvo fulltrúa
Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:
- Einar Eðvald Einarsson (B)
- Hrund Pétursdóttir (B)
- Hrefna Jóhannesdóttir (B)
- Gísli Sigurðsson (D)
- Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir (D)
- Jóhanna Ey Harðardóttir (L)
- Sveinn Úlfarsson (L)
- Álfhildur Leifsdóttir (V)
- Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir (V)
