Á kjörskrá í Garðabæ eru 13.627. Ellefu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar árið 2018 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn átta fulltrúa og hélt því hreinum meirihluta flokksins í bæjarstjórn Garðabæjar.
Garðabæjarlistinn sat í minnihluta með þrjá fulltrúa.
Garðabæjarlistinn missti einn fulltrúa og hefur tvo. Framsókn náði inn einum manni og sömu sögu er að segja af Viðreisn.
- B-listi Framsóknar: 13,1% með einn mann
- C-listi Viðreisnar: 13,3% með einn
- D-listi Sjálfstæðisflokks: 49,1% með sjö, missir einn mann
- G-listi Garðabæjarlistinn: 20,9% með tvo fulltrúa
- M-listi Miðflokks: 3,7% með engan
Að neðan má sjá úrslitin í Garðabæ.
Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:
- Brynja Dan Gunnardóttir (B)
- Sara Dögg Svanhildardóttir (C)
- Almar Guðmundsson (D)
- Björg Fenger (D)
- Sigríður Hulda Jónsdóttir (D)
- Margrét Bjarnadóttir (D)
- Hrannar Bragi Eyjólfsson (D)
- Gunnar Valur Gíslason (D)
- Guðfinnur Sigurvinsson (D)
- Þorbjörg Þorvaldsdóttir (G)
- Ingvar Arnarson (G)
![](https://www.visir.is/i/E361EDDDD11F1AFF7AF96F27D495DF86B53223825527F0A369BB88B8A1FEA2CE_713x0.jpg)