Á kjörskrá í Reykjavík eru 100.405. 23 borgarfulltrúar eiga sæti í borgarstjórn þar sem Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og VG hafa starfað saman í meirihluta frá árinu 2018.
Sjálfstæðisflokkurinn var með átta fulltrúa, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins með einn fulltrúa hvor hafa setið í minnihluta.
Fráfarandi meirihluti fær tíu fulltrúa af 23. Fróðlegt verður að fylgjast með þreyfingum flokkanna í borginni næstu daga við myndun nýs meirihluta.
Svona varð niðurstaðan í höfuðborginni:
- Framsókn 11.227 atkvæði - fjórir fulltrúar
- Viðreisn 3.111 atkvæði - einn fulltrúi
- Sjálfstæðisflokkur 14.686 atkvæði - sex fulltrúar
- Reykjavík – Besta borgin 134 atkvæði - núll fulltrúar
- Flokkur fólksins 2.701 atkvæði - einn fulltrúi
- Sósíalistar 4.618 atkvæði - tveir fulltrúar
- Miðflokkur 1.467 atkvæði - núll fulltrúar
- Píratar 6.970 atkvæði - þrír fulltrúar
- Samfylking 12.164 atkvæði - fimm fulltrúar
- Vinstri græn 2.396 atkvæði - einn fulltrúi
- Ábyrg framtíð 475 atkvæði - núll fulltrúar
Að neðan má sjá grafíska framsetningu á úrslitunum í nótt.
Eftirfarandi náðu kjöri í borgarstjórn:
- Einar Þorsteinsson (B)
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir (B)
- Magnea Gná Jóhannsdóttir (B)
- Aðalsteinn Haukur Sverrisson (B)
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir (C)
- Hildur Björnsdóttir (D)
- Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir (D)
- Kjartan Magnússon (D)
- Marta Guðjónsdóttir (D)
- Björn Gíslason (D)
- Friðjón R. Friðjónsson (D)
- Kolbrún Baldursdóttir (F)
- Sanna Magdalena Mörtudóttir (J)
- Trausti Breiðfjörð Magnússon (J)
- Dóra Björt Guðjónsdóttir (P)
- Alexandra Briem (P)
- Magnús Davíð Norðdahl (P)
- Dagur B. Eggertsson (S)
- Heiða Björg Hilmisdóttir (S)
- Skúli Þór Helgason (S)
- Sabine Leskopf (S)
- Hjálmar Sveinsson (S)
- Líf Magneudóttir (V)
