Bann sjálfboðaliðans í Ólafsvík fellt úr gildi Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 14:21 Kristján Ríkharðsson hefur verið liðsstjóri hjá Víkingi Ólafsvík og getur nú hjálpað Guðjóni Þórðarsyni þjálfara og leikmönnum eins og hann er vanur. mynd/Raggi Óla Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úr gildi sex mánaða bannið sem Kristján Ríkharðsson, sjálfboðaliði hjá Víkingi Ólafsvík, hafði verið úrskurðaður í vegna falsaðrar leikskýrslu. Eins og Vísir fjallaði um í síðustu viku var hinn 67 ára gamli Kristján úrskurðaður í hálfs árs bann af aga- og úrskurðanefnd KSÍ. Hann var gerður ábyrgur fyrir falsaðri leikskýrslu í lokaleik Víkings í Lengjubikarnum í vor, gegn ÍR, þar sem að Kristján var sá sem skrifaði undir skýrsluna fyrir hönd Víkings. Lagagreinin sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ byggði sinn úrskurð á er svohljóðandi: Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár. Samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls sem birtur var í dag var bannið fellt úr gildi þar sem að af gögnum málsins að dæma hafi Kristján hvorki verið í hlutverki þjálfara né forystumanns hjá Víkingi, enda er hann ekki starfsmaður félagsins en hefur í fjóra áratugi hjálpað því sem sjálfboðaliði. „Ég var bara að græja inni í klefa þegar komið var með leikskýrsluna til mín og ég beðinn um að skrifa undir. Það hef ég oft gert og ég er ekkert að lesa þessa andskotans skýrslu. Ég nenni því ekkert enda þekki ég flesta þessa stráka,“ sagði Kristján við Vísi um það þegar hann skrifaði undir skýrsluna. Á hana vantaði nafn erlends leikmanns sem spilaði gegn ÍR og var hann skráður á skýrsluna sem annar leikmaður. Víkingar, með stuðningi ÍR-inga, áfrýjuðu úrskurði aganefndar og eins og fyrr segir bar áfrýjunin árangur. Víkingar þurfa eftir sem áður að greiða 160.000 króna sekt vegna málsins. Fyrr á árinu var fulltrúi Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann vegna sams konar brots. Sá var aftur á móti í stjórn hjá Haukum. Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Sjá meira
Eins og Vísir fjallaði um í síðustu viku var hinn 67 ára gamli Kristján úrskurðaður í hálfs árs bann af aga- og úrskurðanefnd KSÍ. Hann var gerður ábyrgur fyrir falsaðri leikskýrslu í lokaleik Víkings í Lengjubikarnum í vor, gegn ÍR, þar sem að Kristján var sá sem skrifaði undir skýrsluna fyrir hönd Víkings. Lagagreinin sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ byggði sinn úrskurð á er svohljóðandi: Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár. Samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls sem birtur var í dag var bannið fellt úr gildi þar sem að af gögnum málsins að dæma hafi Kristján hvorki verið í hlutverki þjálfara né forystumanns hjá Víkingi, enda er hann ekki starfsmaður félagsins en hefur í fjóra áratugi hjálpað því sem sjálfboðaliði. „Ég var bara að græja inni í klefa þegar komið var með leikskýrsluna til mín og ég beðinn um að skrifa undir. Það hef ég oft gert og ég er ekkert að lesa þessa andskotans skýrslu. Ég nenni því ekkert enda þekki ég flesta þessa stráka,“ sagði Kristján við Vísi um það þegar hann skrifaði undir skýrsluna. Á hana vantaði nafn erlends leikmanns sem spilaði gegn ÍR og var hann skráður á skýrsluna sem annar leikmaður. Víkingar, með stuðningi ÍR-inga, áfrýjuðu úrskurði aganefndar og eins og fyrr segir bar áfrýjunin árangur. Víkingar þurfa eftir sem áður að greiða 160.000 króna sekt vegna málsins. Fyrr á árinu var fulltrúi Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann vegna sams konar brots. Sá var aftur á móti í stjórn hjá Haukum.
Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Sjá meira