Innlent

Hálft af hvoru lamb í Bárðardal

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hálft af hvoru lambið á bænum Halldórsstöðum í Bárðardal.
Hálft af hvoru lambið á bænum Halldórsstöðum í Bárðardal. Aðsend

„Við vorum mjög hissa og áttum eiginlega ekki til orð, við höfum aldrei fengið svona lamb í okkar 50 ára búskapartíð, þetta er alveg magnað og mjög sérstakt,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir á bænum Halldórsstöðum í Bárðardal. Lamb, sem var að koma í heiminn á bænum, er svart öðrum megin og hvítt hinum megin. Nánast jöfn skipting alla leið.

„Já, þetta er mjög sérstakt. Þetta er hrútur en hrúturinn á móti er alveg hvítur. Maður klórar sér bara í höfðinu yfir þessu en lambið og þau bæði eru reyndar  mjög falleg,“ segir Ingvar Ketilsson, bóndi og eiginmaður Bergljótar.

Hér sést skiptingin vel á litnum.Aðsend

Hálft af hvoru lambið á Halldórsstöðum hefur ekki enn fengið nafn en nokkrar hugmyndir eru þó uppi.

Hrúturinn hefur ekki enn fengið nafn en allar tillögur eru vel þegnar.Aðsend

Á bænum eru um 350 fjár og er sauðburður hálfnaður. Þar er ekkert mjög vorlegt, snjór og kalt.

Hrúturinn af jarma í fjárhúsinu á Halldórsstöðum.Aðsend
Bræðurnir tveir sem eru mjög fallegir og kemur vel saman í fjárhúsinu á Halldórsstöðum enda bestu vinir.Aðsend

Móðir hrútanna er Skráma, þriggja vetra, grá á lit. Faðir þeirra er Börkur, sem er hvítur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×