Inter ítalskur bikarmeistari eftir sigur í framlengingu Atli Arason skrifar 11. maí 2022 22:12 Leikmenn Inter fagna sigrinum í leikslok. Getty Images Inter Milan varð í kvöld bikarmeistari á Ítalíu eftir 4-2 sigur á Juventus í framlengdum úrslitaleik. Þetta er í áttuna sinn sem Inter lyftir bikarnum. Inter byrjaði leikinn af krafti og komst í forystu strax á sjöundu mínútu. Varnarmenn Juventus náðu ekki að hreinsa boltann í burtu eftir hornspyrnu og knötturinn barst til Nicolo Barella á vinstri væng sem skar sig inn á teig Juve og átti þrumuskot sem var óverjandi fyrir Mattia Perin, í marki Juventus. Leikur Juventus batnaði eftir því sem á leið fyrri hálfleiks en Samir Handanovic sá við öllu sem framherjar Juventus buðu upp á og Inter fór með eins marks forystu inn í hálfleik. Juve kom á flugi út í síðari hálfleikinn og tókst að snúa leiknum við á tveggja mínútna kafla. Fyrst var það Alex Sandro tókst að koma boltanum í netið á 50. mínútu áður en hornspyrna Inter tveimur mínútum síðar varð að skyndisókn Juventus sem Dusan Vlahovic batt enda á með marki eftir að hann slapp einn í gegnum vörn Inter. Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri Inter, brást strax við. Inzaghi gerði þrefalda skiptingu á meðan Juventus ætlaði að reyna að sitja til baka og halda í eins marks forskot sitt. Á 80. mínútu leiksins fékk Inter dæmda vítaspyrnu þegar Lautaro Martinez var tekin niður inn í vítateig og Hakan Çalhanoğlu gerði enginn mistök og skoraði örugglega úr spyrnunni og jafnaði leikinn á ný. Því þurfti að framlengja. Á áttundu mínútu í framlengingu fékk Inter aðra vítaspyrnu í leiknum. Í þetta sinn fór Ivan Perišić á punktinn og kom Inter í forystu, 3-2. Perišić bætti um betur með frábæru marki úr viðstöðulausu skoti á 102. mínútu leiksins og þar við sat. Inter er verðskuldaður ítalskur bikarmeistari í fyrsta sinn í 11 ár og í áttunda sinn í sögu liðsins. Ítalski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Inter byrjaði leikinn af krafti og komst í forystu strax á sjöundu mínútu. Varnarmenn Juventus náðu ekki að hreinsa boltann í burtu eftir hornspyrnu og knötturinn barst til Nicolo Barella á vinstri væng sem skar sig inn á teig Juve og átti þrumuskot sem var óverjandi fyrir Mattia Perin, í marki Juventus. Leikur Juventus batnaði eftir því sem á leið fyrri hálfleiks en Samir Handanovic sá við öllu sem framherjar Juventus buðu upp á og Inter fór með eins marks forystu inn í hálfleik. Juve kom á flugi út í síðari hálfleikinn og tókst að snúa leiknum við á tveggja mínútna kafla. Fyrst var það Alex Sandro tókst að koma boltanum í netið á 50. mínútu áður en hornspyrna Inter tveimur mínútum síðar varð að skyndisókn Juventus sem Dusan Vlahovic batt enda á með marki eftir að hann slapp einn í gegnum vörn Inter. Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri Inter, brást strax við. Inzaghi gerði þrefalda skiptingu á meðan Juventus ætlaði að reyna að sitja til baka og halda í eins marks forskot sitt. Á 80. mínútu leiksins fékk Inter dæmda vítaspyrnu þegar Lautaro Martinez var tekin niður inn í vítateig og Hakan Çalhanoğlu gerði enginn mistök og skoraði örugglega úr spyrnunni og jafnaði leikinn á ný. Því þurfti að framlengja. Á áttundu mínútu í framlengingu fékk Inter aðra vítaspyrnu í leiknum. Í þetta sinn fór Ivan Perišić á punktinn og kom Inter í forystu, 3-2. Perišić bætti um betur með frábæru marki úr viðstöðulausu skoti á 102. mínútu leiksins og þar við sat. Inter er verðskuldaður ítalskur bikarmeistari í fyrsta sinn í 11 ár og í áttunda sinn í sögu liðsins.
Ítalski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira