Vonar að konan taki því fagnandi að sjá meira af honum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2022 10:41 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveður embættið. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bæði aldurinn og staðan í kórónuveirufaraldrinum séu ástæður þess að hann ætli að hætta störfum í haust. Ákvörðunin sé algjörlega tekin á hans forsendum. Embætti landlæknis hefur auglýst starf sóttvarnalæknis til umsóknar. Ástæðan er sú að Þórólfur, fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna undanfarin tvö ár, hefur ákveðið að stíga af sviðinu. Þórólfur sagði í viðtali við Véstein Örn Pétursson fréttamann, sem sýnt var beint á Vísi á tólfta tímanum, að Covid-19 faraldurinn væri þrátt fyrir allt ekki búinn. Nú væri góður tími hér á landi til að fara yfir farinn veg, huga að sóttvörnum að nýju og gera síðustu tvö ár upp. „Þetta er góður tími fyrir mig og sóttvarnirnar að stokka upp,“ sagði Þórólfur. Hann segir gott að fá nýjan mann í brúna. Margt þurfi að gera upp. Búa til nýja viðbragðsáætlun enda muni koma annar faraldur og þá þurfi að búa að reynslunni. Hann útilokar ekki að koma að þeirri vinnu en það sé þó óráðið. Fjölskyldan í forgang Óvíst er hvað taki við en hann ætli þó að setja fókusinn á sjálfan sig og fjölskylduna. Aðspurður segist hann vona að eiginkonan taki því fagnandi að hann sé að hætta og sjái meira af honum. Þórólfur lítur stoltur um farinn veg, þakklátur fyrir samvinnuna með öllum sem hönd hafi lagt á plóg hjá landlækni og almannavörnum. En því sé fjarri að kominn sé endapunktur í sóttvörnum. „Þetta er eilífðarverkefni.“ Þá segir hann starf sóttvarnalæknis afar skemmtilegt. Að vinna við það fag sem hann hafi lagt fyrir sig og með frábæru fólki. „Það eru forréttindi.“
Embætti landlæknis hefur auglýst starf sóttvarnalæknis til umsóknar. Ástæðan er sú að Þórólfur, fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna undanfarin tvö ár, hefur ákveðið að stíga af sviðinu. Þórólfur sagði í viðtali við Véstein Örn Pétursson fréttamann, sem sýnt var beint á Vísi á tólfta tímanum, að Covid-19 faraldurinn væri þrátt fyrir allt ekki búinn. Nú væri góður tími hér á landi til að fara yfir farinn veg, huga að sóttvörnum að nýju og gera síðustu tvö ár upp. „Þetta er góður tími fyrir mig og sóttvarnirnar að stokka upp,“ sagði Þórólfur. Hann segir gott að fá nýjan mann í brúna. Margt þurfi að gera upp. Búa til nýja viðbragðsáætlun enda muni koma annar faraldur og þá þurfi að búa að reynslunni. Hann útilokar ekki að koma að þeirri vinnu en það sé þó óráðið. Fjölskyldan í forgang Óvíst er hvað taki við en hann ætli þó að setja fókusinn á sjálfan sig og fjölskylduna. Aðspurður segist hann vona að eiginkonan taki því fagnandi að hann sé að hætta og sjái meira af honum. Þórólfur lítur stoltur um farinn veg, þakklátur fyrir samvinnuna með öllum sem hönd hafi lagt á plóg hjá landlækni og almannavörnum. En því sé fjarri að kominn sé endapunktur í sóttvörnum. „Þetta er eilífðarverkefni.“ Þá segir hann starf sóttvarnalæknis afar skemmtilegt. Að vinna við það fag sem hann hafi lagt fyrir sig og með frábæru fólki. „Það eru forréttindi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Tengdar fréttir Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52